Vikan


Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 39

Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 39
„Menn geta byggt miðbæi hér og miðbæi þar en eins og ég sagði þá er og verður ekki nema einn miðbær í Reykjavík og það er þessi garnli miðbær. Hitt er svo annað mál að það er eins og að leika sér með eld að hafa skoðanir á svona málum. Það er með þau eins og öll mál á íslandi að þau verða að tilfinn- ingamálum. Sjarminn við þennan gamla miðbæ er að mínu viti aðallega hvað hann er óreglulegur eða ósamstæður. Göturnar eru ekki eins og gil. Mér væri sárt um sum gömlu húsin þó þau séu orðin léleg. Ég vildi gjarnan auka mannlífið í miðbænum. Ég held að aukin íbúðabyggð í gamla miðbænum myndi vera til góðs. Eftir sex á kvöldin eru húsin hér meira og minna dauð og þetta er bara skemmtanahverfi. Lætin hér eru oft alveg yfirgengileg og satt að segja er ég alltaf skíthræddur um skólann. Þetta held ég að myndi breytast ef íbúðabyggð hér yrði aukin." Eftir að hafa rætt um gamla bæinn og endurnýjun gamalla húsa og fleira í þeim dúr vend- um við okkar kvæði í kross og ég spyr Guðna hvað honum finnist um bröltið í Sverri Her- mannssyni. „Heyrðu, þetta er pólitísk spurning." Ég fæ ekki betur séð en að Guðni glotti meinlega í þetta skiptið. „Attu við eitthvað sérstakt? Ég hef alltaf gaman af Sverri, hann er hress, þó ég sé afskaplega óhress með þetta frumvarp hans til laga um fram- haldsskóla. Ég er einmitt að semja álitsgerð um það og er alltaf að verða harðorðari eftir því sem ég sit lengur yfir henni. I nefndinni, sem vann frum- varpið, sat ekki einn einasti maður frá framhaldsskólunum. Einu skólamennirnir í nefndinni voru fyrrverandi skólastjóri Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fræðslustjóri Suðurlands á grunnskólas.tigi. Hinir eru allir bæjar- eða ríkisfúnksjónerar." Nú hringir skólabjallan einu sinni enn og minnir mig á hvað ég er búin að taka mikið af tíma Guðna þennan morguninn. En áður en ég fer verð ég að spyrja um eitt sem við veltum mikið fyrir okkur hér í dentíð. Guðni, er það satt að þú verðir fyrst hættulegur þegar þú ferð að brosa? „Ég á til alls konar bros," segir hann og brosir breitt. Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. Heimilis- og raftækjadeild Lduydv^yi i/u-i/^ oiiiii oaoouu TVEGGJA DYRA KÆLI- OG FRYSTISKAPUR Samt. stærö: 275 1. Frystihólf: 45 I. ★★★★ Hæö: 145 sm. Breidd: 57 sm. Dýpt: 60 sm. Færanlegar hillur í hurð. Sjálfvirk afþýöing í kæli. Vinstri eöa hægri opnun. 10. TBL VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.