Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 46

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 46
D R A U M A R V HENST ÚT UM GLUGGA Kæri draumráðandi. Mig dreymdi draum fyrir skömmu og hann var á þessa leið: Ég var stödd í herbergi og nokkuð af fólki var þar líka, fólki sem ég þekki ekki. Tveir menn voru með skakkar tenn- ur. Þar var maður sem við skulum kalla X. Hann fékk sér sopa af brennivíni en X var að rífast við annan mann og hann móðgaði X eitthvað svo X vildi hefna sín. Hann klæddi sig úr öllum fötunum, klifr- aði upp í glugga og þrýsti sér að rúðunni. Allir I herberginu stóðu •stífir af hræðslu og þorðu ekki að gera neitt. Svo lét X sig detta út um gluggann (af annarri hæð) og var allur ataður blóði og kálfarnir voru allir tættir. X reyndi að standa upp en hann datt aftur niður. í annarri tilraun tókst honum að standa upp en þá komu einhverjir ogtóku hann. Allir sem voru í herberginu voru mjög skelkaðir og ég hljóp í her- bergið sem var við enda gangsins og læsti að mér. Svo var bankað og einhver stelpa kom inn. Hún spurði hvort ég hefði verið hrædd því varirnar á mér væru allar þrútnar og tættar. Ég var alveg ofboðslega hrædd, mér fannst þetta líkast hryll- ingsmynd. Ég vona að þú ráðir þennan draum fyrir mig. Með fyrir- fram þökk. Z. Þú spyrð í eftirskrift hvaða upp- lýsingar þú eigir að gefa. Það er i stuttu máli að muna að senda mannanöfn með I sviga þó þau séu ekki birt með, að öðru leyti varþetta í lagi hjá þér og það skiptir í þessum draumi ekki sköpum þó þú sleppir nöfnunum. Þessi draumur bendir til þess að eitthvað verði um veikindi íkringum þig á næstunni, það valdi röskun á þínum högum og einhverju amstri sem þú og þínir nánustu taki með hugrekki og dugnaði. AÐ BERJA STRÁK Kæri draumráðandi. Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig stuttan draum. Hér er hann: Mér fannst ég vera í óbyggð ein- hvers staðar með strák sem ég er lengi búin að vera hrifin af. Ég er mjög dónaleg og uppstökk við hann en er samt hrifin af honum. Ég bið hann að koma með mér upp á fjall og hann jánkar því. Þegar þangað er komið byrja ég að berja hann eins og snarvitlaus mann- eskja. Hann dettur og ég kaffæri hann og gref hann svo í snjóuga jörðina. Svo geng ég niður af fjall- inu og fer inn í skálann sem við höfðum fengið lánaðan. Þar með vaknaði ég. Ég vona að þú svarir þessu bréfi vegna þess að mér líður illa yfir þessu. Ég. Þessi draumur er viðvörun til þin um að gæta þín vel á næstunni, bæði að hafa stjórn á skapi þínu og einnig að gæta tungu þinnar ef þú reiðist og einnig ef þú býrð yfir einhverju leyndarmáli. Þú munt ná nokkrum árangri í einhverju máli ef þér tekst þetta. Það mun kannski kosta þig erfiði og aðgát en verða þess virði ef vel tekst til. Þú mátt einnig hafa þetta allt í huga í sam- skiptum þinum við strákinn í draumnum og sömuleiðis við ann- að fólk sem þér erannt um. ■ MARGAR SÓLIR A LOFTI OG FLEIRI DRAUMAR Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig um að ráða fyrir mig þrjá drauma sem mig dreymdi fyrir tveimur árum, alla um það leyti sem ég kynntist sambýlis- manni mínum. 1. Ég var heima, þar sem ég bjó til 13 ára aldurs, og stóð við stofu- gluggann sem snýr til suðurs. Frá glugganum er stórkostlegt útsýni yfir sjóinn. i draumnum verður mér litið út um gluggann og sé þá tvær stórar sólir og á milli þeirra voru tvær þónokkuð minni (stærri sólirn- ar voru alveg jafnstórar og í beinni linu, eins var með þær minni) og þær voru að setjast. Þetta var alveg frábærlega fallegt, sjórinn alveg spegilsléttur og marglitur. Ég segi við tvo menn sem voru hjá mér inni í stofunni: Nei, sjáið hvað þetta er skrýtið. Þarendaði draumurinn. 2. Ég var að skoða blómin mín og tók þá eftir alveg sérlega fallegu, grænu blómi. Ég tók pottinn upp og varð ekkert lítið hissa þegar ég leit ofan í hann. Potturinn var alveg spegilgljáandi, svo hreinn var hann, og það var svo lítil mold í honum að hún huldi ekki einu sinni botninn en samt stóðu rótin og blómið beint uppúrpottinum. 3. Ég var í sal ásamt fleira fólki. Á dansgólfinu var bara ein kona að dansa og ég var að horfa á hana en mest þó á hárið á henni, svo sítt var það að það nam við gólfið og var hárið alveg þykkt niður. Að lokum er einn draumur sem mig er nýbúið að dreyma. Ég var stödd við á eina ásamt fleira fólki og vorum við að labba meðfram henni. Ég geng alveg fram á bakk- ann þar sem áin er grynnst og þar sé ég þrjú lik. Þau voru samt ekkert illa farin af vatninu. Þetta voru tveir menn og ein kona. Það fékk mest á mig að sjá hana og þannig endaði draumurinn. Með von um birtingu. A. DRAUMRÁÐANDA grunar ac atburðir þeir sem fyrsti draumurinr er fyrirboði um hafi þegar gerst oc, þeir eru í stuttu máli að þú hafii orðið fyrir einhverjum erfiðleikum, einhverjir tveir stóratburðir og tveii minni hafi gerst og verið heldur háskalegir en leitt til jákvæðra breytinga i lífi þínu eftirá að hyggja. Næsti draumur er aftur á móti algjörlega hagstæður og bendir til þess að eitthvað muni fara (eða hafi farið) alveg óvænt miklu betur en þú hélstað gæti orðið. i þriðja draumnum kemur fram að þú eigir von í stórkostlegum peningalegum hagnaði en það er ekki þar með sagt að þú hafir höndlað peningagæfuna þó þú vitir af henni. Þú þarft sennilega að sýna ýtrustu gætni i fjármálum ef þessi stóri vinningur á ekki að liða fram hjá þér án þess að þú fáir nokkuð að gert. Nýjasti draumurinn er jafnframt einn sá farsælasti, þó þú hafir kannski ekki átt von á þvi. Hann er fyrir farsæld i ástamálum og flest bendir til að þú eigir þrjá aðdáend- ur, einn sem er þér kærari en hinir. Þú mátt eiga von á góðu i tilfinn- ingamálum á næstunni eins og að Hkum lætur. ÖMMU- DRAUMUR Amma mín er að flytja í nýtt raðhús og dreymdi hana skrýtinn draum daginn áður en hún flutti inn. Þegar hún kemur inn í stofu eru þar þrír kettir, einn alveg grár en hinir eru tvílitir. Grái kötturinn tekur undir sig hátt stökk og sér amma þá marga litla fugla í loftinu inni i stofu og var grái kötturinn að reyna að ná í þá, en hann náði engum. Við það vaknaði hún. Við vonum að þú birtir þennan draum af því við erum viss um að hann boði eitthvað. E.K.V. Þessi draumur bendir til að eitt- hvað þrennt muni ógna heimitis- friðnum á nýja staðnum en sem betur fer verður í engu tilvika sá skaði sem lítur út fyrir og nýja staðnum mun að lokum fylgja mikil heimilishamingja og það sem að steðjar frekar verða til að staðfesta hið góða í þessum breytingum. 46 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.