Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 23

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 23
Vikan 8. tbl. 23 Og þó að hlutverkið væri freistandi gat ég ekki svikist undan. Eg var ráðinn í sjónvarpsþáttinn vegna þess að fólk hafði trú á mér, og ég gat ekki svikið það. Ég viðurkenni að hefði Magnum PI mistekist þá hefði ég orðið eyðilagður maður því mig langaði virkilega til að leika Indiana Jones.“ Þættirnir urðu aftur á móti strax geysivinsælir og var það mikið til Tom Selleck að þakka. Vinsældirnar hafa síðan leitt til þess að hann er orðinn eftirsótt kvikmynda- stjama. Hann á nú að baki þrjár ævintýra- myndir eftir að hann varð stjarna. Fyrsta mynd hans var High Road to China, hröð og skemmtileg mynd þar sem hann leikur drykkfelldan flugmann sem tekur að sér að flytja unga stúlku til Kína þar sem faðir hennar leynist. Sú mynd gerist fyrr á öldinni, einnig sú næsta, Lassiter. Þar leikur hann meist- araþjóf í seinni heimsstyrjöldinni sem neyddur er til að gerast njósnari. í Runaway leikur hann aftur á móti fram- tíðarlögreglumann sem á í höggi við hættulegan óvin. I einkalífinu vill hann láta sem minnst bera á sér. Það er þó erfiðleikum bundið því sem hæst launaða sjónvarpsstjarna Bandaríkjanna er hann umsvermaður af blaðamönnum sem ekkert láta af- skiptalaust sem hann gerir. Hann á eitt hjónaband að baki með sýningarstúlk- unni Jacqueelyn Ray. Þau skildu eftir stutta sarnbúð áður en Selleck varð frægur. Og ein ástæðan fyrir því að Tom Selleck tortryggir blaðamenn er að eftir að hann varð frægur var hvað eftir annað tönglast á þvi að hann hefði yfirgefið eiginkonu sína um leið og fór að ganga vel hjá honum. í dag býr hann með breskri leikkonu, Jillie Mack, er hann hitti í London meðan á tökum á Lassiter stóð. Margir vilja meina að Tom Selleck sé arftaki þeirra leikara sem oft voru titlaðir herramenn hér áður fyrr, leikara á borð við Henry Fonda, Gregory Peck og Charlton Heston. Selleck er miðstétt- armaður eins og þeir, talar rólega, er hlýlegur í viðmóti og lifir heilbrigðu lífi. Þrátt fyrir leik í kvikmyndum heldur Tom Selleck áfram að leika í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Magnum PI. Þættir þeir eru teknir og látnir gerast á Hawaii og þar býr hann hálft árið. Hinn helminginn af árinu er hann svo á þeysingi þangað sem hlutverk hans í kvikntyndum bjóða honum. Myndir með Tom Selleck eru ekki margar á vídeóleigum, þó er hægt að fá þær þrjár helstu kvikmyndir sem hann hefur leikið í. Þær eru: High Road to China Lassiter Runaway TOM SELLECK Tom Selleck fæddist í Detroit 29. janúar 1945 en fluttist barn að aldri til Kalifor- níu þar sem hann ólst upp, í San Fern- ando dalnum. Selleck er sonur vel efn- aðs viðskiptafrömuðar. Fljótlega komu íþróttahæfileikar hans í Ijós og var hann allan sinn skólaferil meðal þeirra fremstu í þeim íþróttagreinum sem hann valdi. í háskóla keppti hann bæði i hornabolta og körfubolta og var meira að segja fyrirliði síns liðs í körfuboltan- um. íþróttir áttu allan hans hug meðan á skólanáminu stóð fyrst í stað. En á siðustu árum hans í háskólanum komu meiðsli í veg fyrir að hann gæti orðið atvinnumaður í íþróttum. Vinur hans benti honum á að hann gæti náð langt í kvikmyndum, þótt ekki væri nema fyrir útlitið. í stað íþróttanna sneri hann sér því að leiklistinni og tók leiklistarnámskeið við háskólann. Þar sagði kennarinn honum að hann gæti átt framtíð fyrir sér sem leikari í auglýs- ingamyndum. Það liðu aftur á móti nokkur ár þar til farið var að taka eftir þessum myndarlega leikara. Eins og kennari hans hafði sagt gekk honum best að fá hlutverk í auglýsingamyndum og var það hans aðalstarf um hríð. Eftir nokkur smáhlutverk í sjónvarpi var honum boðið hlutverk í sápuóperu einni er nefnist Bracken’s World. Lék hann í fimmtán þáttum. Fleiri sjónvarpshlut- verk fylgdu og nokkur smáhlutverk í kvikmyndum. Má nefna Myra Breckin- ridge, The Seven Minutes, Coma og Battle of Midway. Það er svo 1981 sem hlutirnir fara að ganga fyrir alvöru hjá Tom Selleck. Þá voru honum boðin þrjú aðalhlutverk á stuttum tíma; aðalhlutverkið í Raiders of the Lost Ark, aðalhlutverk á móti Julie Andrews í Victor Victoria og aðalhlutverk í nýjunt sjónvarpsmynda- flokki, Magnum PI. Látum hann sjálfan hafa orðið: „Ég hafði þegar leikið í fyrsta þættin- um í Magnum PI og var verið að selja hann stóru sjónvarpsstöðvunum þegar boðið um að leika í Raiders. . . kom.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.