Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 18

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 18
--4; W'- Fyrir skömmu tók tíðindamaður Vikunnar sig til og kannaði bingóhald á Faxaflóasvæðinu. Gerði hann nokkuð nákvæma úttekt á fyrir- brigðinu og komst sem leikmaður af strætinu býsna nálægt hjartslætti bingómaníunnar svo- nefndu, eða það telur hann sjálfum sér trú um. í raun er aðeins um tvenns konar bingóhald að ræða hér á höfuðborgarslóðum; bingóhald gúttemplara og bingóhald annarra óskil- greindra aðila sem trúað er að hafi líknarmál einhvers staðar á stefnuskrá sinni. Um hið fyrrnefnda var einn bingónautnamaðurinn ómyrkur í tali: „Maður hefur aldrei skilið af hverju stúkan má standa fyrir svonalöguðu. Þetta er ekkert nema fjárhættuspil... menn leggja minnst fimmtán hundruð krónur undir á kvöldi. Eg hafði nú haldið að stúkumönnum væri harðbannað að veðja ... en það virðist ekki vera .. Já, tilgangurinn virðist greinilega helga með- alið hjá þeim bindindismönnum, að minnsta kosti þegar um fjáraflastarfsemi er að ræða. Og diplómatískir eiginleikar Stórstúkunnar ganga lengra - hún lætur sig ekki muna um að leika ,,fjárhættuspil“ sitt í nikótínmettuðum' samkomusal meðan þátttakendur svolgra í sig nautnalyfið koffín með áfergju og krota skjálf- andi höndum á bingóspjöld sín. Já, meira að segja tíðindamanni Vikunnar þótti nóg um, reikandi um í kófinu í leit að hægindi í vonlausu skyggni, er hann sótti þá bingóhaldara heim á dögunum. Eitt sinn í fyrndinni, á dögum stór- bingóanna í Sigtúni, hafði hann sótt slíka samkundu og þóttu nú bingóstýrur Stórstúk- unnar varla hálfdrættingar á við Svavar Gests og hans kátu félaga í Lionsklúbbnum Ægi hvað varðaði glaðværð og reisn við bingóstjórn. Svavar hafði dembt út úr sér snjöllum bingósög- um allt kvöldið og klappað duglega á milli umferða fyrir hinum heppnu og sjálfum sér á endanum meðan glaðbeittir lionsmenn með Ólaf Gauk í broddi fylkingar gengu syngjandi um salinn og seldu spjöld. En þarna á templ- arabingóinu var þessu öfugt farið - stýrurnar sveipaðar gulum skikkjum, hafa sjálfsagt verið bestu skinn en voru heldur afslappaðar við hljóðnemann og af og frá að þeim væri söngur í hug. En tölurnar komust til skila og um meira báðu menn ekki, að fá að sitja álútir í reykjar- mekki og draga hringi um tölustafi. Eina lífs- markið voru skaðræðisóp á víð og dreif þegar einhverjir voru hálfan tölustaf frá þeim stærsta. Tíðindamaður hafði orðið fyrir nokkrum von- brigðum og lét sig hverfa meðan leikur stóð sem hæst. Hann var líka bara njósnari. En ekki tjáir að missa móðinn eftir fyrstu at- rennu og aftur var haldið af stað, nú í fylgd þrautþjálfaðs ljósmyndara. Förinni var heitið í samkunduhús algerlega óplagað af öllum bindindisheitum, enda selskapsstemmning yfir bingóborðum og glitrandi vökvar í glösum. Þarna voru líka léttstígar meyjar með spjöld á hendi, svo föngulegar að jafnaði að Vikufull- trúa þótti það ekki einleikið. Voru þetta bingó- kanínur - segulafl kvöldsins? Seinna sann- færðist hann þó um það að sannur bingó- nautnamaður hugsar aldrei um yndisleik þeirrar sem spjaldið réttir, aðeins spjaldið sjálft. En til að byrja með tylltu þeir félagar, blaða- maður og ljósmyndari, sér niður hjá eldri „sjar- mör“, stífgreiddum og fínpússuðum, sem hafði alla burði til að flokkast undir manngerðina „grand ol’man". Þessi virðulegi maður reyndist hins vegar ekki allur þar sem hann var séður því hann kvaðst vera bæði matsveinn og fylli- bytta og bætti svo við: „Þetta er í fyrsta skipti í sex mánuði sem ég fæ mér í glas.“ - Minna má það ekki vera. 18 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.