Vikan


Vikan - 03.10.1985, Side 47

Vikan - 03.10.1985, Side 47
aðeins eðlilega, mannlega hamingju? Annað fólk var hamingjusamt, hvers vegna var verið að refsa henni? Af hverju mátti henni ekki líða, þó ekki væri nema andartak, eins og hún væri fullkomlega eðlileg kona. Kata reyndi að flýja tóm- leikann með því að halda sam- kvæmi fyrir viðskiptavini og starfsfélaga Tobys og hressari deild Chelsealiðsins. Frá litla húsinu hennar var aðeins fimm mínútna gangur niður á King’s Road og að minnsta kosti þrisvar í viku fóru Kata og Toby og fengu sér í glas sá Markham Arms, fallegu kránni frá Játvarðartímanum sem stóð við hliðina á litlu búðinni hennar Mary Quant, Bazaar. Bazaar var eins og endalaust kokkteilpartí þar sem hægt var að fá ókeypis að drekka og fallegustu stúlkurnar í London komu þangað með eiginmenn sína og elskhuga í eftirdragi. Þar var aðeins einn lítill mátunarklefi og stúlkurnar þurftu allar að máta fötin á miðju gólfi og hver sem fram hjá fór gat horft í gegnum gluggarúðurnar og virt fyrir sér útsýnið. Allt í einu var Chelsea kom- in í tísku sem San Francisco Bretlands eða vinstri bakkinn. Um leið og vínkjallararnir, ex- pressókaffihúsin, beat-staðirn- ir, fötin og stelpurnar voru auglýst um heim allan hætti þetta litla hverfi í London að vera bara staður á landakortinu en varð tákn fyrir lífsmáta og klæðaburð. Kata naut þess að fylgjast með straumnum sem dælt var frá æðum King’s Road og út í tískuna, hönnun og skemmtanalífið. Hún var mjög hrifin af nýju fötunum og gekk í stuttum gráum skokk utan yfir rauðan fimleikabol, í hvít- um hnésokkum og rauðum vínilstígvélum. Hún klæddist plómubláum og ljósrauðum göllum, svönum leðurkápum og loðhúfúm á stærð við húfur lífvarðasveitarinnar fyrir fram- an Buckinghamhöll. Á yfir- borðinu var hún Chelseastelpa, hasarskutla, sjálfsörugg, ögr- andi í leðurstígvélum og svört- um sokkum í fylkingarbrjósti æskubylgjunnar sem var óðum að gera heiminum ljóst að síð- ari hluti tuttugustu aldarinnar tilheyrði þeim ungu (eða svo héldu þau) og þau tóku til við að leggja tískulínurnar. Kata var eilítið hrædd við Mary Quant, lágvaxna, rauð- hærða stúlku sem var yfirleitt hræðilega þögul. Hún og hinar skutlurnar, Chelseastelpurn- ar, virtust óttalega veraldarvan- ar og með á nótunum. Við hliðina á þeim fannst Kötu hún vera hræðilega músarleg og hæflleikalaus. Ö, ef hún hefði verið í listaskóla! Ö, ef hún gæti, eins og Mary, ekki aðeins skapað heldur og litið sjálf út samkvæmt tísku augna- bliksins hvort sem það var eins og Lolita eða skólastelpa, hvort sem það var leðurtískan eða votviðratískan með gulu plast- pilsunum og sjóhöttunum. Kata grét. Hún litaði hárið hvítt og lét klippa lokkana þannig að hún var í senn sexí og kisuleg. Hún málaði svart í kringum augun og notaði föl- bleikan varalit (ofan á hvítan farða) og var algjörlega ein og utangátta. Hún velti því fyrir sér hvort hún ætti að fara í listaskólann í Chelsea og læra að mála og sagði það feimnis- lega við Toby kvöld eitt þegar þau hröðuðu sér í rigningunni að Markham Arms kránni. Toby stakk höndunum dýpra í vasana á ullarúlpunni, sem hann var í utan yfir svartar þröngar buxur og peysu (hann klæddi sig eins og Audrey Hep- burn), gretti sig niður á ljósu stígvélin og sagði ósköp vin- gjarnlega að hann héldi að hún hefði ekkert í það. Þá frétti Kata að Heiðna væri komin til Englands fyrir löngu. Kata og Maxín höfðu báðar heyrt kjaft- að um að hjónaband Heiðnu hefði farið í vaskinn. Þær höfðu báðar skrifað henni til Kaíró og einnig bréf stíluð á Trelawney en hvorug hafði fengið svar. Kata hafði heyrt að Heiðna byggi í Beirút og gerði sér óljósa mynd af henni klæddri bleikum kvennabúrsbuxum, maulandi tyrkneskt sælgæti ofan á hrúgu af silkipúðum. Maxín var of upptekin af sínu eigin hjónabandi og fyrirtæki til þess að fara og hafa uppi á Heiðnu, einkum ef hún hafði ekki áhuga á að halda sam- bandinu. Ef Heiðna kærði sig um að hitta Maxín vissi hún vel hvar hana var að fínna. Þá var það að Kata hitti Phil- ippu, bridgespilara sem Kata hafði ekki hitt síðan í Kaíró. Hún sagði Kötu að Robert og Heiðna væru skilin fyrir löngu og Heiðna komin heim til Eng- lands. ,,Það kom engum á óvart þegar slitnaði upp úr þessu hjá þeim,” sagði Phil- ippa. „Robert var alltaf ómögulegur — eins og hann fór ógeðslega með ykkur báðar. Það var alveg dæmigert fyrir Robert kallinn.” „Ógeðslega með okkur,” sagði Kata ringluð. ,,En þú hlýtur að vita...?” Undrun Kötu breyttist í gremju, síðan ofsareiði þegar Philippa sagði henni upp alla söguna — og að allir í Kaíró vissu þetta því það var ekki hægt að halda neinu leyndu fyrir þjónustufólki austan Gí- braltar. Kata gat sér þess strax til að Heiðna væri á Trelawney og allt í einu langaði hana mjög að hitta vinkonu sína aftur. Hún þráði notalega vináttu Heiðnu sem var laus við alla sam- keppni. Hún sat á uppblásn- um, gagnsæjum plaststól sem Toby hafði hannað fyrir lista- stofuna og fannst það líkjast því að óska allt í einu eftir þægilegum, gömlum hæginda- stól í staðinn fyrir þessa hrylli- legu blöðru sem hún sat á. Á morgun ætlaði hún að hringja til Trelawney. Kata kom aftur úr heim- sókninni til Heiðnu full vænt- umþykju og verndartilfinning- ar. Hún bjó sig undir að eyða morð fjár í símskeyti og var jafnáhyggjufull og umhyggju- söm móðir á meðan á hinu óvænta en stutta tilhugalífl Heiðnu stóð yfir. Þegar Heiðna var gift og flutt til London komst Kata að því sér til gleði og léttis að vinátta þeirra var enn traust, rétt eins og órafjar- lægð og áralöng beiskja hefði aldrei skilið þær að. Þær tóku strax aftur upp einkennilegu hálfkveðnu vísurnar sín í milli, sagnlausu eins atkvæðis skeyta- samræðurnar sem hvorki eigin- menn þeirra né nokkur annar, sem ekki hafði þekkt þær í tutt- ugu ár, gat skilið. — 36 — Síminn hjá Júdý hringdi klukkan þrjú að nóttu. Hún fálmaði syfjulega eftir tólinu. ,,Vakti ég þig?” spurði falleg, áköf karlmannsrödd. ,Já.” ,,Gott! Vegna þess að þú þarft að vakna. Þetta er Tom Schwartz hjá Empire Studios. Þú hefur vogað þér að gefa opinbera yfirlýsingu um eina af stærstu kvikmyndunum sem við höfum fest kaup á fyrir árið 1963 án þess svo mikið sem ráðfæra þig við Empire. Já, ég er að tala um Joe Savy samninginn. Það hefur ekki hvarflað að þér að svo stórt kvikmyndafélag vildi ef til vill sjá sjálft um að koma frá sér fréttunum? Eða áttir þú von á þakklæti fyrir að hafa sparað okkur ómakið? Ég vanmet ef til vill áhrif þín? Ráðfærir Walter Winchell sig alltaf við þig fyrst?” „Heyrðu góurinn,” sagði Júdý syfjulega, ,,ef þig langar til að rífast þá er mér sama. Ergilegasta leið, sem til er til að ljúka rifrildi, er að skella á en það ætla ég að gera núna. Ég kem til þín um tíuleytið á morgun og leyfl þér að öskra á mig í nákvæmlega sautján og hálfa mínútu vegna þess að þetta var vissulega hugsunar- laust af mér. Ég skal koma í sorgarklæðum og þú sérð um afganginn.” Hún skellti á, tók símann úr sambandi og fór aftur að sofa. „Heldur þú að ég hefði af ásettu ráði gert á hlut einhvers sem er jafnmikilvægur og þú, herra Schwartz?” í sautján mínútur höíðu þau æpt hvort á annað með vaxandi ánægju í glæsilegri skrifstofu Toms. ,,Eins og ég er þegar búinn að gefa í skyn er mér fjandans sama. En ef þig langar reglulega til að bæta fyrir brotið getur þú byrjað á því að 40. tbl. ViKan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.