Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 44

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 44
FJÖGUR ÁR í DULSPEKINÁMI Ég vissi auðvitað af þessu en það kom mér ekki við, ekki þá, nema sem eitthvað forvitni- legt eða athyglisvert. En það var þetta með sígaunakonuna og svo það að ég kynntist rúmenskri konu, þekktum lófalesara þá, sem smám saman gerði það að verkum að ég ákvað að kynna mér sérstaklega það sem í daglegu tali nefnist dulspeki - með öðrum orðum, hin fornu vísindi. I þeim tilgangi gerðist ég nemandi við þekkt- an skóla í París; mjög strangan og kröfuharðan skóla. - Þeir sem eitthvað hafa kynnst franskri menntun vita allt um það. Ég nam þar í fjögur ár. - Auk þess kynnti ég mér allt sem ég komst yfir, segjum svona utan skóla. Frakkar taka öðruvísi á þessum hlutum en Skandinavar; Norðurlandabúamir. - Norður- landaþjóðimar eru alltaf svo bókstaflegar eða kannski oft vísvitandi blindar. Þær eru hvort tveggja í senn, efasamar ... og aldeilis með ólíkindum auðtrúa. Frakkar taka þessu öllu með miklum rólegheitum; álíta hinar mismun- andi greinar dulspekinnar vera athyglisverðar til ábendingar eða kannski ábendinga. Þeir nýta sér það sem nýtanlegt er hverju sinni og við hinar mismunandi aðstæður. Þetta franska viðhorf hentar mér vel. Ég er mjög efins um velflest það sem fólk telur sig hafa séð, heyrt, fundið á sér eða þá dreymt. Það er ekki af því að ég efist um að eitthvað umrætt hafi getað átt sér stað heldur vegna þess að ég er kannski ekki alveg viss um að viðkomandi aðili hafi hlotið nákvæmlega þá opinbemn, þótt hann eða hún haldi því fram. Ég trúi á það, eigum við að segja, yfirskyn- vitlega? Og samtímis er ég mikil raunsæis- manneskja; mjög efins, mjög forvitin, mjög jarðbundin, þrátt fyrir mína trú á raunveru- leika í framhaldi af venjulegri skynjun. - Og ég ber mikla lotningu fyrir lífinu. Ég trúi á Guð, en ég er til dæmis ekki alveg viss um að kristin trú sé endilega alltaf rækt í samræmi við boðskap Krists. Eitt er oft hvað sagt er og annað hvað verkin vitna um. Eigum við ekki að segja að ég sé kristin án þess að vera kirkjurækin? Ég er dálítið hrædd um að í mannanna meðförum hafi ýmislegt skolast til í aldanna rás.“ Upp úr 1960 hefur Amy Engilberts nám í hinum fomu fræðum, eins og hún kemst að orði. „Rúmenska konan, lófalesarinn sem ég minntist á áðan, benti mér á skólann. Ég vildi kynna mér hina svokölluðu dulspeki og ákvað að snúa mér sérstaklega að lófafræðinni og skriftfræðinni. Það tvennt heillaði mig mest þá. í skólanum var lögð áhersla á að lófafræð- ina, skriftfræðina, tölspekina, stjörnuspekina, bíórytmann og hvað það nú allt saman kallast berí að líta á sem ábendingafræði. Þannig vil ég leggja áherslu á að ég spái ekki fyrir fólki heldur les ég úr ýmsu. í sambandi við lófann þá er höndin eins og spegilmynd af einstaklingnum. Línurnar mynd- ast strax á fyrstu mánuðum fóstursins og þær endurspegla persónueiginleika manneskjunn- ar. Ég les úr báðiun lófum. Ef fólk er rétthent gefur hægri höndin til kynna hvernig mann- eskjan fer með hæfileika sína og möguleika en vinstri höndin gefur til kynna erfðaeinkennin, það sem manneskjan hlýtijr í vöggugjöf. Og ég jes allt sem lófanum tengist; línurnar, húðina, neglurnar, lögun handa og fingra. TEKUR MIÐ AF MÖRGU Auk þess tek ég fæðingardag manneskjunnar og geri fæðingarkort í stórum dráttum. Það hef ég til hliðsjónar og les reyndar líka úr því. Ég nota jafnframt spil sem hjálpartæki. Áður en ég hóf sérstakt nám í þessum efnum hafði ég nú reyndar lesið heilmikið um þau, meðal annars í verkum Cheiro, hins mikla dulspekings eðasjáanda. Og viðvíkjandi stjörnuspekinni þá finnst mér hún vera mjög athyglisverð sem hluti miklu stærra dæmis. Með því að setja upp fæðingar- kort getur maður séð ákveðnar tilhneigingar í fari manneskju, möguleika hennar og líkleg viðbrögð - allt saman auðvitað einungis að vissu marki. Stjörnuspekin getur gefið mjög athyglisverðar ábendingar... I París, þegar ég var við nám í þessum efnum, kynntist ég André Rabs, mjög þekktum frönsk- um blaðamanni sem meðal annars skrifaði í Elle, Point de Vue og fleiri alkunn tímarit. Við urðum góðir vinir og hann leiðbeindi mér í sambandi við stjömuspekina, dulspeki, tölfræði og það að lesa í manneskjuna alla; líkams- byggingu, andlitsdrætti, göngulag og fleira. André kenndi mér óhemju mikið og við vorum vinir þar til hann dó 1968. Hvað dulspekina varðar er minn áhugi mjög víðtækur. Ég hef áhuga á hvers konar fyrir- brigðum: draumum og túikun þeirra; skyggni; pendúlisma og ótal mörgu öðru. Ég hef líka mikinn áhuga á trúarbrögðum og þeirri mýstík sem þeim fylgir. í sambandi við það vil ég geta þess að ég trúi á hið góða í manninum og mikilvægi góðs boðskapar, líka eins og hann kemur fyrir í öðrum trúarbrögðum en þeim kristnu. Manninum er gefið eðlisnæmi sem líka mætti kannski kalla hugboð. Þetta næmi getur leið- beint okkur og það er því sjálfsagt að gefa því gaum og reyna að þroska það og ekki síst að leggja sérstaka rækt við það jákvæða. Umfram allt er mikilvægt að vera umburðarlyndur. í lífinu verðum við að temja okkur sveigjanleika; að taka tillit til annarra á sama hátt og við vonumst til þess að þeir sýni okkur tillitssemi." Skyldi Amy vera skyggn sjálf? „Nei, en ég var það að vísu á barnsaldri. Ég man ekki eftir neinu sem ég sá þá, en ég man að ég var oft svo hrædd við þetta. Pabbi þurfti þá að ganga um með mig í fanginu og hugga mig. Það var sérstaklega Eggert Guðmundsson listmálari sem gerði sér grein fyrir að ég sæi meira en venjulegt er enda var hann sjálfur skyggn. Skömmu áður en hann dó sagði hann mér meðal annars að hann sæi feigð á fólki ein- hverju áður en það færi héðan. Það væri þá líkt og andlitsdrættir þess yrðu óljósir, eins og máðir eða gagnsæir, og hann hefði tekið eftir að þeir sem hann sæi þetta á ættu skammt eftir ólifað... Þrátt fyrir mikinn áhuga föður míns á svo- kölluðum yfirnáttúrlegum hlutum og mikið almennt næmi hans held ég nú samt að ég eigi mitt næmi að rekja til minna erlendu ætta; ætta mömmu. Ég er nefnilega mjög næm og alveg sérstaklega berdreymin. Mig dreymir oft íyrir daglátum og í smáatriðum hluti eða at- burði sem rætast jafnvel strax næsta dag. ST J ÖRNU SPEKIN MARKTÆK? Ég man að móðursystir mín, Astrid, kona Þorvaldar Skúlasonar listmálara, var álitin hafa ýmsa hæfileika á dulspökum sviðum. Meðal annars gat hún séð fyrir óorðna hluti og ég man frásögn af slíku tilviki. Þá var Astrid frænka stödd í foreldrahúsum í Danmörku. Þetta var að kvöldlagi og amma var uppi að búa sig fyrir veislu sem hún ætlaði í þá um kvöldið. Astrid var niðri að leggja spil og sagði þá: „Það verður dauðsfall hér í kvöld.“ Eftir um það bil klukkutíma var fólk farið að lengja eftir ömmu og einhver fór upp. Þá var hún dáin fyrir framan snyrtiborðið sitt. - Það var algengt að Astrid segði fyrir um óorðna hluti. Þetta er mikill hæfileiki." Nú hefur stjörnuspekin sætt töluverðri gagn- rýni undanfarið. Hvað hefur Amy um það að segja? „Því má ekki gleyma að þar er um að ræða eftirtekt og reynslu manna í gegnum ótaldar aldir; samantekna reynslu fjölda manna og þjóða langt aftur i forneskju. Ótal menningar- skeið hafa mótað stjörnuspekina, þessa æva- fornu speki, og margt í sambandi við hana er mjög áhugavert. Mér finnst vera full ástæða til þess að hafa hana til hliðsjónar eða ábend- ingar. Það á við svo margt annað, ekkert síður en stjörnuspekina. Það er ekkert einhlítt í þessari tilveru. Hún samanstendur af svo mörgum þáttum. Sem dæmi má nefna að ákveðið læknis- lyf getur verið stórkostlegt til ákveðinna nota en það vinnur ekki á öllum sjúkdómum. Varla ber að úrskurða það einskis vert af þeirri ástæðu." Álítur Amy örlög manna vera að mestu steypt í fastar skorður strax frá fæðingu? „Að vissu marki og vegna margra þátta. Samt er fjölmargt sem við getum sjálf haft áhrif á og breytt. Eigum við ekki fremur að segja að við hljótum öll okkar vöggugjafir við fæð- ingu og síðan er misjafnt hvernig við nýtum þær gjafir. Eins og ég sagði áðan er umfram allt mikilvægt að rækta það jákvæða í fari sínu. Það neikvæða getur leitt okkur út á greinanet sem annars hefði ekki endilega þurft að verða hluti af örlögum okkar. 44 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.