Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 4
Nýtt líf í
nýjuxn lituxn!
fór í litagreiningu um daginn,“ sagði
£ona mín við mig fyrir nokkru. Ha! Lita-
freiningu? Ég hafði bara heyrt um að litfilmur
væru litgreindar, gat þetta verið eitthvað svip-
að? „Ja, ef til vill ekki alveg - en þó. Þannig
er að maður fer á eins kvölds námskeið og
eftir athuganir á húðlit, hári, augnlit og fleiru
er fundið út hvaða litir fara manni best - og
sjáðu, hér er litakortið mitt,“ sagði vinkonan.
Ja hérna, allt er nú til, hugsaði ég í svörtu
peysunni, ætli mér yrði kannski bannað að
vera í svörtu...
Við nánari umhugsun virtist þetta þó ekki
alveg út í hött. Allir þekkja þá staðreynd að
litir fara misjafnlega við fólk og umhverfi.
Og margir gera sér grein fyrir, meðvitað eða
ómeðvitað, að ákveðinn lit eða liti ætti við-
komandi að forðast. En svo eru aðrir sem
ekki hugsa út í það eða bara gefa skít í það
og eru eins og gangandi skóladæmi um ósam-
komulag milli lita. Forvitnin vaknaði um
hvernig svona litagreining færi fram og hvort
eitthvert vit væri í þessu; hvort þetta væri enn
einn hégóminn, enn ein tískubólan...
Margrét Halldórsdóttir er ein af fáum leið-
beinendum í faginu hér á landi. Hún er raunar
menntaður sálfræðingur og starfar sem slíkur.
Hún segir: „Ég var dregin með á svona lita-
greiningarnámskeið úti í Noregi þegar ég var
að vinna þar eftir námið. Ég var nú ekki
mjög áfjáð í þetta, fannst þetta vera algjört
rugl og ætlaði sko ekki að fara að láta ein-
hverja konu úti í bæ segja mér í hverju ég
ætti að vera. En eftir á varð ég að viðurkenna
að þetta var ekkert rugl, ég fann að þetta
opnaði mér ákveðna innsýn í heim litanna en
ég hafði alltaf haft áhuga á litum og samsetn-
ingu þeirra. Það er auðvitað staðreynd að
sumir litir fara manni betur en aðrir og ég sá
að maður getur verið mun djarfari í litavali
og litasamsetningu þegar maður áttar sig á
hvaða litir hæfa manni best. Ég varð sem sagt
ofsalega hrifin og þetta skipti mjög miklu
máli fyrir mig. Svo var mér boðið að læra
þetta og ég skellti mér í það. Siðan fór ég að
föndra við þetta hér heima með vinum og
kunningjum en mig óraði ekki fyrir að það
mundi hlaða svona utan á sig eins og raun
hefur orðið á. Þetta er greinilega að verða
mjög vinsælt þvi ég er bókuð langt fram í tím-
ann. En þetta er aðeins aukastarf hjá mér því
mitt aðalstarf er sem sálfræðingur."
Umsjón: Guðrún Alfreðsdóttir
- Kemur sálfræðiþekkingin þarna að
gagni?
„Það má auðvitað segja að hún komi að
töluverðum notum því til eru dæmi um fólk
sem af einhverri ástæðu er óánægt með sjálft
sig, án þess að gera sér grein fyrir af hverju.
í slíkum tilfellum getur litagreinig verið ein
leið af mörgum. Annars kemur fólk af ýmsum
ástæðum, annaðhvort af forvitni eða þá það
langar að prófa nýja liti, er búið að ganga i
sömu litum í mörg ár og vill vita hvað passar
helst. Ég ráðlegg líka með liti á snyrtivörum."
- Hvað liggur til grundvallar þessum lita-
fræðum, er þetta eitthvert nýtt fyrirbæri?
fram á að þeir sem notuðu hlýju litina höfðu
gulan undirtón í húð en þeir sem notuðu
köldu litina höfðu blárauðan undirtón í húð.
Ómeðvitað höfðu þeir hallast að sínum eigin
frumlit, eins og allir gera - að einhverju leyti.
Ef við myndum hins vegar alast upp, frá fæð-
ingu, án nokkurra áhrifa frá foreldrum,
félögum og ekki síst tísku, myndum við lík-
lega klæðast fullkomlega okkar réttu litum.
Auðvitað er öllum frjálst að klæðast hvaða
lit sem er, hér eru engin bönn, en spurningin
er hvað gerir liturinn fyrir þig? Skerpir hann
andlitsdrætti eða mildar, dregur hann fram
rauða díla eða ekki og svo framvegis? Réttur
Margrét meö litakort i hlýjum lit (haust) og köldum lit (sumar).
„Sú kenning, sem litagreiningin byggist á,
er sjálfsagt í eðli sínu ævagömul. Náttúran
hefur einfaldlega skipað okkur í fjóra flokka
sem hægt væri að kalla a, b, c og d en þó er
auðveldara að kenna þá við árstíðirnar íjór-
ar. Vetur og sumar eru köldu flokkarnir og
vor og haust eru þeir heitu. Hver einstakling-
ur tilheyrir aðeins einum flokki. Það var þýski
listmálarinn Johannes Itten (1888-1967) sem
vakti fyrst athygli á þessu. Hann hafði tekið
eftir því að nemendur hans sóttu mjög í
ákveðna liti, óháð verkefni. Sumir sóttu nær
eingöngu í hlýja liti meðan aðrir notuðu allra
helst kalda liti. Eftir margra ára rannsóknir
á þessu gat hann staðfest grun sinn og sýnt
litur gefur þér þar að auki meiri orku, sjálfsör-
yggi og útgeislun.
Að öðru leyti byggist litagreiningarnám
mitt á litakenningu Alberts Munsell sem geng-
ur út frá fimm grunnlitum; gulu, bláu, rauðu,
grænu og fjólubláu. Ef við bætum bláu við
þessa liti fáum við bláa undirtóna en gula ef
við bætum gulu i. Til dæmis blárautt á móti
gulrauðu og blágrænt á móti gulgrænu. Hver
og einn getur notað grunnlitina, spurningin
snýst bara um réttan undirtón, sterkan eða
mildan lit og snerpu í litnum.“
- Hvernig fer litagreining fram?
„Ég tek yfirleitt fjórar manneskjur saman
eina kvöldstund og byrja á að kynna fyrir
Myndir: Valdís Óskarsdóttir
4 VIKAN 10. TBL