Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 14

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 14
PAT METHENY ER EINN SÖLUHÆSTI JASS- TÓNLISTARMAÐURINN Á PLÖTUMARKAÐINUM í DAG OG HEFUR VERIÐ ÞAÐ UNDANFARIN ÁR. HONUM HEFURTEKIST AÐ KOMATÓNLIST SINNI ÁSVOKALLAÐA VINSÆLDALISTA VÍÐA UM VERÖLD, SEM ER FREKAR ÓVENJULEGT FYRIR JASS, OG HEFUR SKAPAÐ SÉR SINN EIGIN STÍL. HANNHEFUR HLOTIÐ EIN 3 EMMY- VERÐLAUN, SEM ERU NOKKURS KONAR ÓSKARSVERÐLAUN TÓNLISTARMANNA. ..Eins stendur til að við gerum plötu með David Bowie í framhaldi af samstarfi okkar varðandi Falcon and the Snowman." Ferill hans hefur verið óvenjuglæsilegur ef miðað er við hve oft er erfitt fyrir jass- tónlistarmenn að ná umtalsverðum vinsæld- um þar sem markaðurinn er þröngur fyrir þá tegund tónlistar miðað við popp og dæg- urlagatónlist. 14 ára að aldri var hann farinn að spila flest kvöld vikunnar í jassklúbbum á heima- slóðum sínum, í Miðvesturríkjunum, og var uppgötvaður aðeins 17 ára að aldri af Gary Burton. Gekk hann í hljómsveit hans og spilaði með þeim virta jass-tónlistarmanni í 3 ár og inn á jafnmargar plötur, eða þar til hann stofnaði sína eigin hljómsveit. í dag, rétt rúmlega þrítugur, hefur hann svo lagt inn á nýja braut, það er að segja að skapa sér nafn í kvikmyndaiðnaðinum og hefur samið tónlist við þó nokkrar kvik- myndir. Er þar helst að nefna kvikmyndina Falcon and the Snowman með þeim Sean Penn og Timothy Hutton í aðalhlutverkum en hún var sýnd hér á landi síðastliðinn vetur. Lag úr þeirri kvikmynd náði töluverð- um vinsældum, lagið This is not America, sem David Bowie tók að sér að syngja. Hann hefur fast aðsetur í Boston þó lítið hafi hann stoppað þar þau 10 ár sem hann hefur búið þar vegna tíðra hljómleikaferða- laga. Viðtöl hafa birst reglulega við hann í tímaritum víða um heim, aðallega í tónlist- artímaritum, en þó má nefna grein sem birt- ist nýlega í tískuritinu Mademoiselle þar sem hann var kosinn einn af eftirsóknar- verðustu piparsveinunum úr myndarlegum hópi. Hann mætti stundvíslega á þeim tíma sem um var samið á heimili blaðamanns eitt rigningarkvöld í Boston, klæddur snjáðum gallabuxum, trimmbol og strigaskóm. Hann kom fyrir sem ákaflega geðugur og viðræðu- góður og áberandi greindur. Áður en hið eiginlega viðtal hófst spurði hann mikið um ísland og þá sérstaklega um aðgerðir kvenna á kvennadaginn, 24. októb- er síðastliðinn, en það fannst honum merki- legt og virtist styðja þær aðgerðir. - Nú ert þú nýkominn úr hljómleikaferða- lagi um Japan, hvernig gekk það? „Hljómleikarnir gengu mjög vel í alla staði en þó fmnst mér alltaf svolítið sérstakt að spila fyrir japanska áheyrendur þar sem eiginleg viðbrögð koma aldrei fram fyrr en eftir hljómleikana og allt er ákaflega form- fast og andrúmsloftið því öðruvísi en vana- lega. Meðan við vorum í Tokyo lentum við í harkalegum jarðskjálfta. Við vorum staddir á hótelinu og ég var svo að segja háttaður þegar byggingin byrjaði að nötra og skjálfa og allt fór á fleygiferð í herberginu hjá mér. Það var á 9. hæð og tilfinningin því frekar óhugguleg. Mín fyrstu viðbrögð voru að hlaupa út úr herberginu og niður neyðarstig- ana sem voru fullir af skelfingu lostnu fólki og satt að segja stóð mér ekki á sama. Eftir að jarðskjálftinn var um garð genginn safn- aðist fólk saman í lobbýinu í misjöfnu ástandi en þó var áberandi mikið af Amerík- önum í miklu uppnámi en Japanirnir tóku þessu með jafnaðargeði og sögðu svona lagað nær því daglegt brauð. Það var ekki fyrr en ég sá fréttirnar að ég fékk að vita að þetta hefði verið alvarlegur jarðskjálfti, víst yfir 5 á Richter, en sem betur fer urðu engin slysáfólki." - Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að spila á gítarinn? „Eg var mjög ungur. Upphaflega spilaði ég á trompet eins og bróðir minn (Mike Metheny, innskot blm.) en þegar ég fékk spangir á tennurnar, 12 ára gamall, varð ég að leggja trompetinn á hilluna. Eg átti gítar og hlustaði á plötur með Wes Montgomery sem síðan leiddi til þess að ég hóf að æfa mig á gítarinn í 8 tíma á dag og síðan höfum ég og gítarinn verið eitt.“ (hlær) - Er mikil tónlist í þinni fjölskyldu? „Nei, ég er frá Missouri sem er lítið bænda- samfélag í Miðvesturríkjunum og við bróðir minn vorum einu krakkarnir í skólanum sem ekki voru af bændafólki. Hvorki pabbi né mamma spiluðu á hljóðfæri en hvöttu okkur samt til þess og við byrjuðum síðan að spila við hin ýmsu tækifæri í skólanum. Ég lít á þann tíma sem ég átti heima þar sem mjög mikilvægan í mínu lífi og hann hefur sín áhrif þegar ég sem mína tónlist." - Hvað annað hefur áhrif á þig þegar þú semur tónlist? (verður hugsi) „Þegar ég sem tónlist er það yfirleitt spurning um hvort til dæmis þessi nóta passi við þennan hljóm, ef það má orða það þannig, en ekki að eitthvert sérstakt atvik verði að einu lagi. Ég blanda oft saman suður-amerískri tónlist og þjóðlagatónlist en upphaflega verður þetta allt til á blaði. Mér finnst best að semja og skrifa þegar ég er nývaknaður og eiginlega milli svefns og vöku. Þá sest ég við píanóið með ákveðinn hljóm í huga og stundum veit ég þá hvort sá hljómur er lag eða ekki.“ - Æfirðu þig mikið á þitt hljóðfæri? „Já, það geri ég, og eiginlega er allt sem ég geri tengt tónlist, tónlistin er númer eitt hjá mér, og ég nota því hverja stund til að vinna að henni.“ - Nú má segja að þú hafir verið á stöðugum hljómleikaferðalögum undanfarin 10 ár, finnst þér það aldrei þreytandi? „Mér finnst mjög gaman að ferðast og þessi hljómleikaferðalög eru minna þreytandi en þau voru í fyrstu. Við byrjuðum 4 saman í sendiferðabíl og sáum um að „róta“ sjálfir ásamt öllu öðru en í dag er það öðruvísi þvi við höfum fólk í vinnu og það eina sem við 0 14 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.