Vikan


Vikan - 20.02.1986, Page 58

Vikan - 20.02.1986, Page 58
unni en þegar von er á gestum víkja blómin og hillan breytist í barskenk. Arinninn er nýfrá- genginn og segjast húsráðendur hafa af honum mikla ánægju. Þeir völdu að hafa ytra útlit arinsins sem einfaldast, í stíl við heildarsvip hússins þar sem hvítir veggir skiptast á við náttúruefni á gólfum, í gluggum og í innrétting- um. Allar innréttingar eru íslensk smíði: Eld- húsinnrétting og stigi í anddyri eru frá G.T. húsgögnum en það fyrirtæki er þvi miður hætt. Á eldhúsgólfi er portúgalskur korkur en ít- alskar flísar eru í holi, anddyri og á haðher- bergjum en í stofunni, stiganum og gangi á efstu hæð er næstum hvitt ullarteppi. Ánnars staðar er parket á gólfum. Allir gluggar eru bæsaðir í millibrúnum viðarlit. Viðurinn, steinninn og ullin eru þannig hlýjar andstæður við kalda hvíta veggina og heildaryfirbragðið er sérstak- lega glæsilegt en ekkert skyggir á þegar horft er yfir Fossvoginn og af efstu hæðinni sést langt yfirbæinn. Á efstu hæðinni eru svefnherbergin og bað- herbergi. Lögð var áhersla á að hafa öll her- bergin stór fremur en mörg enda eru börnin að verða táningar og þurfa mikið rými. Uppi er líka hlýlegur krókur þar sem þau geta boðið kunningjunum sæti og verið út af fyrir sig þó pabbi og mamma séu heima. Frá setukróknum er gengið út á mjög stórar svalir sem eru girtar á alla vegu þannig að alltaf er skjól. Daginn sem okkur bar að garði áttu þau hjónin von á kunningjum sínum í heimsókn, búið var að leggja á borð og Sigga var að leggja síðustu hönd á matseldina. Hún leyfði okkur auðvitað að taka myndir af matnum og birta uppskriftirnar. Þau hjónin veiða mikið af laxi á sumrin og eiga því oftast lax í frystikistunni allan veturinn og því er alltaf verið að reyna að finna nýjar aðferðir við að matreiða laxinn og hér á eftir fylgir ein slík. Forrétturinn er einnig léttur og er þar boðið upp á blómkál með rækjusósu. Með matnum varsíðan drukkið hvítvín: Chablis, franskt, frá Thorin. ^2 ^ o

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.