Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 45

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 45
Og það er afskaplega þreytandi að vinna á mínu sviði, áhugavert en mjög andlega þreyt- andi. Ég tek svo marga þætti til greina. Maður verður að einbeita sér algjörlega og það er mikið álag, svo ég tek ekki nema takmarkaðan fjölda lestra og reyni síðan að hvíla mig vel á milli. I sambandi við þessa lestra mína hef ég veitt því eftirtekt að nútímamaðurinn vill gleyma að hlusta á það sem við getum kallað sitt innra sjálf. Hann hrindir frá sér meðfæddri eðlishvöt, sem dýrin hafa þó vit á að fara eftir. Þetta stress og öll yfirborðsmennskan í dag, hraðinn og vélvæðingin, eru manninum hættuleg. Það er full ástæða til þess að líta sér nær og athuga sinn gang. I sambandi við það er raunar engin ástæða til þess að vera svo viss um að nærvera stórra hnatta við fæðingu manns og mótun hafi alls engin áhrif. Hvað vita menn í raun mikið um þessi efni? Af hverju ekki vera opinn og taka dálítið mark á reynslu genginna kynslóða? ÁHRIF STJÖRNUMERKJANNA Ef við tæpum nú í stórum dráttum á hinum ýmsu stjörnumerkjum og áhrifum þeirra, eða kannski symbólisma; hvað þau tákna, þá er fiskurinn tákn kristindómsins og fórnarinnar, kærleika og skilnings, fórnar- og hiðlundar. Vatnsberinn getur táknað hið vélræna, upp- finningatímabil, nýjungar, framfarir á vísinda- og vélrænum sviðum. Tímabil vatnsberans veitir stórkostlega möguleika og þar felast jafn- framt miklar hættur. Steingeitin getur táknað einbeitingu, þrek og úthald, en þar getur líka verið um að ræða vissa íhaldssemi. Bogamaðurinn á við hið andlega svið; þrosk- ann og þróunina, menningu og trúarbrögð, samskipti og þess háttar. Sporðdrekinn er tákn lífs og dauða, eyðingar og endurfæðingar; endurholdgunar. Hann er tákn ástríðu mannsins og tilfinninga, og sporð- drekinn er tákn peninganna og hins veraldlega. Vogin táknar auðvitað jafnvægið, skilning- inn, umburðarlyndið, réttlætiskenndina og það að meta og vega yfirleitt. Meyjarmerkið táknar hið daglega, hvers- dagslega, heilsufarið og umhverfið, áhrif um- hverfisins, hvernig manneskjan vinnur úr samskiptum sínum við umhverfið. Ljónið táknar sigurinn og löngun mannsins í velgengni, lífsgleðina, metnað mannsins og allt mögulegt tengt slíku. Krabbinn er tákn heimilisins og fjölskyld- unnar, æskunnar og fjölskyldutengsla, einnig tákn ellinnar. Tvíburinn táknar samskiptin við umhverfið og áhrif frá því - hvernig áhrif manneskjan hefur á umhverfið og hvernig það verkar á hana. Nautið er tákn hins veraldlega, verðmæta- matsins, peningamálanna. Það merki hefur áhrif á peningalega framgengni aðilans og möguleika hans á því sviði. Hrúturinn táknaði manninn sjálfan til forna. Það merki getum við sagt að tákni útgeislun mannsins. En það er í gamalli merkingu. Það ber nefnilega að hafa í huga að nú hafa merkin færst til, ef svo má að orði komast, vegna þess að nú erum við að hefja skeið vatns- berans. Nýliðið skeið var undir merki fisksins. Hvert skeið nemur rúmlega 2000 árum. Skeið vatnsberans merkir að manninum munu standa til boða tæknilegir möguleikar sem taka öllu fram er við höfum búið við fram að þessu. Stórkostlegar framfarir eiga sér stað á öllum sviðum vísinda og rannsókna. Mannin- um bjóðast nú stórkostleg tækifæri til þess að bæta sig, þroskast og þróast á betri veg. En okkur stafar einnig mikil hætta af þessu skeiði. Látum við okkur ekki segjast þá er hætt við að við verðum vélrænni og vélrænni, ómennsk- ari og ómennskari. Það eru alltaf tvær hliðar í stjörnuspeki; hin jákvæða og hin neikvæða. Það má líkja þessu við að fá stórkostlegan efnivið i hendurnar og síðan kemur í ljós hvort vel er farið með það efni eða ekki.“ Samkvæmt þessu öllu saman ætti þá að vera hægt að lesa í framtíð fyrirtækja, lýðvelda og þar fram eftir götunum. Hefur Amy gert eitt- hvað að því? „Nei, reyndar ekki, en þetta er mjög athygl- isvert. Hafi maður stofndag og jafnvef stund er hægt að lesa úr því fyrir fyrirtæki og þjóðir ekkert síður en fyrir einstaklinga. Og sam- kvæmt gömlum fræðum er ekki sama hvenær maður hefst handa við eitthvað. SKRIFTFRÆÐIN ATH YGLISVERÐ Það er hægt að lesa úr svo mörgu og gera það á mjög skynsamlegum forsendum. - Af því sem ég lærði úti hef ég einna minnst notað skriftfræðina, allavega mjög litið hérna heima. Það er synd að nýta þá kunnáttu ekki betur. Hér á landi hefur þó ekki verið mikill áhugi fyrir ráðningu skriftar, allavega ekki fram að þessu, og í því að gera það felst óskaplega mikil vinna. Mörg bandarísk fyrirtæki, svo ég nefni nú dæmi, ráða alls ekki nýja starfsmenn án þess að láta greina skrift þeirra. - Það ber líka að hafa í huga að skrift, sem þykir falleg á venju- legum grundvelli, þarf alls ekki að bera vott um eftirsóknarverða kosti. Það er alls ekkert sem heitir að „spá“ í skrift. Skrift er miklu skýrari vísbending en það. Skrift manneskju gefur mjög góða vísbend- ingu um skapgerð hennar, heilsufar, hvort hún er sveigjanleg eða ekki og hvort henni er lagið að vinna með öðrum eða ekki. Þetta eru svona fáein dæmi, svo maður gleymi nú ekki að úr skrift fólks má lesa mjög mikið um hvort maður og kona eiga samleið; hvort líkur séu á að hjónaband þeirra yrði farsælt ef til þess kæmi. Af skrift sést mikið um veikleika manneskju, ekkert síður en um styrk og kosti. Síðast en ekki síst vil ég minnast dálítið á tölspekina. Hún er mjög áhugaverð frá mörgum sjónarmiðum og skipti miklu máli í fornri tíð. Þannig er hún sögulega eftirtektarverð þótt ekki sé annað. Hún var Kínverjum mikilvæg og svo sannarlega ekki síður Egyptum, eins og flestir vita. Ýmsar tölur eiga sér enn í dag sérstöðu í huga margra og áhugi á tölspeki fer vaxandi í hinum vestræna heimi. Svo við hverfum nú aftur að sérstökum tölum þá skýtur kannski 13 fyrst upp kollinum. Margir óttast þessa tölu, ekki síst í sambandi við föstudag. I huga krist- inna manna er það sennilega tengt því að 13 sátu til borðs fyrir krossfestinguna, Kristur og 12 lærisveinar hans. í gamla daga var Júdas oft nefndur 13. lærisveinninn. - Síðan hafa margir sérstakt dálæti á tölunni 13; álita hana vera happatölu. I stórum dráttum má segja að í tölspeki merki talan allt dulrænt, örlagabundið, töfrandi, og jafnframt táknar talan helgi. Neikvæðar hliðar eru sérstaklega kannski þær að talan getur táknað hið ófyrirséða, óviðráðanlega, tvíræða. Tölunnar 7 má einnig geta í sambandi við dulræn efni. Hún er jafnframt tala greindar og innsæis, hins heimspekilega og sjálfsagans. Neikvæðir þættir hennar eru meðal annars ringulreið og leti. Síðan er margt sérstakt við töluna 10. Margir álíta hana vera mikla heillatölu. Samkvæmt gamalli hefð fylgir henni sigursæld, frumleiki og sérstakir sköpunareiginleikar. í fyrndinni var mikil helgi talin vera yfir þeirri tölu. Hverri tölu fylgja jákvæðir og neikvæðir þættir sam- kvæmt gamalli trú. í því sambandi má geta tölunnar 22. Hún getur verið tákn sköpunargáfu, skilnings, lang- lundar og visku. Jafnframt táknar hún afbrota- hneigð, fordóma og áhuga fyrir, ja, til dæmis svartagaldri, kukli og þess háttar. Hver bókstafur í stafrófinu á sér síðan tölu- tákn. Þannig er hægt að reikna út tölu ákveð- ins nafns, heimilisfangs eða hvað það nú kann að vera. Gyðingar til forna, Grikkir og reyndar fleiri þjóðir lögðu mikið upp úr tölugildi nafna. Samkvæmt hinum ýmsu gömlu kerfum er hægt að lesa í persónueiginleika manneskju, heilsu- far, samskipti við aðra og óteljandi aðra þætti með því að beita tölspekinni. Dulspekin er yfirleitt mjög athyglisverð, þótt ekki sé nema vegna þess innsæis sem hún oft veitir í hugsunarhátt er ríkti á ýmsum liðnum menningarskeiðum. Þar kemur margt fram sem hvergi stendur í sögubókum en gerir söguna kannski mun skiljanlegri á margan hátt. Það er líka athyglisvert hve margt er sameiginlegt í mýstík, eða dulspeki, þjóða sem virðast ekki, hafa haft nein samskipti á einn eða annan veg, hvorki í tíma né vegna búsetu." P.S. Heimilisfang Amy Engilberts er Safa- mýri 89, Reykjavík. Það er ekki hægt að ná sambandi við hana í síma en bréfleiðis er það auðvelt. Vikan 8. tbl. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.