Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 53

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 53
SAKAMÁLASAGA EFTIR AGÖTHU CHRISTIE „En umfram allt mega þessi vandræði ekki verða á allra vitorði," sagði Marcus Hardmann, líklega í fjórtánda skipti. Þessi setning var eins konar leiðarstef í samtali okkar Poirots við hann. Hardmann var maður lágvaxinn og þéttur á velli. Hendurnar á honum voru vel snyrtar og hann talaði með hljómmikilli tenórrödd. Hann var á vissan hátt frægur maður og helsta áhugamál hans var fatatískan. Hann var vel stæður og notaði fé sitt markvisst til þess að hafa það gott. Hann var safnari af guðs náð og safnaði helst gömlum skartgripum, blævængjum og blúndum. Við Poirot höfðum fengið áríðandi skilaboð frá honum og fórum því strax til fundar við hann. Hardmann var á barmi örvæntingar og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann taldi ófært að kalla á lögregluna og ef hann sæti með hendur í skauti væri eins víst að hann tapaði verðmætum skartgripum úr safni sínu. Poirot var því eins konar málamiðlun. „Rúbínarnir mínir, herra Poirot, og hálsfestin með smaragðinum sem Cathrine de Medici átti. Ó, ó, smaragðahálsfestin." „Vilduð þér gjöra svo vel að segja mér frá því hvemig skartgripirnir hurfu?“ spurði Poirot vingjarnlega. „Eg er að reyna það. Eftir hádegi í gær hélt ég teboð fyrir um það bil 6 manns, allt saman mjög óformlegt. Ég held svona boð öðru hverju á vorin og þó ég segi sjálfur frá þá hafa þau yfírleitt tekist vel. Nacora píanóleikari og Katherine Bird, söngkona frá Ástralíu, skemmtu okkur og síðar sýndi ég gestum mín- um safn mitt af skartgripum frá miðöldum. Ég geymi þá í öryggisskápnum sem er þarna í veggnum en hann er að innan eins og venjuleg- ur sýningarskápur. Síðan skoðuðu gestirnir blævængina og eftir það héldu tónleikarnir áfram. Eftir að allir voru farnir varð mér gengið inn í herbergið þar sem öryggisskápurinn er og þá sá ég að hann hafði verið opnaður og ég rændur. Skápurinn hlýtur að vera orðinn hviklæstur og einhver hefur notað tækifærið og haft innihald hans á brott með sér. Safnið er ómetanlegt, herra minn. Ég er reiðubúinn að fóma öllu til að fá það aftur. En þetta má ekki fréttast, þér skiljið það, herra Poirot, því að allir gestirnir eru einkavinir mínir. Það yrði hræðilegt hneyksli.“ „Hver varð síðastur til að yfirgefa herbergið þegar þið fómð aftur inn í tónlistarherbergið?" „Herra Johnston. Þekkið þér hann? Milljóna- mæringur frá Suður-Afríku. Hann hefur Abbot- buryhúsið í Park Lane á leigu. Honum dvaldist eitthvað en... nei, það getur ekki verið hann.“ „Fóru einhverjir af gestunum aftur inn í þetta herbergi síðar um daginn?" „Ég var viðbúinn þessari spurningu, herra Poirot. Þrír þeirra gerðu það, Vera Rossokoff greifynja, herra Bernhard Parker og lafði Runcorn." „Segið mér frá þessu fólki.“ „Greifynjan er ákaflega aðlaðandi rússnesk aðalsdama sem er nýkomin til landsins. Hún hafði kvatt mig og þess vegna varð ég hálfundr- andi er ég kom að henni í herberginu, horfandi á blævængina. Eftir því sem ég hugsa meira um þetta verður það sífellt grunsamlegra. Ekki satt, herra Poirot?" „Mjög grunsamlegt, haldið þér áfram." „Nú, Parker kom hingað einfaldlega til þess að ná í nokkrar smámyndir sem ég hafði verið að sýna lafði Runcom." „Og lafðin sjálf?“ spurði Poirot. „Þér hljótið að þekkja hana? Lafði Runcom er miðaldra kona. Hún er ákafamanneskja í skapi og starfar að ýmsum góðgerðarmálum. Hún hafði einfaldlega komið aftur til að ná í veskið sitt en hún hafði lagt það frá sér hérna í herberginu." „Nú, við höfum þá fjóra sem liggja undir grun, enska hefðarfrú, rússneska greifynju, suður- afrískan milljónamæring og herra Bernard Parker. Meðal annarra orða, hver er Bernard Parker?" „Bernard Parker!" Hardmann virtist fara hjá sér við spurninguna: „Hann er. ..ja, sko... hann er ungur maður sem ég þekki.“ „Það virðist liggja ljóst fyrir," sagði Poirot alvarlegur í bragði. „Hvað gerir Parker?“ „Hann er eiginlega, svona, ungur maður á lausum kili.“ „Hvernig stendur á vinskap ykkar?“ „Sko... hann hefur einu sinni eða tvisvar...- gertsko... smáviðvikfyrirmig.“ „Haldið áfram, herra minn,“ sagði Poirot. Herra Hardmann leit aumkunarlega á Poirot. Það var augljóst að hann vildi síst af öllu halda áfram sögu sinni. Poirot þagði eins og steinn. Hardmann gafst upp og hélt áfram. „Sjáið þér til, herra Poirot, það er alkunn staðreynd að ég hef áhuga á gömlum skart- gripum. Stundum þarf fólk að losa sig við fjöl- skyldugripi sem óhugsanndi væri að setja á frjálsan markað. Öðru máli gegnir um einka- sölu til mín. Parker sér um slíka hluti. Hann er í sambandi við báða aðila og kemur í veg fyrir að sambandið milli mín og seljendanna verði vandræðalegt. Hann vekur líka athygli mína á gripum sem eru til sölu á þennan hátt. Til dæmis kom Rossokoff greifynja með dálítið af fjölskylduskartgripum frá Rússlandi. Nú þarf hún að losna við þá. Bernard Parker ætlaði að sjá um það fyrir mig.“ „Eg skil,“ sagði Poirot. „Og treystið þér honum?“ „Ég hef enga ástæðu til annars.“ „Hvem af þessum §órum grunið þér helst, herra Hardmann?" „Ó, herra Poirot, þvílík spurning. Þetta eru allt vinir mínir, ég gruna engan þeirra eða alla, hvernig svo sem þér viljið hafa það.“ „Ég er yður ósammála. Þér grunið einn af þessum fjórum. Ekki Rossokoff greifynju, ekki Vikan 8. tbl. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.