Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 35

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 35
Eftir Þóreyju Einarsdótlur SEIVI EKKI MÁ Við lifum á góðum tímum á Vesturlöndum. Allir hafa nóg að bíta og brenna og flestir vel það. Ofgnóttin veldur tíðari og alvarlegri vanda en skortur. Of mikil velmegun er heilsunni hættuleg. Úr heimi læknavís- indanna berast stöðugt fréttir um nýja skaðvalda. Eitt og annað, sem áður var talið með öllu skaðlaust, er skyndilega talið geta valdið krabbameini, hjartasjúkdómum og stytt mönnum ævina. Eða eins og einhver sagði mæðulega: Það má ekkert gera nú orðið, ekki reykja, ekki drekka, ekki borða góðan mat og ekki gera hitt! Allir nútíma lífshættir miðast að því að okkur líði sem best. En of mikið af því góða, í orðsins fyllstu merkingu, er því miður hættulegt. Stundaránægja getur orðið að martröð þegar fram líða stundir, það er að segja þegar ánægjustund- irnar verða of margar og langar. Það er alkunna að hollustusam- legir lífshættir stuðla að bættri heilsu og lengra lífi. í vísindalegum rannsóknum hefur til að mynda komið i ljós að aðventistar, sem lifa afar heilsusamlegu lífi, (reykja ekki, drekka hvorki áfenga drykki né kaffi og borða mikið af jurta- fæðu, lifa að meðaltali lengur en aðrir. En þá kunna einhverjir að segja: Til hvers að lifa lengur ef maður þarf að neita sér um öll lífs- ins gæði? Því svari hver fyrir sig. REYKINGAR BANNAÐAR Það voru skipveijar úr áhöfn Kólumbusar sem fyrstir Evrópubúa kynntust tóbaksreykingum þegar þeir stigu á Jand a Kúbu 1492. Innfæddir reyktu blöð tóbaksjurt- arinnar úr röri. Þegar tekið var að rækta tóbak í Evrópu á 16. öld var það þó fyrst og fremst í lækninga- skyni. Lyf unnið úr tóbaksjurt var talið allra meina bót og notað við biti, höfuðverk, asma, gikt og heilablóðfalli svo eitthvað sé nefnt. Jurtin var þá kölluð herba pana- ceae (jurtin sem læknar allt) og herba santa (jurtin heilaga). Tó- baksreykingar urðu ekki almennar fyrr en undir lok 16. aldar en þegar árið 1604 hóf Englandskóngur fyrstu herferðina gegn reykingum. Þó svo snarlega hafi verið brugð- ist gegn reykingum þá verður að segja að árangurinn hafi orðið lít- ill. Það sem fyrir Englandskóngi vakti var og heldur ekki hættan af reykingum heldur reykjarsvæl- an og óloftið sem þeim fylgdi. Skaðleg áhrif reykinga voru mönn- um lengi vel ekki ljós. Síðastliðin þrjátíu ár hefur samband reykinga og ýmissa sjúkdóma verið rannsak- að náið. Það er kunnara en frá þurfi að segja að reykingar geta valdið alvarlegum sjúkdómum, svo sem lungnakrabba og hjarta- og æðasjúkdómum, auk óteljandi kvilla. Áróður gegn reykingum hefur verið mikill og öflugur og borið töluverðan árangur. En þó sýnt hafi verið fram á ótvíræða skaðsemi reykinga heldur fjöldinn áfram að svæla. Alltaf tekst ein- hverjum að hætta en hjá öðrum er ásetningurinn ekki nógu einlægur. Það er erfitt að neita líkamanum um nautnina og sjálfsvæntum- Vikan8.tbl.35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.