Vikan


Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 37

Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 37
núna.“ Nú gottir Guðni enn meir og fær sér í nefið eina ferðina enn. „Ég hef nú kannski eitthvað ofkeyrt þetta hér áður fyrr. En þurfi ég afsökun þá er hún fyrst og fremst sú að ég vildi að krakkarnir lærðu eitthvað, ekki að ég hefði svo gaman af að skamma þau. Ég hafði og hef miklu meira gaman af að stríða þeim því ég er óskap- lega stríðinn. Ég hef ekki enn þann dag í dag látið mann óskammaðan ef mér hefur fundist hann hafa unnið til þess. Uppeldis- hlutverk skólanna er ekki minna virði en sjálf menntunin. Við verðum að hafa vissar umgengnisreglur og agi verður að koma utan frá líka, þó hann þurfi náttúrlega fyrst og fremst að koma innan frá. Við gerum sömu kröfur til allra nemenda og það verð- ur jafnt að ganga yfir alla.“ Aður en Guðni tók við starfi rektors var hann yfirkennari. Hann kenndi hins vegar aldrei í fyrsta tíma heldur fólust morgun- verkin í því að hringja i þá sem ekki voru mættir klukkan tuttugu mínútur yfir átta. Þá áttu allir kladdar að vera komnir upp á kennarastofu og þá áttu svefnpurkurnar ekki von á góðu. Það var mál manna að Guðni hefði af þessu einstaka ánægju og myndi hreinlega veslast upp fengi hann rúmrusk sem sváfu þegar þeir máttu ekki sofa.“ - En viðurnefnið þitt, Guðni kjaftur, hvernig er það tilkomið? „Ætli það sé ekki komið til vegna þess að ég hef löngum þótt taka ansi mikið upp í mig, líklega óþarflega mikið. Ég hneyksl- aði oft móður mína með þessu, sérstaklega af þvi að ég var svo einstaklega þægt og gott barn. Henni blöskraði hvernig ég fór.“ Og nú hlær Guðni hjartanlega. Þær eru ófáar, sögurnar sem sagðar hafa verið af Guðna og samskiptum hans við nemendur í gegnum tíðina og alltaf bætist Best að fá sér aðeins í nös. Sem kennari er maður alltaf að leika,það erhluti afkennslunni. ekki morgunskammtinn sinn. Reyndar hafði ég heyrt að Guðni væri löngu hættur þessum morgunhringingum en þar sem hann leit afskaplega hressilega út og ekki að sjá að það hefði skaðað heilsu hans andlega eða líkamlega þó hann væri hættur hringingunum spurði ég hvort hann sakn- aði þeirra ekkert. „Neei, ekki get ég nú sagt það. En ég hafði svona lúmskt gaman af þessu stund- um. Eiginlega tók ég þetta að mér af því að það vildi enginn annar gera það og gerði þetta með látum eins og annað. Sjáðu til, þetta er eiginlega partur af því hvað ég er í eðli mínu stríðinn. Ég hugsa að stríðnis- náttúra mín hafi fengið útrás í að gera þeim við. Samkvæmt sögunum var það yfirleitt orðhákurinn Guðni sem skaut nemandann algerlega í kaf. A þessu voru þó undantekn- ingar. Alltaf voru til einstaka orðheppnir menn sem höfðu afrekað að slá Guðna al- veg út af laginu. Slíkir menn nutu ómælds álits og sögurnar af afrekum þeirra urðu í sama mæli vinsælar. Fræg er sagan af einum nemanda Guðna sem hann kenndi ensku. Eitthvað þótti Guðna pilturinn áhugalaus um námið. Dag nokkurn tekur Guðni pilt upp en hann er þá ólesinn. Eftir að hafa ausið úr sér skömmunum í góða stund án þess að stráksi sýndi nokkur viðbrögð, sem líklega hefur farið fyrir brjóstið á Guðna, gerði henn lokaatlöguna og lagði allt sitt 10. TBL VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.