Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 58

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 58
unni en þegar von er á gestum víkja blómin og hillan breytist í barskenk. Arinninn er nýfrá- genginn og segjast húsráðendur hafa af honum mikla ánægju. Þeir völdu að hafa ytra útlit arinsins sem einfaldast, í stíl við heildarsvip hússins þar sem hvítir veggir skiptast á við náttúruefni á gólfum, í gluggum og í innrétting- um. Allar innréttingar eru íslensk smíði: Eld- húsinnrétting og stigi í anddyri eru frá G.T. húsgögnum en það fyrirtæki er þvi miður hætt. Á eldhúsgólfi er portúgalskur korkur en ít- alskar flísar eru í holi, anddyri og á haðher- bergjum en í stofunni, stiganum og gangi á efstu hæð er næstum hvitt ullarteppi. Ánnars staðar er parket á gólfum. Allir gluggar eru bæsaðir í millibrúnum viðarlit. Viðurinn, steinninn og ullin eru þannig hlýjar andstæður við kalda hvíta veggina og heildaryfirbragðið er sérstak- lega glæsilegt en ekkert skyggir á þegar horft er yfir Fossvoginn og af efstu hæðinni sést langt yfirbæinn. Á efstu hæðinni eru svefnherbergin og bað- herbergi. Lögð var áhersla á að hafa öll her- bergin stór fremur en mörg enda eru börnin að verða táningar og þurfa mikið rými. Uppi er líka hlýlegur krókur þar sem þau geta boðið kunningjunum sæti og verið út af fyrir sig þó pabbi og mamma séu heima. Frá setukróknum er gengið út á mjög stórar svalir sem eru girtar á alla vegu þannig að alltaf er skjól. Daginn sem okkur bar að garði áttu þau hjónin von á kunningjum sínum í heimsókn, búið var að leggja á borð og Sigga var að leggja síðustu hönd á matseldina. Hún leyfði okkur auðvitað að taka myndir af matnum og birta uppskriftirnar. Þau hjónin veiða mikið af laxi á sumrin og eiga því oftast lax í frystikistunni allan veturinn og því er alltaf verið að reyna að finna nýjar aðferðir við að matreiða laxinn og hér á eftir fylgir ein slík. Forrétturinn er einnig léttur og er þar boðið upp á blómkál með rækjusósu. Með matnum varsíðan drukkið hvítvín: Chablis, franskt, frá Thorin. ^2 ^ o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.