Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 19

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 19
En nú skal það ekki orðlengt: Vikumenn sögðu skilið við þennan ágæta fulltrúa matsveinafé- lagsins í von um að finna fleiri og jafnvel alls- gáðari málsvara bingónautnarinnar á,staðnum. Sú leit bar árangur. í afmörkuðum kima sam- komusalarins í skuggsælu horni rákust þeir á stúlku, allténd konu á besta aldri, sem þeim sýndist viðtalsgóð í skárra lagi. Svo reyndist og vera er gengið var á hana þó stundum mætti hún vart mæla fyrir önnum við borð þakið bingóspjöldum endanna á milli. Hún hóf sam- talið á að reka upp heljarmikið bingóóp og þótti mikið lán að hitta þarna á heppna mann- eskju eftir harmagrát matsveinsins. „Heppnin" reyndist á hinn bóginn aðeins hljóða upp á þrjú hundruð krónur sléttar sem vonandi hefur fyllt upp í ferðakostnað ungfrúarinnar, aðra leiðina að minnsta kosti. Þegar Sonja Ágústs- dóttir var svo krafin svara kom í ljós að lífs- ganga hennar hefur síðan snemmsumars 1966 snúist um bingó og aftur bingó, eða hvað annað skal segja um sex kvölda bingósókn í viku með tvö til þrjú þúsund króna fjárframlagi í hvert skipti. - Gerirðu þér grein fyrir eyðslunni á tuttugu árum? spurðu tíðindamenn ringlaðir af undrun. Sonja kvaðst ekki hafa hugleitt það neitt sér- staklega, enda láta menn hverju bingói nægja sína þjáningu - eða gleði. Hún var þá frædd um það að lauslega áætlað hljóðaði sú upphæð upp á nokkuð á aðra milljón króna samkvæmt núvirði. Var ekki að sjá að Sonju brygði mikið við þau tíðindi, enda öll á iði yfir nýjustu tölum. Þeim kom heldur ekki á óvart, piltunum, er þeir sannfréttu síðar að bingóspil væri ein af nauðþurftum Sonju Ágústsdóttur, henni jafn- mikilvægt og að sofa og eta. Því næst voru „þrjár systur“ gripnar glóðvolgar og gerðist skrásetjari meira að segja svo óskammfeilinn að hlamma sér niður við borð þeirra í nær algeru heimildarleysi. „Nei, en hvað ég er spennt fyrir þessu, segiði mér meira, eruði að fara að starta bingói?“ spurði sú uppnumin sem næst sat. - Við erum bara að afla okkur upplýsinga. „Nú, af hverju, hafið þið aldrei spilað bingó áður?“ - Mjög lítillega, en annars erum við að vinna að tímaritsgrein. „Nú, og ég sem var sannfærð um að þú ætlaðir að fara að starta bingói. Ég er bókstaflega sjúk íbingó." „Þá viljum við blaðið gefins, annars segjum við ekkert," sagði miðsystirin með þjósti en í raun voru það aðeins þær tvær sem þátt tóku í við- talinu, sú þriðja, sýnu elst, með grásprengt hárið, var of fjarlæg til að heyra almennilega hvað fram fór. Lifið þið fyrir bingó, stúlkur? „Alveg, ég fer öll kvöld ef ég kemst,“ sagði sú fyrri. „Ég er gersamlega niðurbrotin manneskja ef ég veit af bingói einhvers staðar og kemst ekki. Annars er ekkert orðið gaman á bingó lengur, það var miklu skemmtilegra niðri í Gúttó í gamla daga, þá átti ma'5ur að minnsta kosti möguleika. Nú er alltaf troðfullt, alltof mikið affólki." - Og eltið þið þá bingóin hvar sem er í heimin- um? „Ég fann ekkert bingó á Ítalíu þegar ég var þar,“ sagði miðsystirin, eldsnögg til svars. „Ó, henni þótti ekkert gaman í sumarfríinu sínu, greyinu," sagði hin í meðaumkunartón. „Já, auðvitað, heldurðu að það sé eitthvert líf að komast ekki á bingó í þrjár vikur?“ „Þetta er manía,“ sagði sú fyrstnefnda. „Ef þú smitast þá losnarðu ekki við þetta - aldrei.“ - Þið hafið kannski viljað fara á bingó á að- fangadagskvöld? „Jaa... ég skal segja þér það að ein vinkona mín hringdi í mig og spurði: Verður ekki bingó á aðfangadagskvöld? ... Nei, annars, ég held ég vildi nú frekar vera heima á aðfangadags- kvöld.“ „Það er líka eina kvöldið,“ gall í þeirri sigldu. „Já, það segirðu satt. Það er víst eina kvöldið." - En höfðuð þið þá nokkurn tíma tækifæri til að næla ykkur i eiginmenn? „Það var áður,“ svara þær báðar einum rómi og liggur við að roskna systirin taki undir. - En svo við snúum okkur að fjármálahliðinni, hafið þið hugleitt kostnaðinn í gegnum tíðina? „Hugsa aldrei um það, aldrei," svaraði systir eitt, snögg upp á lagið. „Ég yrði vitlaus færi ég að velta því fyrir mér, guð hvað það hlýtur að vera mikið sem maður hefur eytt, en segið mér, af hverju eruð þið að þessu, strákar mín- ir ... ?“ - Við erum í efnisöflun. „Fyrir hvað?“ - Grein. „Nú, eruðið þá ekkert að fara að starta bingói? Þá hef ég engan áhuga á að tala við ykkur.“ „Ég banna að það sé tekin af mér mynd,“ gall nú í systur tvö, hálfskrækri af örvæntingu. - Nú, því þá það ... þú skammast þín þó ekki fyrir að sækja bingó? „Nei, en fólkinu mínu þykir þetta svo leiðin- legt, en ég ræð bara ekki við þetta. Gerið það fyrir okkur að taka ekki mynd.“ „Já, enga mynd,“ ítrekaði sú fyrsta höstuglega. „Af hverju taliði ekki frekar við þessa ljós- hærðu, háu, grönnu þarna inni? Hún mypdi nú aldeilis vilja tala við ykkur, missir ekki eitt „Nei, minna má það ekki vera,“ hafði hann eftir með áherslu og dró hring um Odd sjötíu og fjóra. Og þannig gekk það, sjarmörinn krot- aði á bingóspjöld sín, saup vökvann rauða og áminnti stúlkurnar stundarhátt: „Ekki svona hratt, vinan... Heyrðu, elskan, haltu áfram með þetta ...“ Svo þegar galað var bingó ein- hvers staðar í fjarska var sömu stúlkum óskað út í hafsauga með óprenthæfu orðalagi. Greini- lega ekki sjarmör í jafnvægi. Vikan 8. tbl. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.