Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 29

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 29
fyrr en síðasta árið mitt í London. Ég var í almennu söngdeildinni og þar sérhæfir maður sig í allt öðrum hlutum en í óperudeildinni. Svo fékk ég að taka aðeins í á síðasta árinu - þá fá nokkrir söng- nemar að prufusyngja við óperudeildina og ég hreppti hnossið; það var meira að segja hóað í mig tvisvar. Þá hafði röddin þróast það mikið og tækninni fleytt fram svo ég fór að trúa því að ég gæti kannski sungið óperusöng." - Er þetta svona ólíkt, ljóðasöngur og óperu- söngur „Já, að vissu leyti. Ljóðasöngurinn er svo nak- inn, öll smáatriði verða að vera hárnákvæm. I óperusöngnum er maður á hinn bóginn að túlka persónu og syngja á móti öðrum, sem eí allt annar handleggur. Ég neita því heldur ekki að það er afskaplega þægilegt að geta verið í búningi - ég tala nú ekki um þegar maður er flóðlýstur! Ég hugsa að mig hafi alltaf dreymt um það að leggja fyrir mig óperusöng - leikhúsið hefur til að mynda alltaf heillað mig - en framan af var röddin bara svo pínulítil að hún hefði ekki drifið neitt í heilu óperuhúsi. Það fór að lagast þegar ég fékk nýjan kennara úti í London og ég var líka heppin að því leyti að þó ég hefði verið að syngja dægurmúsík hér heima þá hafði ég ekki skemmt röddina á því. Ég hafði alltaf beitt röddinni nokkurn veginn rétt og að minnsta kosti ekki eyðilagt neitt.“ - Ætli það sé algengt að dægurlagasöngvarar eyðileggi í sér röddina? „Já. Þeir nota ekki rétta vöðva nema í undan- tekningartilfellum og sjaldnast rétta öndun. Spurningin er um þennan fræga stuðning." - Ójá. En segðu mér: hvernig finnst þér núorðið að heyra til sjálfrar þín á til dæmis Spilverksplöt- unum? Finnst þér röddin alveg kolómöguleg? „Sko, í fyrsta lagi þá finnst mér alltaf óþægilegt að heyra til sjálfrar mín eða sjá sjálfa mig á kvik- mynd. En ef ég heyri þessar plötur núna þá hugsa ég kannski með mér að þetta hafi nú ekki verið svo slæmt tæknilega. Ég held að ég hafi sloppið fyrir horn. Á Spilverksplötunum er músíkin ósköp saklaus og sæt og ég held að það hafi einmitt verið það sem höfðaði til fólks á sínum tíma.“ - Ætlarðu að halda áfram að syngja dægurmús- ík nú þegar þú ert orðin fær í flestan sjó á klass- íska sviðinu? „Já, ég ætla að syngja hvort tveggja. Tilgangur- inn með því að fara út að læra var nú upphaflega ekki annar en sá að víkka mitt svið svo ég væri fær um að syngja fleiri tegundir tónlistar. Ég held að ég eigi mun auðveldara með að syngja dægur- músík nú en áður því ég hef alls ekki misst fíling- inn, ef svo má segja. Diddú heldur áfram að syngja dægurtónlist þó Sigrún Hjálmtýsdóttir leggi fyrir sig óperusöng." Já, eru þær tvær ólíkar manneskjur, stöllurn- ar? „Það liggur við. Þær eru að minnsta kosti með tvenns konar raddir sem þær nota á ólíkan hátt. Ég heyrði það oft sagt, um það leyti sem ég fór út að læra, að nú myndi ég eyðileggja í mér rödd- ina. Þá átti fólk við að ég myndi missa dægurtil- fínninguna en það fólk getur verið alveg óhrætt. Nú í október og nóvember var ég til dæmis að syngja inn á plötu með lögum Valgeirs við ljóð Jóhannesar úr Kötlum og þegar ég fór að dusta rykið af poppröddinni minni komst ég að því að hún hafði ekki rykfallið neitt að ráði. Ég hélt henni líka við úti í London en söng þá að vísu meiri jazz en eiginlega dægurtónlist. Að vissu leyti nýt ég forréttinda vegna þessarar fortíðar minnar í poppinu. Ég held að það sé nefnilega erfiðara að byrja að syngja dægurtónlist eftir að hafa farið í gegnum klassískt nám heldur en öfugt, svo fremi maður hafi ekki eyðilagt í sér röddina. Ég tók eftir því að félagar mínir í skólanum áttu margir erfitt með að syngja jazz ef þeir höfðu eingöngu klass- íska menntun að baki. Það var eins og þeir gætu ekki slakað á röddinni eftir að einu sinni var búið að þjálfa hana upp. Ég, sem hafði verið alla mína hundstíð í poppmúsík af ýmsu tagi, átti miklu auðveldara með þet,ta.“ - Ætlaðirðu alltaf að fara út í söngnám? „Neineinei, ég hafði aldrei ætlað mér að læra. Pabbi var að vísu alltaf að hvetja mig til þess í gamla daga og sagði að ég myndi sjá eftir því seinna ef ég lærði ekki neitt. En þá fannst mér söngnám eitthvað það asnalegasta sem til var svo ég þráaðist við. Við vorum sjö systkinin og alltaf syngjandi svo ég hugsa að pabba hafi fundist það synd ef ekkert okkar nýtti sér röddina. En það er náttúrlega ekki allt að hafa góða rödd. Ég hallast að því að nokkur systkina minna hafi í sjálfu sér jafngóða eða jafnvel betri rödd en ég, en þau skortir þá eitthvað annað. Egó, til dæmis! Það er alveg nauðsynlegt að hafa vænan slatta af því. Og svo verður maður auðvitað líka að vera ljón!“ - Já, erþað? „Aldeilis bráðnauðsynlegt! Heit ljósin uppi á sviði: o, ég elska það! Eða að taka af sér sminkið!" Og Diddú dillaði sér af hlátri. Eða kannski var það Sigrún Hjálmtýsdóttir. Ég held raunar að þær séu báðar á einu máli um þetta. - Þú sagðist ekki hafa ætlað út í nám. Hvað ætlaðirðu þá að taka þér fyrir hendur? „Ég ætlaði í hjúkrun og svo ætlaði ég að syngja dægurmúsík í síðum kjól á kvöldin. Somewhere Over the Rainbow og svoleiðis lög ...“ - En hvað breytti því? „Það var maðurinn minn tilvonandi," svaraði Diddú í tón undirgefinnar eiginkonu. „Nei, satt að segja vildi þetta þannig til að hann var úti í London að læra á franskt horn og ég fór auðvitað út til þess að heimsækja hann. Ég hafði þá fengið nasaþefmn af söngnámi í Tónlistarskólanum hér heima og svo fór ég í svolítið af einkatímum þarna úti til þess að nýta tímann. Allt í einu stóð ég frammi fyrir þvi að ákveða hvort ég ætti að hella mér út í margra ára fullt söngnám og þá var ég lengi efins. Maðurinn minn hvatti mig áfram á svipuðum forsendum og pabbi hafði gert: ég myndi aldrei fyrirgefa sjálfri mér það ef ég reyndi ekki að minnsta kosti. En hann var þá að klára sitt nám og á leiðinni heim svo. ..“ Diddú brosti. „Það voru líka alls konar peningaspursmál sem drógu úr mér kjark; maður var að velta því fyrir ser hvort maður gæti framfleytt sjálfum sér og kannski einhverjum öðrum af þessu ...“ Nú létu „einhverjir aðrir" allt í einu á sér kræla. Það heyrðist hávært væl innan úr svefnher- bergi og Diddú stökk á fætur. Innan skamms birt- ist hún aftur með böggul í fanginu; upp úr sæng- inni gægðist dökkhærður haus og var hættur að gráta. „Þetta er Salka," sagði Diddú. „Henni var farið að leiðast, greyinu, í vöggunni sinni. Þær eru ómögulegar, þessar vöggur; það er nefnilega ekk- ert útsýni úr þeim. Mér skilst að fókuúnn hjá svona smábörnum sé þannig að þau sjái best það sem er langt frá þeim svo það er varla von að þær Valka skemmti sér til lengdar í vöggunni." Heita þær Salka og V alka? „Nei, þær heita í raun og veru Salóme og Valdís en við köllum þær Sölku og Völku. Við vorum búin að ákveða þetta löngu áður en þær fæddust." - Enefþettahefðunúorðiðstrákar? „Við gerðum ráð fyrir því líka og vorum satt að segja búin að ákveða nöfn á öll hugsanleg afbrigði tvíbura. Ef þetta hefðu orðið tveir strákar þá hefðu þeir verið látnir heita Hjálmtýr og Val- geir. Nú bíðum við bara með þau nöfn þangað til næst!“ Diddú vaggaði Sölku og tók svo upp þráðinn þar sem frá var horfið. „Nei, í alvöru þá voru allir mjög uppörvandi þegar ég var að reyna að gera upp við mig hvort ég ætti að fara út í söngnámið; það sögðu allir við mig: „Þetta hlýtur að bjargast,“ og að lokum skildi ég að mig myndi alltaf iðra þess ef ég léti mér þetta úr greipum ganga. Svo ég var þarna úti í sex ár, kostaði fyrsta árið sjálf en var svo á námslánum hin árin fimm.“ - Hvernig gekk? Betur eða verr en þú hafðir búist við? „Eiginlega gekk mér betur en ég hafði þorað að vona. Við vorum til dæmis tuttugu og sex sem vorum tekin inn í einu en vorum ekki nema sex sem kláruðum - eða öllu heldur sex og hálft. Hin höfðu annaðhvort verið látin hætta eða höfðu komist að því sjálf að þau voru ekki á réttri hillu. Mér fannst mér yfirleitt ganga vel. Að vísu er gangurinn í svona námi svolítið skrýtinn. Maður er lengi á jafnsléttu og finnst ekkert gerast; svo tekur maður allt í einu strikið upp á við og fer eiginlega aldrei niður aftur. Ég lærði að mestu skiptir að hafa til að bera sjálfsaga og þolinmæði en þjösnaskapur er alveg forboðinn. Maður verður auðvitað að leggja rækt við þetta, vera iðinn og duglegur en ég held að ég hafi byrjað af alltof mikilli áfergju, svo að nálgaðist þjösnaskap. Ég var svona.„workalcoholic“ og ætlaði að taka þetta með stæl en uppgötvaði svo eftir tvö ár að ég hafði eiginlega ekki gert annað en að spóla í sama far- inu. Þá hugsaði ég mitt ráð og skipti á endanum um kennara. Nýi kennarinn, ítölsk kona, sá undi- reins hvað var að og hjálpaði mér að leysa þau vandamál sem ég átti við að stríða. Sfðan finnst mér ég hafa blómstrað!" - Ermikilvægtaðhafaréttankennara? „Mjög mikilvægt og í sumum tilfellum getur það skipt öllu máli. Kennarinn veitir manni upplýsing- ar sem maður vinnur síðan úr samkvæmt eigin hyggjuviti; þetta er samspil kennara og nemanda, og þá skiptir gagnkvæmt traust ekki hvað minnstu máli. Ég var mjög heppin með þennan kennara; við féllum saman eins og flís við rass og ég vissi það eiginlega um leið og ég sá hana: A-ha, þarna erhún, júhú!“ - Áttu þér eitthvert markmið eða metnaðarmál núna, annað en að fara til Italíu og læra meira? „Ég er dálítið í hlutlausu núna, skal ég segja þér. Mér finnst ég hafa færst svo mikið í fang - ég er orðin kona, rnóðir!" sagði Diddú grínaktug og leit niður á Sölku dóttur sína. „Nei, í alvöru þá stend ég náttúrlega á tímamótum bæði sem persóna og í mínum karríer. Italía er næsta mikil- væga skrefið á ferlinum og það skiptir miklu að vera vel undirbúin, en vera ekki að ana þangað og enda svo kannski eins og álfur út úr hól. Það verður hver mínúta að nýtast ef vel á að vera.“ Svo brosti Diddú enn. „En auðvitað á ég mér drauma, annaðhvort væri nú. En ég fer ekkert að gaspra um þá hér - það væri meira en lítið hallærislegt ef þeir rættust svoekki...“ Vikan 8. tbl. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.