Vikan - 03.10.1985, Side 16
Hef litla trú
á frjálsu útvarpi
Ásgeir Tómasson
spjallar við Svavar Gests
Allur þorri landsmanna þekkir Svavar Gests.
Árum saman stýrði hann einni vinsælustu dans-
hljómsveit landsins. Hann hefur gefið út fleiri
hljómplötur en nokkur annar útgefandi hér-
lendur og við útvarpsþáttagerð hefur hann feng-
ist áratugum saman með góðum árangri og við
miklar vinsældir. Sá útvarpsmaður fyrirfinnst
víst ekki sem hefur betri kímnigáfu en Svavar,
en lífið er ekki bara grín. Alvarleg málefni taka
mikið af tíma útvarpsmannsins og útgefandans.
Svavar Gests hefur árum saman starfað með
Lionshreyfingunni. Hann var einnig verkalýðs-
leiðtogi hér á árum áður. — Við settumst niður á
skrifstofu Lionsumdæmisins á íslandi árla morg-
uns fyrir nokkru og byrjuðum rabbið á félags-
málunum.
— Hvaða titil berð þú i Lions-
hroyfingunni? Landsforseti eða eitt-
hvað slíkt?
„Nei, ég er nákvæmlega ekki
neitt,” svarar Svavar og horfir
upp í loftið. „Hreyfingin er þannig
byggð upp aö þar er hver maður
aðeins eitt ár í embætti. Lions-
hreyfingin á íslandi samanstend-
ur af tveimur umdæmum. Klúbb-
arnir voru orðnir það margir að
við fengum leyfi til að skipta úr
einu umdæmi í tvö, umdæmi A og
B. Starfsárið 1983 til 1984 var ég
umdæmisstjóri í A umdæmi. Ári
síðar varð ég síöan fjölumdæmis-
stjóri, það er að segja eins konar
yfirmaður yfir báðum umdæmun-
um og því æðsti maöur þessarar
hreyfingar. Því starfstímabili
lauk 1. júlí á þessu ári.”
— Þú ert þá bara óbreyttur
Svavar Gests núna?
„Nú er ég óbreyttur, já. Að
öðru leyti en því reyndar að ég hef
nýlega verið ráðinn í hálft starf
sem fulltrúi fjölumdæmisráðs.
Starfið hér var orðið svo viðamik-
ið að það varð loks að taka af skar-
ið og ráða Lionsmann til starfa
fyrir hreyfinguna. Það hefur ekki
tíðkast áður.”
— Er það rétt, sem ég hef heyrt,
að þau embætti sem þú hefur gegnt
innan hreyfingarinnar tvö siðastlið-
in ár séu ólaunuð?
„Þau eru miklu meira en ólaun-
uð. Maður borgar í raun og veru
með sér.”
— Er þetta ekki dýrt sport?
„Maður fer svo sem ekki í lax-
veiðiámeðan.”
— Þú ert þó kominn á laun núna?
„Já, í hálft starf, eins og ég
sagði. Ég er ráðgefandi og leið-
beinandi. Á að undirbúa námskeið
og námsgögn, fræðslurit og annað
þess háttar.”
Átti ekki bót. . .
— Þú hefur gert fleira á félags-
málasviðinu en að starfa með
Lionshreyfingunni. Eitt sinn varstu
formaður FÍH, Félags íslenskra
hljómlistarmanna. Hvernig var að
vera verkalýðsforingi?
„Það var óskaplega skemmti-
legt. Það hefur reyndar enginn
þorað að hæla mér fyrir þau störf
að neinu gagni en þegar ég tók við
félaginu var þar allt í skuldum og
það átti ekki bót fyrir rassinn á
sér. Þeir sem stjórnuðu á undan
mér höfðu farið út í veitingarekst-
ur og fleira og fleira sem gekk
ekki upp. Þegar ég skildi við þetta
félag nokkrum árum síðar höfðu
náðst samningar við hvern ein-
asta atvinnurekanda. Félagið var
komið í eigið húsnæði, með sinn
eigin lífeyrissjóð og. . . ég gæti
haldið áfram að telja upp miklu
lengur.
Reyndar hafði ég síðustu eitt til
tvö árin með mér starfsmann sem
hafði vit á málunum. Hann tók
síöan við af mér sem formaður og
er það enn. Sverrir Garðarsson.
Mjög hæfur félagsmálamaður.
Þetta var ákaflega skemmti-
legur tími. Á Alþýðusambands-
þingum kynntist ég mörgum
ágætis mönnum héðan og þangað
af landinu, sem ég hef síðan aftur
verið að rekast á í Lionsklúbbun-
um.”
— Eru hljóðfæraleikarar ekki
erfið stétt að vinna fyrir?
„Ég held aö þetta sé yfirleitt
svipað í öllum verkalýðsfélögum,
allir óánægðir með forystuna,
sitja yfirleitt heima þegar á að
taka ákvarðanir í einhverjum af-
gerandi málum og rífast svo og
skammast eftir á. Sjáum bara
Dagsbrún með nokkur þúsund
félagsmenn. Ætli þeir séu fleiri en
eitt til tvö hundruð sem sækja
fundi?”
— Hljóðfæraleikarar eru nú lik-
lega meiri egóistar en Dagsbrúnar-
menn.
„Ja. . . listamenn eru voða-
lega skrýtið fólk og hljóðfæraleik-
arar eru náttúrlega í þeim hópi.
Það er alveg rétt, þeir eru miklir
einstaklingshyggjumenn. List-
flutningur er jú starf einstaklings-
ins.”
— Sem gamall hljóðfæraleikaril
Þessa dagana eru liðin tuttugu ár
siðan þú seldir trommusettið þitt,
hættir spilamennsku og snerir þér
að öðrum störfum. Hefurðu nokk-
urn tíma iðrast þess?
„Ég sé eftir því að hafa gerst
hljóöfæraleikari.”
- Ha?
„Já, það er það eina sem ég sé
eftir. Mér finnst þeim árum, sem
ég eyddi í hljóðfæraleik, hafa ver-
ið dálítið illa varið. Þetta er van-
þakklátt starf og illa launað. Ég
hefði vel getað hugsað mér að
verða læknir eða lögfræðingur. Ég
16 Vikan 40. tbl.