Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 60

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 60
Rudolf Valentino og vinkona taka strikið yfir gólfið í einbeittum tangó I myndinni The Four Horsemen and the Apocalypse (1921). Fyrir um 75 árum heltók nýtt æði Evrópubúa. Æðið barst yfir hafið frá Suður-Ameríku og féll í góðan jarðveg hjá forréttindastétt Evrópu síðustu árin fyrir stríð, á síðustu árum blóma- skeiðsins svonefnda. Þá þyrsti hina vel stæðu Evrópubúa í afþreyingu og skemmtan og tóku nýjum og æsandi dansi opnum örmum. Dansinn var tangó. Enginn veit með vissu hvaðan tangóinn er upprunninn. Árið 1913 hélt franskur prófessor lærðan fyrirlestur í París um að tangó hefði þróast frá hinum forngríska dansi Þebumanna. Onnur kenning er sú að dansinn hafi þróast upp úr sígaunadansi sem hefði borist til Spánar fyrr á öldum og þaðan til Argentínu. En það var í Argentínu sem tangóæðið kviknaði og þar varð dansinn að óopinberri þjóðaríþrótt. Senni- legasta kenningin um uppruna tangósins er að hann sé orðinn til fyrir samruna afrískra og spænskra dansa í Argentínu. Orðið tangó er einna helst talið komið úr vestur-afrískum málum en þar merkir orðið að dansa. En þeir sem dönsuðu tangó hvað ákafast á árum áður kærðu sig kollótta um allar slíkar pælingar, fyrir þá var það dansinn einn sem skipti máli. Vals var dans aðals- og hefðarfólks og fox- trott þótti siðsamur og tilhlýðilegur dans. En ekki tangó. Sé tangó dansaður af innlifun og eins og á að dansa hann fer ekkert á milli mála hvar hann endar eftir ballið. Siðprúðar stúlkur í Argentínu dönsuðu alls ekki tangó. Þegar æðið barst til Evrópu varð siðapostulum ekki um sel. Sagt er að lögreglan í Kaup- mannahöfn hafi lagtbann við tangó á dansstöð- um en Þýskalandskeisari lét sér nægja að banna yfirmönnum hersins að dansa tangó í einkennisbúningi. Það voru hinir náðarsamlega siðlausu Frakkar sem skiptu sér ekkert af slíku og hrif- ust umsvifalaust af tangó. I París fékk tangóinn að gróa og blómstra með öllum sínum lostafullu hreyfingum og sveiflum. Dansinn barst vitan- lega einnig til Englands en þar var hann aldrei dansaður af sömu óskammfeilnu innlifuninni og í Parfs. Einkaskólagengna enska yfirstéttar- liðið, sem kom beint af fasanaveiðum eða refa- skyttiríi á böllin, gat svo sem alveg lært sporin en gat aldrei almennilega gleymt sér í sveifl- unni. Tangó er ekki beint í samræmi við bresk- an hugsunarhátt og ósveigjanleika. Enn þann dag í dag lifir tangóinn góðu lífi í París og síðasti tangó í Paris verður ekki dansaður í bráð. Þar eru margir dansstaðir sem eingöngu er dansaður tangó á, útvarpsstöðin Montmartre útvarpar tangótónlist á hverjum degi og dansskóli einn kennir eingöngu tangó. Tangó er dans fyrir tvo. Hann er verðugt mótvægi við sjálfsdýrkunardansa nútimans og sameinar frumstæða mannlega hvöt og há- þróaða, þrautæfða tækni og er í rauninni allt það sem dans er og á að vera. Tangósporin ein- földuð fyrirbanda- ríska fætur: (1) Stígið hægttil vinstri með vinstra fæti. (2) Setjið hægri fót (4) Stígið snöggt í kross fram fyrir þann vinstri. (3) Stígið snöggt fram með vinstra fæti. til hægri með hægra fæti. (5) Dragið vinstri fótað hægra fæti en stígið ekki í hann. 60 Vikan8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.