Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 10

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 10
Allur þessi þáttur er hættulegur, dínamít sem getur sprungið hvenær sem er,“ gegndi Ómar Ragnarsson þegar hann var inntur eftir því hvort það tæki ekki á taugarnar að vera í beinum útsendingum með þættina Á líð- andi stundu en eins og kunnugt er stjórnar hann þessum þáttum á miðviku- dagskvöldum ásamt blaðamönnunum Agnesi Bragadóttur og Sigmundi Erni Rúnarssyni. „Annars hefur maður góða reynslu úr íþróttunum og fréttunum," bætti Ómar við. „Formið er að vísu nýtt og flókið en það voru einkum fyrstu þættimir sem ollu manni kvíða.“ Það hefur kannski verið ástæða til. Þættimir hafa bæði verið umtalaðir og umdeildir. í fyrsta þættinum hneykslaði suma umræðan um það hveijir notfærðu sér líkama Hólmfríðar Karlsdóttur. í öðrum þættinum gaf Bubbi Morthens Gvendi jaka eftirminni- leg olnbogaskot og í þeim næsta hélt Karvel Pálmason því fram að umsjón- armennirnir hefðu sjúkraskýrslu hans undir höndum, en slík plögg eru venjulega meðhöndluð sem trúnaðarmál. Loks voru ekki allir á eitt sáttir varðandi jarðarfararsöguna hennar Bryndísar í fjórða þættinum. „Nei, þetta er ekkert skipulagt hjá okkur, öll þessi atriði hafa komið óundirbúin," sagði Ómar, en aðspurður hvort ætlunin væri að ýta við fólki í þessum þáttum svaraði hann: „Víst viljum við það gjarnan. Að mínu mati er ekkert jafnmikið sjónvarp og það sem fær fólkið heima í stofu á hrevfmgu." Ómar þvertók fyrir það að notuð væru spjöld í útsendingum til að leið- beina áhorfendum í sjónvarpssal hvenær skyldi hlæja, klappa og svo frarn- vegis. „Þetta er í sjálfu sér ákaflega frumstæður þáttur. Við erum til dæmis ekki með neina frestun á atriðum eins og Johnny Carson. Hans þáttur er alltaf sendur út nokkrum mínútum á eftir sjálfum sér þannig að ef eitthvað bregst hefur hann upp á þær að hlaupa. Annars hef ég margoft þurft að ítreka að þetta er ekki skemmtiþáttur. Við erum að reyna fyrir okkur með nýja tegund af þætti þar sem saman fer fulasta alvara og græskulaust gaman.“ Ómar sagði að fyrirhugað væri að hafa 16 til 20 þætti Á líðandi stundu og kvaðst vona að þegar á heildina væri litið skapaðist jafnvægi innan þeirra. „Við leggjumn ekkert upp úr því að hafa þá létta eða þunga, vinstrisinnaða eða hægrisinnaða, en það er óskandi að allir geti fengið sinn skerf áður en yfir lýkur. Ég vil líka nota tækifærið og taka fram að það er ekki ætlunin að tala einungis við alþingismenn sem kunna að syngja. Það virðast margir haldnir þeim misskilningi að aðeins verði rætt við fólk sem hefur hæfileika á einhverju öðru sviði en það er þekkt fyrir. Hitt er annað mál að ef fólk leynir þannig á sér þá er sjálfsagt að varpa ljósiáþað." Þekktur háðfugl lét einhvern tíma þau orð falla að það væri álíka óviðeigandi að menn hlægju að eigin fyndni og að ef neftóbaksdós tæki upp á því að hnerra. Á líðandi stundu hefur Ómar haft þessi orð að engu og stundum hlegið manna hæst. „Þetta er náttúrlega sitt á hvað,“ sagði hann þegar þetta var borið undir hann. „Það er nú einhvem veginn þannig að maður er hættur að spá í hvaða viðbrögð maður sýnir ef manni er skemmt. Ég legg mest upp úr að þessir þættir séu sem frjálslegastir." Það mega þeir líka eiga og að flestra mati eru þeir kærkomin nýjung í íslenskri þáttagerð sjónvarpsins. Það eru líka rímurnar sem Ómar kveður að hætti allsherjargoðans í lok hvers þáttar. En hvemig er það, er Ómar kannski í einhverju slagtogi við Sveinbjöm Beinteinsson? „Nei, þetta var bara hugdetta sem við fengum fyrir fyrsta þáttinn. Þetta hefur svo orðið hefð sem við eigum örugglega eftir að brjóta." JÚN KARL HELGASON ■ 10 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.