Vikan


Vikan - 05.02.1987, Síða 11

Vikan - 05.02.1987, Síða 11
INÆSTU VIKU 32 Sigríður Hannesdóttir er fjölhæfur skemmtikraftur og á að baki litríkan listamannsferil. Við sveiflumst með henni yfir lífshlaupið. 38 Tommy Hunt er þeldökkur söngvari sem skemmtir Reykvíkingum þessa dagana. Hann hefur víða komið fram og með mörgum sér þekktari. 44 Skemmtilegast er að skrifa og teikna, segir tíu ára telpuhnokki, Lísa Anne Libungan, í Barna-Vikunni. Hvað finnst henni leiðinlegast? 46 Sting. Hvorter hann hugsuðureóa flippari? Við verðum að lesa greinina áðurenviðsvörum. 52 Tímaskekkja, spennandi sakamála- saga eftir Peter Godfrey. Þessi er ekki úr bankanum sem er í takt við tímann heldur hinum. 57 Hinn fasti þáttur okkar „Líf og lyst" er lagður undir skemmtanalífið í Reykjavík, sem er aldeilis bara magn- að. ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON, löngum kenndur við Síld og fisk, hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana. Hann hefur verið við versl- unarstörf, matvælaframleiðslu og hótelrekstur, svo dæmi séu tekin. Hann er á kafi í „svínarí- inu" á Vatnsleysuströnd og rekur þar eitt stærsta og fullkomnasta svínabú á landinu. Þorvaldur verður viðmælandi okkar í næsta Vikuviðtali Ég skal gefa þér hvolp - frásögn af hundi og hundaeigendum sem á erindi til allra sem láta sig dreyma um að gerast hundauppalendur og -eigendur. Greinin á líka erindi til þeirra sem þegar hafa ánetjast „hundalífinu". Tappasafnari. Menn safna ýmsum skondnum og mismerkilegum hlutum. Einn aðili hefur kom- ist í metabók Guinness fyrir tappasafn sitt. Það er hið merkilegasta safn. Við sjáum brot af því í næstu Viku. LITAGREINING. Hvaða litur passar þér best, eftir hverju ferðu þegar þú velur þér snyrtivörur eða fatnað? Það er ekki heiglum hent að velja réttu litina fyrir sérhvern. Við leituðum ráða sem geta komið fleiri að gagni. 1

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.