Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 54

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 54
Parker en annaðhvort lafði Runcom eða herra Johnston.“ „Þér stillið mér upp við vegg, herra Poirot, það gerið þér svo sannarlega. Ég vil síst af öllu að úr þessu verði hneyksli. Lafði Runcorn er af einni elstu og virðulegustu ætt á Englandi en því miður er það satt að Caroline frænka hennar átti við sálrænan sjúkdóm að stríða. Vinir hennar skildu þetta ósköp vel og þernan hennar skilaði teskeiðunum jafnskjótt aftur. Þér skiljið hvað ég er að fara, er það ekki?“ „Svo lafði Runcom á frænku sem er stelsjúk. Það er athyglisvert. Nú vildi ég gjarnan fá að skoða öryggisskápinn." Hardmann samþykkti það og Poirot opnaði skápinn og skoðaði hann að innan. Tómar flau- elsklæddar hillurnar blöstu við okkur. „Ja hérna, skápurinn lokast ekki almenni- lega. Hvers vegna skyldi það vera? Aha, hvað er þetta? Hér er hanski fastur í falsinum, karl- mannshanski." Hann sýndi Hardmann hanskann. „Þetta er ekki einn af mínum hönskum," sagði Hardmann. „Og hvað skyldi þetta vera?“ Poirot beygði sig niður og tók einhvern smáhlut upp af gólf- inu. Það var lítið sígarettuveski úr svörtu efni. „Sígarettuveskið mitt,“ hrópaði Hardmann. „Sígarettuveskið yðar! Það getur varla verið, herra minn, því þetta em ekki upphafsstafimir yðar.“ Hann benti á stafafléttu sem grafin var fram- an á veskið. Hardmann leit á veskið. „Þér hafið rétt fyrir yður en þetta er mjög líkt mínu veski, það eru bara aðrir upphafsstafir. Sjáum nú til, þetta er B og P. Drottinn minn dýri, Parker.“ „Svo virðist vera,“ sagði Poirot. „Óvenjulega kæmlaus ungur maður. Ef hann reynist líka vera eigandi hanskans þá mætti kalla þetta tvöfalda vísbendingu.“ „Bernard Parker," muldraði Hardmann. „Þvílíkur léttir. Jæja, herra Poirot, ég læt yður þá um að ná skartgripunum aftur. Þér beitið þeim aðferðum sem þér teljið bestar. Ef þér teljið hann sekan megið þér láta lögregluna fá málið til meðferðar. „Þarna sérðu, vinur,“ sagði Poirot er við yfirgáfum hús Hardmanns. „Það er ekki sama Jón og séra Jón og þar sem ég hef enn ekki verið aðlaður hef ég ákveðna samúð með þess- um unga manni. Þetta mál er líka allt hið furðulegasta, ekki satt? Hardmann hafði lafði Runcom gmnaða, ég grunaði hins vegar greif- ynjuna eða Johnston en svo reyndist Parker vera þjófurinn eftir allt saman.“ „Hvers vegna grunaðirðu greifynjuna og þann frá Suður-Afríku." „Vegna þess að það er svo auðvelt að vera landflótta Rússi eða suður-afrískur milljóna- mæringur. Hvaða kona sem er getur látist vera rússnesk aðalsdama og hver sem er getur leigt sér hús í Park Lane og sagst vera suður-afrískur milljónamæringur. Hver getur borið brigður á það? Við komum til með að eiga leið um Burry- stræti þar sem hinn kærulausi vinur okkar býr. Við skulum hamra járnið meðan það er heitt.“ Bemard Parker var heima. Við hittum hann þar sem hann lá á einhverjum púðum, íklæddur stórfurðulegum morgunslopp, fjólubláum og appelsínugulum. Ég hef sjaldan fengið jafn- rækilega andúð á nokkmm manni og þessum föla kvenlega manni með tilgerðarlegu röddina. „Góðan daginn, herra minn,“ sagði Poirot hressilega. „Ég er hingað kominn vegna þess að í gærdag stal einhver öllum skartgripunum frá Hardmann. Með leyfi að spyrja, herra minn, er þetta hanskinn yðar?“ Parker virtist ekki mjög fljótur að hugsa. Hann starði á hanskann eins og hann væri að hugsa um hvað hann ætti að segja. „Hvar fannst hann?“ spurði hann að lokum. „Er þetta hanskinn yðar?“ Parker virtist loks hafa gert upp hug sinn. „Nei, þetta er ekki hanskinn minn.“ „En þetta sígarettuveski, eigið þér það?“ „Alls ekki, mitt er silfurhúðað." „Ágætt, herra minn. Þá er best að ég kalli til lögregluna.“ „Ég held að það færi betur á því að þér gerðuð það ekki,“ sagði Parker áhyggjufullur. „Lög- reglan er svo tillitslaus, finnst yður það ekki? Bíðið þér augnablik, ég fer og tala við Hard- mann gamla, ó... bíðið. En Poirot beið ekki heldur gekk út. „Þessi náungi mun svo sannarlega hafa eitt- hvað að hugsa um á næstunni," sagði hann skríkjandi. „Nú skulum við fylgjast með fram- vindu mála.“ Síðdegis þennan sama dag vorum við strax minntir á Hardmannmálið. Án hinnar minnstu viðvörunar var hurðinni hrundið upp og mennskur fellibylur ruddist inn á okkur. Iklædd sérkennilegum pels og hatti sem á trónaði ókennilegt fiðurfé var Vera Rossokoff greifynja allt að því ógnvekjandi. „Eruð þér herra Poirot? Hvað eruð þér að gera, með leyfi að spyrja? Þér ákærið aumingja drenginn. Þetta er hræðilegt. Þetta er hneyksli. Ég þekki hann, hann er heigull, hann myndi aldrei stela nokkrum sköpuðum hlut. Hann hefur ótal sinnum gert mér greiða og ég mun ekki standa hjá og láta slátra honum.“ „Segið mér, frú, er þetta sígarettuveskið hans?“ spurði Poirot. Hann rétti veskið að greifynjunni. Greifynjan hikaði augnablik meðan hún rannsakaði veskið. „Já, hann á það. Ég þekki það. Hvað kemur það málinu við? Hvar funduð þér það? Funduð þér það í herberginu? Hann hefur týnt því þar. Við vorum öll þar. Hann missti það þar. Þið lögreglumenn eruð verri en rauðliðarnir." „Og er þetta hanskinn hans?“ „Hvernig í veröldinni á ég að vita það? Einn hanski er öðrum líkur. Reynið ekki að stöðva mig, ég mun leysa hann úr haldi. Mannorð hans mun ekki verða flekkað. Ég mun selja skartgripina mín og láta ykkur hafa pening- ana.“ „Enfrú...“ „Er þetta þá samþykkt? Nei, nei, ekki deila við mig. Aumingja drengurinn, hann kom til mín með tárin í augunum. „Ég mun bjarga þér,“ sagði ég. „Ég skal fara og tala við þennan mann, þetta hræðilega skrímsli. Láttu Veru um þetta. Jæja, þetta er þá ákveðið.“ Hún geystist út eins og hún hafði komið inn og skildi eftir sig sterkan ilmvatnsþef. „Þvílík kona!“ hrópaði ég. „Og þvílíkur pels!“ „Já, pelsinn er ekta. Getur svikin greifynja átt ekta pels? Ha... ha... ha... Ehem, þetta var brandari. Nei, hún er án efa Rússi. Jæja, svo að Bernard blessaður skreið grátandi til henn- ar.“ „Hann á sígarettuveskið en skyldi hann eiga hanskann?" spurði ég. Brosandi dró Poirot upp úr vasa sínum hinn hanskann og setti þá saman á borðið. Þeir áttu saman, á því var enginn vafi. „Hvar fannstu þann seinni, Poirot?" „Hann lá á borði í forstofunni hjá Bernard Parker ásamt montpriki. Parker er greinilega heimsins mesti slóði. Jæja, kæri vinur, við verðum víst að vera nákvæmir. Ég ætla að heimsækja Johnston í Park Lane.“ 54 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.