Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 20

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 20
einasta bingó úr. Takiði mynd af henni, það stæði víst ekki á því hjá henni.“ „Hún myndi gangast upp í því,“ bætti miðsystir hugfangin við. „Eða prófiði kallana," sagði sú fyrsta aftur, „þessa sem spila aldrei undir tíu spjöldum á umferð, þeir hanga venjulega við veggina, þeir eru nú fjörugir, maður minn, talaðu við þá.“ „Eða þá ljóshærðu," sagði hin. „Þess heldur þá, hún er þarna við súluna, sjá- iði, eða hvað, erhún ekki í kvöld ... ?“ Nú var ekki um annað að ræða en hörfa, enda systurnar á suðupunkti og hatrammar viðfangs. Þeir félagar tóku því á rás um salarkynnin, rétt einu sinni, í leit að hávöxnum, ljóshærðum bingódísum sem hvergi fundust, hvorki bak við súlur né annars staðar. Þá var skimað eftir tíu-spjalda köllum við veggina sem virtist ætla að verða viðlíka vonlaust, uns þeir rákust loks á tvo vígamenn á upphækkuðum palli sem vissulega sátu nálægt vegg, þó spjöldin væru eitthvað færri en tíu. Veggjamenn þessir voru veðurbarðir nokkuð að sjá og greinilega miklir skapfestumenn og því var ekki laust við að uggur settist að tíðindamanni er hann fikraði sig til þeirra með spurningar á vör. - Er þetta mikil nautn? „Mikil nautn, hvernig spyrðu, maður? Þetta er algjör manía, geðveiki hreint og beint,“ svaraði sá mjóslegnari um leið og hann sperrti eyrun eftir bingónúmerum, hnitaði hringa um þau á spjöldunum og slafraði í sig dularfullan vökva. - Við megum þá spyrja ykkur fáeinna spurn- inga? „Alveg eins og ykkur sýnist," sagði sá mjóslegni hinn vinalegasti en kollegann glotti við. Upp úr dúrnum kom að þetta voru loftpressumenn sem gert höfðu hlé á vinnustritinu til að svala nautnum sínum. „Þetta heltekur mann svoleiðis gjörsamlega. Þú sérð nú stemmninguna hérna, fólk nötrar af spenningi og alltaf er þetta sama fólkið kvöld eftir kvöld. Gamalmennin eyða ellilaununum sínum á nokkrum klukkustundum eins og ekkert sé, hugsaðu þér, og maður er svona stundum að spyrja sjálfan sig - hvernig hefur gamla fólkið eiginlega efni á þessu þegar maður sjálfur á rífandi tekjum stendur varla undir þessu?“ - Er því þá ekið hingað afelliheimilunum? „Nei, ekki segi ég nú að því sé ekið hingað, en það er hérna allt fullt af ellilífeyrisþegum samt.“ - Og þið leggið stórar fjárfúlgur undir? „Leggjum, ég ætla nú bara ekki að tala um það,“ sagði mjórri loftpressumaðurinn sem allt- af hafði orðið. „Það eru fimmtán hundruð krónur minnst á hvern í hvert skipti og hjá flestum miklu, miklu meira.“ - Og þú getur alltaffjármagnað þetta? „Nei, það er nú meinið. Á ég að segja þér hvað ég skulda mikið í Templarahöllinni til dæmis núna? Þú mátt ekki láta það fara lengra, lof- arðu því?“ - Já, já, við skulum ekki birta það, sagði skrá- setjarinn frakki og fékk því að heyra hina umræddu tölu og sannast sagna lá honum við svima af undrun en skildi um leið hve mikilvægt væri fyrir manninn að þessi ótrúlega upphæð kæmist ekki í hámæli. Og loftpressumaðurinn hélt áfram: „Einu sinni vorum við að vinna nokkrir saman niðrí Templarahöll á pressum í heilt kvöld og langt fram á nótt og veistu hvað? - Það fór allt upp í skuld, allt saman.“ - Skuld á hverju? „Nú, bingóspjöldum náttúrlega.“ Þannig að þetta er næstum jafnfjárfrekt og alkóhólismi? „Ekki síður, ekki síður, vinur minn." „Ég held það væri erfitt að drekka fyrir jafn- mikið og við eyðum í þetta,“ læddi glottuleiti kollegann loksins út úr sér. „Já, við þessir ólæknandi," sagði loftpressu- meistarinn og dæsti. „Sáuði ljóshærðu stelpuna áðan, hún eyðir öllu sínu í þetta. Maður getur gengið að henni vísri ef það er bingó i Reykjavík, hún stundar bingó sex kvöld í viku.“ - En einhvern tíma hljótið þið að fá vinning upp i skuldir? „Jú, það getur komið fyrir. Hann vann nú bara þrjátíu þúsund krónur í síðasta mánuði,“ mælti pressarinn og benti á félaga sinn sem glotti við. - Alltá einukvöldi? „Nei, tuttugu og þrjú þúsund í eitt skipti og svo minna,“ sagði félaginn. Þar sem starfsmenn Vikunnar telja sig hafa snefil af velsæmiskennd fannst þeim ábyrgðar- hluti að tefja þá félaga öllu lengur þarna um kvöldið og hefta heyrn þeirra. I bingó getur slíkt skipt sköpum um vinning eða tap líf eða dauða. Þvi var þess góðfúslega farið á leit við loftpressarann mjóslegna með þyrrkingslega skeggið að hann sæti fyrir í myndatöku. „Konan drepur mig alveg þegar hún sér þetta. Ég átti að vera að leita mér að vinnu í kvöld ...“ „Hvað, hún sér aldrei Vikuna," sagði kollegann hughreystandi, greinilega sannur vinur í raun. „En vinkonurnar gætu séð hana og klagað, jæja, mér er nákvæmlega sama, taktu myndina, vinur. Ég segist þá bara hafa verið blindfullur og ekkert vitað hvað ég sagði... ekkert. Ég segi við kellinguna að ég sé búinn að stein- gleyma þessu öllu saman ...“ - Og má ég þá hafa allt eftir þér? „Já, allt, blessaður vertu ... - eða næstum allt, ja, þú sníður einhvern veginn út úr þessu.“ Þar með var allra heimilda aflað og Vikumenn luku sínu verki, hratt en örugglega, en varnar- lausir fyrir hatursfullum augum einstakra bingóspilara sem töldu slíka innrás á helgistað ótvíræða dauðasök. Og þegar þeir tíðindamenn kvöddu vini sína loftpressarana með klökkva gall við í sótsvartri bingójómfrú á næsta borði: „Þetta er þokkalegt af ykkur, að láta þá missa af vinningi, þessar elskur.“ Nú fundu aðskotadýrin glögglega að það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Hjá þess- um safnaðarsystkinum yrði þeim ekki vært miklu lengur án þess að ganga guðinum BINGÓ á hönd, því forðuðu þeir sér hið snarasta. Sannarlega óvægin atvinnugrein - blaða- mennska. 20 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.