Vikan


Vikan - 20.02.1986, Page 35

Vikan - 20.02.1986, Page 35
Eftir Þóreyju Einarsdótlur SEIVI EKKI MÁ Við lifum á góðum tímum á Vesturlöndum. Allir hafa nóg að bíta og brenna og flestir vel það. Ofgnóttin veldur tíðari og alvarlegri vanda en skortur. Of mikil velmegun er heilsunni hættuleg. Úr heimi læknavís- indanna berast stöðugt fréttir um nýja skaðvalda. Eitt og annað, sem áður var talið með öllu skaðlaust, er skyndilega talið geta valdið krabbameini, hjartasjúkdómum og stytt mönnum ævina. Eða eins og einhver sagði mæðulega: Það má ekkert gera nú orðið, ekki reykja, ekki drekka, ekki borða góðan mat og ekki gera hitt! Allir nútíma lífshættir miðast að því að okkur líði sem best. En of mikið af því góða, í orðsins fyllstu merkingu, er því miður hættulegt. Stundaránægja getur orðið að martröð þegar fram líða stundir, það er að segja þegar ánægjustund- irnar verða of margar og langar. Það er alkunna að hollustusam- legir lífshættir stuðla að bættri heilsu og lengra lífi. í vísindalegum rannsóknum hefur til að mynda komið i ljós að aðventistar, sem lifa afar heilsusamlegu lífi, (reykja ekki, drekka hvorki áfenga drykki né kaffi og borða mikið af jurta- fæðu, lifa að meðaltali lengur en aðrir. En þá kunna einhverjir að segja: Til hvers að lifa lengur ef maður þarf að neita sér um öll lífs- ins gæði? Því svari hver fyrir sig. REYKINGAR BANNAÐAR Það voru skipveijar úr áhöfn Kólumbusar sem fyrstir Evrópubúa kynntust tóbaksreykingum þegar þeir stigu á Jand a Kúbu 1492. Innfæddir reyktu blöð tóbaksjurt- arinnar úr röri. Þegar tekið var að rækta tóbak í Evrópu á 16. öld var það þó fyrst og fremst í lækninga- skyni. Lyf unnið úr tóbaksjurt var talið allra meina bót og notað við biti, höfuðverk, asma, gikt og heilablóðfalli svo eitthvað sé nefnt. Jurtin var þá kölluð herba pana- ceae (jurtin sem læknar allt) og herba santa (jurtin heilaga). Tó- baksreykingar urðu ekki almennar fyrr en undir lok 16. aldar en þegar árið 1604 hóf Englandskóngur fyrstu herferðina gegn reykingum. Þó svo snarlega hafi verið brugð- ist gegn reykingum þá verður að segja að árangurinn hafi orðið lít- ill. Það sem fyrir Englandskóngi vakti var og heldur ekki hættan af reykingum heldur reykjarsvæl- an og óloftið sem þeim fylgdi. Skaðleg áhrif reykinga voru mönn- um lengi vel ekki ljós. Síðastliðin þrjátíu ár hefur samband reykinga og ýmissa sjúkdóma verið rannsak- að náið. Það er kunnara en frá þurfi að segja að reykingar geta valdið alvarlegum sjúkdómum, svo sem lungnakrabba og hjarta- og æðasjúkdómum, auk óteljandi kvilla. Áróður gegn reykingum hefur verið mikill og öflugur og borið töluverðan árangur. En þó sýnt hafi verið fram á ótvíræða skaðsemi reykinga heldur fjöldinn áfram að svæla. Alltaf tekst ein- hverjum að hætta en hjá öðrum er ásetningurinn ekki nógu einlægur. Það er erfitt að neita líkamanum um nautnina og sjálfsvæntum- Vikan8.tbl.35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.