Vikan - 03.10.1985, Blaðsíða 4
Stundum hafa eyður myndast í handritum við það að einhver ósvífinn lesari sleikti
puttann og bleytti stafinn eða orðið. Ekki vitum við hvort það var raunin þarna en
höllumst helst að því að þarna hafi enginn skaði orðið: Þarna hafi alltaf staðið eitt-
hvert óláns rugl og sóðaskapur.
Utan seilingar getur maður fengið útrás fyrir bælda reiði í garð kúgaranna. Annars
hefur verið stungið upp á því að „Kennarinn" só samnefnari stóttarinnar og vilja
sumir halda því fram að fulltrúi úr fjármálaráðuneytinu, sem talinn er búa í blokk í
grenndinni, hafi ritað þetta eftir síðustu samninga.
Fokk" er farandminni
Er veggjakrotið skreytilist eða heimskulegur sóðaskapur?
Texti: Sigurður G. Tómasson Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson
Þetta var sumarið 1973. Höfundur
þessarar greinar var staddur í Róm,
nánar tiltekið á farfuglaheimili. Þetta
var gífurlega stór bygging og var sagt
aö Mussolini hefði látið byggja hana
þegar hann ráðgerði að halda ólympíu-
leika á Italíu. Af þeim varð aldrei en
„ólympíuþorpið” reis og í þessari
kaldranalegu byggingu var vissulega
enn andi fasismans. Þarna sváfu
fjögur hundruð manns, konur á efri
hæö og karlar niðri. Eg veit ekki
hvernig húsum var hagað á efri hæð-
inni því þangað fékk enginn karlkyns
að stíga fæti, en karlar sváfu í stórum
sal, óvistlegum og skítugum.
FIFILBREKKA
Á KLÓSETTI í RÓM
Það sem mér er þó minnisstæðast
frá þessum stað eru salernin. Þau voru
í kjallara hússins og eftir þeim að
dæma hafði hreinlætismálum miðað
lítt síðan á fasistatímabilinu og greini-
lega farið aftur frá dögum Rómverja.
Það voru nefnilega aðeins tvö salerni
í lagi þarna í kjallaranum og langar
biðraöir. Ég neyddist til þess að
bregða mér þarna inn eitt kvöldið og
eftir langa mæðu gat ég hallað hurð-
inni og skotið lokunni fyrir. Það var
heldur óþægilegt að ganga örna sinna
þegar tuttugu manna biöröð hékk á
hurðinni. En samt virtust ýmsir hafa
haft tíma til þess að krota nöfn sín og
dagsetningar innan á hurðina og
stundum eitt eða tvö orð til viðbótar.
Lítið bar á spakmælum. En eitt krotið
skar sig gjörsamlega úr. Það var ís-
lenski fáninn fagurlega dreginn í
réttum litum, dreginn að húni yfir
grænni brekku, blaktandi í vorgolunni,
vantaði bara lækinn. Raunar var vind-
urinn sá fjarri mér þar sem ég húkti á
setunni. Þarna gustaði af öðru en ís-
lensku fjallalofti og bleytan á gólfinu
átti ekkert sameiginlegt með tærri
fjallalind. Undir fánanum stóð,
settlegaritað: „KK. 16.6. 73.”Sjálfum
gafst mér varla ráörúm til þess að lesa
allt krotið á veggjunum svo ég gat
varla ímyndað mér mann sitja í mak-
indum og teikna fánann á huröina.
Hann hefur tekiö tússlitasettiö með sér
niöur. Verið viö öllu búinn. En þessi
fáni flutti mér sérstök skilaboö.
Ég þekkti KK. Við höfðum, ásamt
fleira fólki, verið saman í hópi feröa-
fólks frá íslandi. Ferðin hófst í Lund-
únum og eftir tveggja vikna dvöl þar
hafði leiðir okkar KK skilið þótt báðir
legðu, hvor í sínu lagi, upp í putta-
ferðalag suöur um Evrópu. Ég fór frá
Italíu suður til Grikklands og leitaði
dyrum og dyngjum að íslenska skjald-
armerkinu og „KK var hér” en
Akrópólis var jafnhvít og síðustu tvö
þúsund árin á undan og ekkert krot.
Þetta var líka á dögum herforingja-
stjórnarinnar og sá sem dirfðist að
krota á veggi var talinn vera
þjóðhættulegur andstæðingur og um-
svifalaust tekinn til yfirheyrslu, settur
í fangabúðir og trakteraður á ýmsu
ógnarstjórnagóðgæti. Seinna komst ég
að því aö KK hafði reyndar komið til
Grikklands. En hann hafði ekki fundiö
í sér neina óviöráðanlega löngun til
þess að tjá sig í landi Pipinelis og
Papadopoulusar. Kannski ekki fundið
nógu skemmtilegt klósett. Reyndar sá
ég ekkert krot þar í landi, þótt elsta
krot heúnsins sé grískt og krot á veggi
sé einatt hápólitískt og notað til þess að
skensa kúgara.
LIFI TÍTÖ
Næsta krot sem ég minnist var líka á
salernisvegg. Það var í Belgrad í Júgó-
slavíu fyrstu dagana í apríl 1975. Ég
var fyrir tilviljun staddur á stúdenta-
ráðstefnu þar og reyndi eins og ég gat
að flytja málstaö íslands í landhelgis-
málinu, enda ráðstefna þessi um nýt-
ingu auðlinda og skiptingu heimsins
gæða. Vilhjálmur Hjálmarsson hafði
líka styrkt mig til ferðarinnar. En
hvort sem það var vegna þessara
tengsla minna við ríkisstjórnina eða
bara hugleysis þorði ég ekki að krota
svívirðingar um breska sjóherinn og
aðra nýlendukúgara á klósetthurðir í
Belgrad. Þar var líka erfitt að finna
pláss. Þarna voru allir veggir útkrot-
aðir. Eg kunni bara eina setningu í
serbó-króaH<;lr" ‘ii' pf Lnrtpisi við
lesendur ætla að sleppa hér, svo ég
skildi ekkert af þessu kroti. Eina
setningu skildi ég þó. Það var algeng-
asta setningin í öllu veggjakroti í Bel-
grad: „Viva Tito.” Hann var greini-
lega vinsæll karlinn en þrátt fyrir
þessar langlífisóskir aðdáenda sinna
dó hann nokkrum árum seinna, hund-
gamall.
Og stjórnmál eru reyndar eitt af
aðalviðfangsefnum þeirra óþekktu
listamanna sem laumast til þess að
koma hugsunum sínum á framfæri á
veggjum borganna. Þetta er óvinsæl
iðja. Hvort sem krotarar þjóna lund
sinni um nætur eöa ráðast til atlögu um
hábjartan daginn eru þeir hundeltir af
vöröum laga og réttar og þeim sem
eiga vegginn. Stundum er þetta hættu-
legt. Stjórnmálamenn í Reykjavík
voru handteknir við að sprauta
skuggum á götur. Ritstjóri vikublaðs
var tekinn höndum viö að líma upp
auglýsingu um hljómsveit sem hann
var í. I báðum tilvikum var söku-
dólgunum sleppt. Islenska lögreglan
sinnir að sjálfsögðu erindum þeirra
sem eiga götur, veggi og hús og kæra
sig hvorki um hveitilímd jassplaköt né
skugga af fórnarlömbum kjarnorku-
sprengjunnar í Hírósíma. En laganna
verðir í Reykjavík eru kurteisir dreng-
ir flestir og láta sér nægja að áminna
fólk föðurlega.
HARÐNESK JULEGIR
HETTUMÁVAR
En þeir eru ekki alltaf svona meyrir,
hettumávarnir. I Ameríku er þeim víst
margt betur gefið en nærgætnin og
blíðan í garð þeirra sem grunaðir eru
um óskunda og lögbrot. Fyrir örfáum
árum lést maöur af áverkum sem hann
hlaut í viöureign við lögreglu í New
York og eru það engin tíðindi. En
maðurinn var handtekinn við að krota
á vegg á brautarstöð neðanjarðar. Um
þessar mundir standa einmitt sem
hæst réttarhöld vegna þessa. Lög-
regluþjónn er kærður fyrir morð á
manninum. Ekki veit ég hvað hann var
að skrifa. En neðanjaröarlestin í New
York er heimsfræg fyrir krot. Satt að
segja er sums staðar varla lófastór
blettur eftir auður. Veggjakrot er
nánast fræðigrein í enskumælandi
löndum og sumir, sem það hafa stund-
aö, hafa seinna orðið frægir listamenn.
En satt að segja er mest af því sem
gefur að líta á veggjum bara venju-
legur sóðaskapur, reyndar alls ekki
nýr af nálinni.
Trúlega hefur krotið fylgt mannkyn-
inu frá örófi alda. Samkvæmt hefð-
bundnum skilgreiningum er hið elsta
4 Víkan 40. tbl.