Vikan

Eksemplar

Vikan - 20.02.1986, Side 60

Vikan - 20.02.1986, Side 60
Rudolf Valentino og vinkona taka strikið yfir gólfið í einbeittum tangó I myndinni The Four Horsemen and the Apocalypse (1921). Fyrir um 75 árum heltók nýtt æði Evrópubúa. Æðið barst yfir hafið frá Suður-Ameríku og féll í góðan jarðveg hjá forréttindastétt Evrópu síðustu árin fyrir stríð, á síðustu árum blóma- skeiðsins svonefnda. Þá þyrsti hina vel stæðu Evrópubúa í afþreyingu og skemmtan og tóku nýjum og æsandi dansi opnum örmum. Dansinn var tangó. Enginn veit með vissu hvaðan tangóinn er upprunninn. Árið 1913 hélt franskur prófessor lærðan fyrirlestur í París um að tangó hefði þróast frá hinum forngríska dansi Þebumanna. Onnur kenning er sú að dansinn hafi þróast upp úr sígaunadansi sem hefði borist til Spánar fyrr á öldum og þaðan til Argentínu. En það var í Argentínu sem tangóæðið kviknaði og þar varð dansinn að óopinberri þjóðaríþrótt. Senni- legasta kenningin um uppruna tangósins er að hann sé orðinn til fyrir samruna afrískra og spænskra dansa í Argentínu. Orðið tangó er einna helst talið komið úr vestur-afrískum málum en þar merkir orðið að dansa. En þeir sem dönsuðu tangó hvað ákafast á árum áður kærðu sig kollótta um allar slíkar pælingar, fyrir þá var það dansinn einn sem skipti máli. Vals var dans aðals- og hefðarfólks og fox- trott þótti siðsamur og tilhlýðilegur dans. En ekki tangó. Sé tangó dansaður af innlifun og eins og á að dansa hann fer ekkert á milli mála hvar hann endar eftir ballið. Siðprúðar stúlkur í Argentínu dönsuðu alls ekki tangó. Þegar æðið barst til Evrópu varð siðapostulum ekki um sel. Sagt er að lögreglan í Kaup- mannahöfn hafi lagtbann við tangó á dansstöð- um en Þýskalandskeisari lét sér nægja að banna yfirmönnum hersins að dansa tangó í einkennisbúningi. Það voru hinir náðarsamlega siðlausu Frakkar sem skiptu sér ekkert af slíku og hrif- ust umsvifalaust af tangó. I París fékk tangóinn að gróa og blómstra með öllum sínum lostafullu hreyfingum og sveiflum. Dansinn barst vitan- lega einnig til Englands en þar var hann aldrei dansaður af sömu óskammfeilnu innlifuninni og í Parfs. Einkaskólagengna enska yfirstéttar- liðið, sem kom beint af fasanaveiðum eða refa- skyttiríi á böllin, gat svo sem alveg lært sporin en gat aldrei almennilega gleymt sér í sveifl- unni. Tangó er ekki beint í samræmi við bresk- an hugsunarhátt og ósveigjanleika. Enn þann dag í dag lifir tangóinn góðu lífi í París og síðasti tangó í Paris verður ekki dansaður í bráð. Þar eru margir dansstaðir sem eingöngu er dansaður tangó á, útvarpsstöðin Montmartre útvarpar tangótónlist á hverjum degi og dansskóli einn kennir eingöngu tangó. Tangó er dans fyrir tvo. Hann er verðugt mótvægi við sjálfsdýrkunardansa nútimans og sameinar frumstæða mannlega hvöt og há- þróaða, þrautæfða tækni og er í rauninni allt það sem dans er og á að vera. Tangósporin ein- földuð fyrirbanda- ríska fætur: (1) Stígið hægttil vinstri með vinstra fæti. (2) Setjið hægri fót (4) Stígið snöggt í kross fram fyrir þann vinstri. (3) Stígið snöggt fram með vinstra fæti. til hægri með hægra fæti. (5) Dragið vinstri fótað hægra fæti en stígið ekki í hann. 60 Vikan8. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.