Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 47

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 47
RICK SPRINGFIELD Kæri Póstur. Ég er hér með nokkrar spurningar sem mig langar að fá svör við. 1. Hvað hefur Rick Springfield gefið út margar plötur og hvað heita þær? 2. Hvert er heimilisfang aðdáendaklúbbs hans? 3. Hvað er hann gamall? 4. Er hann gifturog á hann börn? 5. Er ekki hægt að birta eitthvaö um hann í Vikunni? Með fyrirfram þökk fyrir bírtinguna. Aðdáandi Póbturínn veit ekki mikið um Rick Spríngfield en lætur það fljóta sem hann veit. Hann er fæddur 23. águst 1949 í Sydney í Ástralíu. Hann er 185 cm á hæð, með brúngræn augu og dökkbrúnt hár Rétt nafn hans er Richard Springthorpe. Árið 1972 hófst ferill hans með laginu Speak to the Sky sem komst á toppinn i Ástralíu. Hann lék eftir það í sjónvarps- þáttunum General Hospital og öðlaðist mik/a frægð í Bandaríkjunum. Þú ættir að geta fengið upplýsingar um p/öturnar hans i næstu hljómplötuverslun. Um kvenna- málin hefur Pósturinn því miður engar upplýsingar. Þú getur skrifað honum á eftirfarandi heimilisfang: Rick Springfield. c/o Sound City, 15456 Cabrito Road. Van Nuys. Ca. 91406. U.S.A. ER ÞETTA NOKKUÐ HEILBRIGT? Elsku Póstur. Við erum tvær I voðalegum vanda stadd- ar. vanda sem við verðum að fá ráð við. Víð erum 14 ára, í sama bekk og erum bestu vinkonur og meira en það því við erum hrifnar hvor af annarri, hreint og beint ástfangnar. Við erum báðar sætar að mati stráka en við viljum ekki sjá þá. i leikfimi norfum við hvor á aðra þegar við háttum. Við káfum oft hvor á annarri og erum í sjokki á eftir, vissar um að ein- hver hafi fattað. Einu sinni fengum við að sofa saman og urðum að sofa í sama rúmi. Þá byrjuðum við að káfa hvor á annarri og kyssast Við gerðum það næstum því í útilegu sem við fórum í með nokkrum krökkum. Þar voru strákar og stelpur sarnan en við vildum bara hvor aðra. Erum við lesbur, erum við geðveikar eða er þetta sálrænt vandamáH Er það nokkuð heilbrigt að tvær 14 ára stelpur séu saman eins og strákur og stelpa? Eigum við að leita til geðlæknis eða sálfræðings? Elsku Póstur, svaraðu okkur og reyndu aðgefaokkurgottráð. Tværráðalausar Pósturinn getur ekki dæmt um það hvort þig eruð samkynhneigðar eða ekki. Aðeins þið sjálfar getið sagt til um það þegar fram líða stundir Háttalag ykkar er ef til vill ekki algengt en getur ekki á nokkurn hátt talist óheitbrígt. Á unglingsárunum vaknar kynhvötin hjá fólki og brýst fram í ýmsum myndum. Al/ir hafa þörf fyrir blíðu og snertingu. Nánir vinir og vinkonur eru oft óragari við að gefa tilfinningum sínum lausan tauminn og sýna hvort öðru atlot. Þeir. þau eöa þær eru i sameiningu að uppgötva leyndardóma iíkamans og sumir ganga lengra en aðrir. Tilflnningar ykkar gætu þó veriö annað og meira en þetta og þó að svo sé er það heldur ekki neitt ..sálrænt vandamál" eða óheilbrigt. I samfélaginu hefur alltaf á öll- um tímum verið fjöldi einstaklinga sem vill heldur elska annað fólk af sama kyni og það er sjálft en hinu gagnstæða. Það er alltaf erfitt að segja tii um hve þetta á við um stóran hop i þjóðfélaginu því margir eru tregir til að viðurkenna samkyn- hneigð sina vegna fordóma annarra. Ótt- inn við að viðurkenna kynhneigð sina. óttinn við að verða fyrir aðkasti vegna hennar. veldur samkynhneigöum oft mik- illi þjánmgu og óhamingju. Hér á Islandi hafa verið stofnuð samtök homma og lesbía til þess að gæta rettar þeirra í sam- féiaginu. berjastgegn fordómum og hjálpa þeim að viðurkenna kynhneigð sina. Þessi samtök hafa viðtalstíma og eru allar upp- lýsingar um þau í símaskránni undir Sam- tökin '78. Ef þið kærið ykkur um getið þið haft samband við þessi samtök. Einnig bendir Pósturinn ykkur á að lesa kafiana um samkynhneigð í fræðslubókinni Þú og ég og Nýja kvennafræðaranum. Ungl- ingaráðgjöf (sem einnig er í símaskránni) gætiog orðið ykkurað einhverju liði. ASNALEGT AÐ BIÐJA EINHVERN AÐ BYRJA MEÐSÉR Háttvirti dýrkaði Póstur. Mig langar að spyrja þig að nokkru sem ég vona að þú svarir. Þegar strákur biður mann að byrja með sér, hvernig getur maður þá svaraö? Mér finnst svo asnalegt að segja bara já, það vantar eitthvað svo á þetta. Ef maður segir já, já, þá er eins og verið sé að bjóða manni í bíó eða afmæli. Maður getur auðvitað haft þetta mjög auðvelt og sagt: Ég ætla að hugsa mig um, og sagt svo seinna: Ég vil byrja með þér, En ef maður segist ætla að hugsa sig um þá heldur strákurinn að maður sé ekkert æðislega hrifinn af honum. Svo langar mann alltaf til að segja já strax ef maður er hrifinn af stráknum. Jæja, nú hef ég þetta ekki lengra og bið þig að birta ekki nafniö mitt, aðeins dulnefniö, Bæ, bæ. RogerTaylor Pósturinn ersatt aó segja i smávandræð- um með að ráðleggja þér eitthvað íþessum efnum. Honum hefur reyndar sjálfum alltaf fundist dálltið skrítió hvernig þetta gengur fyrir sig. þad er að segja einn biður annan að byrja með sér svona rétt eins og hann sé að bjóða upp i dans. Hjá eldri krökkum og fullorðnu fóiki þróast málin venjulega þannig að fólk hittist, dansar tii dæmis saman og sambandið smáþróast út frá því. Þið yngri krakkarnir hafið annan hátt á. spyrjið að þessu hreínt út. Það getur vitanlega verið ágætt stundum en Póstur- inn verður að vera sammála í því að þetta getur verið ansi vandræöalegt Ef þú ert til dæmis mjög hrifin af einhverjum sem biðurþig að byrja með sér, þá er tiltölulega einfalt mál ad segja já við því. En ef þú ert svona rétt að spá / strákinn væri betra að málin fengju að þróast. Póstur/nn veit eiginlega ekki annað rað handa þér en að þú reynir bara að fylgja samviskunni. fara eftir þvi sem þér finnst sjálfri. Ef þú hefur til dæmis nokkurn áhuga á einhverjum strák en veist ekki hvort þig langar að byrja með honum á föstu. getur þú þá ekki bara talað um það við hann að þér finnistasna- legt að fara svona að þessu og hvort þið getið ekki bara séð til og látiö málin þróast ef þið hafið bæði áhuga? En hvaö finnst öðrum krökkum um þetta? Strákar og steipur, sendið Póstinum línu og segið endilega skoðun ykkar á þessu fyrírkomu- lagi eða hvernig mætti breyta þvi. Vikan 8. tbl. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.