Vikan


Vikan - 03.10.1985, Síða 9

Vikan - 03.10.1985, Síða 9
\s í NÆSTU VIKU: Ragnhildur Helgadóttir prýðir forsíðu næstu Viku. Það gekk ekki þrautalaust að ná viðtali og myndum af þessari önnum köfnu konu og vafalaust eru þeir margir sem hafa áhuga á að kynnast viðhorfum hennar. Hafið er heimili hennar Hún hefur siglt um heimsins höf í tæplega þrjátíu ár. Norska flutn- ingaskipið hennar er 124 þúsund tonn og þar býr hún í fjóra mánuði í senn en kemur þá í land í fjögurra mánaða frí. Hún á heimili í Noregi, „í Hamborg”, á íslandi og síðast en ekki síst hafa skipin sem hún hefur siglt með í gegnum árin verið heimili hennar. Hún heitir Hjördís Sævar, útskrifaðist úr Loftskeytaskólanum árið 1954 og komst fyrst íslenskra kvenna sem loftskeytamaður á togara. Stríðið í Belfast, partí á hafinu og japönsku stúlkurnar í höfnunum í Japan er meðal þess sem ber á góma í viðtali við Hjördísi í næstu VIKU. Hipparnir og '68 kynslóðin Það er nógu stutt síðan hipparnir og ’68 kynslóðin settu svip á bæinn til að umræða um þá fari í taugarnar á sumum, nógu langt síðan til að þessi þjóðfélagsfyrirbæri hafa nú þegar eignast dýrðar- ljóma fortíðarinnar. I næstu Viku verður litið á hippana og ’68 kynslóðina, sem vel að merkja er alls ekki endilega sama fyrirbærið. „Ungdómur á barmi glötunar eða það sem koma skal?” spurðu blöðin þá. Sagnfræðingar dagsins geta upplýst að í rauninni var þetta sitt lítið af hvoru en þó aðallega hvorugt. Víggirt sendiráð í landi lýðræðis heitir grein eftir Oskar Magnússon í Washington. Hann gengur þar á milli sendiráða og segir frá. (Það er líka mynd af íslenska sendiráðinu.) Meðal annars efnis i næstu Viku má nefna grein um nælur, tisku, grein i flokknum Nokkur spursmál. . . eftir Einar Kárason rithöfund. Og það er Sjón sem er á öðrum fæti i þeirri Viku. VILLEROY& BOCH í BAÐHERBERGIÐ: Flisar á veggi og gólf, blöndunartæki, hreinlætis- tæki, hvita línan, gráa línan. Allt sem er nýjast og best færðu auðvitað hjá okkur. Á GÓLFIÐ: Teppi og flísar við allar aðstæður. Þú kemur og velur þér flísar og gólfteppi og óskir þú eftir sendum við þér vana menn sem sjá um mælingu og lögn. GREIÐSLUSKILMÁLAR: Allar vörur og þjónusta verslunarinnar fást á okkar góðu greiðsluskilmálum, svo sem 20% útborgun og eftirstöðvar á allt að 10 mánuðum. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ KOMAÍ HAFNARFJÖRÐ. TS MCirmaBvggingavöru, hf. Reykjavíkurvegi 64. Hafnarfiröi, sími53140. Opið alla laugardaga kl. 10-12 40. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.