Vikan


Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 35

Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 35
anna. Ég nenni bara ekki að vera að bjóða upp á val í greinum sem enginn skráir sig í. Markmið okkar hér í MR er að búa nem- endur undir langskólanám og koma þeim til eins mikils þroska og mögulegt er þessi fjög- ur ár sem þeir dveljast hér. Ef einhver getur sannfært mig um að betra sé betra fyrir nem- endurna að ég breyti skólanum, all right, þá lofa ég því að ég er tilbúinn að breyta. En þá sönnun hef ég bara aldrei fengið.“ Menn eru ekki á eitt sáttir um þær breyt- ingar sem gerðar voru á skólakerfmu með lögum um grunnskóla árið 1974. Eins greinir menn á um ágæti kerfanna tveggja sem tíðkast í framhaldsskólunum, áfanga- kerfisins og bekkjakerfisins. Guðni fer ekkert í grafgötur með að hann telur bekkjakerftð vænlegra til árangurs. „Sjáðu til,“ segir hann, „hér áður fyrr gengu menn í barnaskóla og fóru síðan í gagnfræðaskóla. Þetta millistig var hollt fyrir krakkana. Eftir að landspróftð var lagt niður koma þau beint inn í framhalds- skólana og ég er hræddur um að það sé oft eins og að kasta þeim út í kalda laug, viðbrigðin eru svo mikil. Landsprófið var miklu markvissari undirbúningur undir menntaskólanám en nú er. Bæði var valið inn í deildirnar og eins var kennslan miðuð sérstaklega við að nemendurnir færu í menntaskóla. Eftir að landsprófið var lagt af jókst aðsóknin að menntaskólunum gíf- urlega. Það gefur augaleið að þegar aðsóknin eykst svona og ekki er lengur kennt markvisst fyrir framhaldsskólanám þá hlýtur að slakna á. Gallinn við skóla- kerfið í dag er að kröfurnar eru ekki nógu miklar og það á bæði við um grunnskóla- stigið og framhaldsskólastigið. Við höfum orðið einna mest varir við að undirbúningi í íslensku, sérstaklega í málfræði, sé ábóta- vant. Þetta gerir svo aftur erfiðara fyrir um aðra málakennslu því nemendurnir hafa ekki lengur sama málfræðiskilning og eftir þennan stífa undirbúning í landsprófsdeild- inni. Það verður að segjast eins og er að íjölgunin, sem orðið hefur, liggur frekar í neðri kantinum. Það ber meira á því að menn ráði ekki við námið og brottfallið hér er miklu meira en meðan landsprófið var. Ég tel líka að undirbúningur undir háskólanám, sem er og á að vera erfitt nám, sé ekki lengur sambærilegur við það sem hann var. Brottfallið í Háskóla íslands bendir eindregið til að þar komi inn mikill fjöldi fólks sem hvorki hefur getu né áhuga Það erfrumskilyrði að framhaldsskól- arnir viti hvernig nemendum þeirra reiðir af. á að stunda háskólanám. í þessu sambandi má benda á nýútkomna skýrslu OECD um skólamál á íslandi. Ég segi nú ekki að þeir hafi fundið púðrið, þessir ágætu menn sem að henni stóðu. En þar er bent réttilega á þá staðreynd að brottfallið í Háskóla ís- lands sé fimmtíu prósent. Gallinn er bara sá að þar er ekki minnst einu orði á ástæð- urnar. Ég hef haldið því fram að núorðið sé þriðju einkunnar maðurinn ekki fær um að stunda háskólanám. Maður verður samt sem áður alltaf að skoða hvernig þær ein- kunnir eru samsettar. Maður sem hefur þó sýnt að hann getur lært eitthvað svo bita- stætt sé en fær þriðju einkunn í meðaltal hér hjá okkur getur alveg verið fær í há- skólanám ef hann er með góðar einkunnir í einu eða fleiri fögum, jafnvel þó hann sé firna lélegur í öðrum fögum. Það eru hinir sem eru alltaf lafandi á fimmunni og aldrei hafa fengið neinn undirbúning í neinu til að geta staðið sig sem ég á við í þessu sam- bandi. Ég er á því að bekkjakerfíð sé betra kerfi. í fyrsta lagi er mörgum mikill félags- legur styrkur i þeirri heild sem skapast í bekk en meginatriðið er að við lok náms i hverri grein er haldið viðamikið yfirlits- próf, þriggja til fjögurra klukkustunda, í námsefni tveggja eða fleiri ára. Þessi yfirlits- próf voru og eru kölluð stúdentspróf. í áfangakerfinu eru tekin styttri próf, einn til einn og hálfur tími, í lok hvers misseris. Þessi próf gefa fólki punkta. Stúdentsprófi telst svo lokið þegar menn hafa náð ákveðnum punktafjölda. Þetta atriði skilur að mínu viti á milli kerfanna. Samkvæmt þessari skilgreiningu taka menn aldrei stúd- entspróf í áfangakerfi. Þessi skóli hefur alltaf haft það hlutverk að undirbúa menn undir háskólanám. Það er þjálfunaratriði að hafa í höfðinu mikið af þekkingu og staðreyndum og þurfa að standa skil á því á ákveðnum stað og tíma. Þannig er prófað í Háskóla íslands. En nú eru ekki til neinar tölfræðilegar upplýsingar um hvernig nem- endur úr hinum ýmsu skólum standa sig þegar komið er í Háskólann. Einu sinni voru okkur látnar i té tölur um hvernig nemendur úr hinum ýmsu skólum stóðu sig í Háskóla íslands. Það olli miklu fjaðrafoki og látum og hefur ekki verið gert síðan. Við störfum eiginlega í hálfgerðu tóma- rúmi. Við vitum ekkert hvernig nemendum okkar vegnar. Það hefur alltaf vantað það sem maður kallar „feed back“ frá Háskól- anum. Það er frumskilyrði að framhalds- skólarnir viti hvernig nemendum þeirra reiðir af. Við verðum að vita hverju við eigum að breyta eða bæta. Afangakerfið er búið að vera í gangi síðan 1970 og það eru sex ár síðan við fengum þessar tölur frá Háskólanum. Það hlýtur að vera hægt að gera einhvern samanburð. Við lifum nú einu sinni á tölvuöld og eftir því sem ég best veit er Háskóli íslands ágætlega tölvu- væddur. Þetta hef ég verið að tauta um i sautján ár en fyrir daufum eyrum. Einu sinni fékk ég viðbrögð. Þá hringdi til mín háskólakennari í ákveðnu fagi, þar sem honum rann blóðið til skyldunnar, og tjáði mér að fyrsta árs nemendur í þessu fagi væru ískyggilega aftarlega á merinni. Eg rauk til og endurskipulagði námið í við- komandi deild. Það leið ekki nema rúmt ár, þá voru nemendur í þessari grein komn- ir fram á háls á skepnunni.“ Guðni hefur alltaf haft orð á sér fyrir að vera góður kennari og hafa lag á að vekja áhuga nemenda á náminu. En hann gerir lika miklar kröfur til þeirra. Það kemur enginn oftar en einu sinni ólesinn í tíma hjá Guðna^og séu einkunnirnar ekki réttu megin við rauða strikið má viðkomandi búa sig undir að verða tekinn „inn á teppi“ hjá rektor og fá þar yfirhalningu með tilheyr- andi skömmum og stóryrðum. En hvernig nemandi var hann sjálfur? „Ég var svona meðalskussi.“ - Meðalskussi? (A dauða mínum átti ég von en ekki þessu svari.) „Já, meðalskussi, ekki mikið meira. Ég komst ekki inn i þennan skóla á inntöku- prófi þrettán ára gamall. Þá var skólinn tvískiptur, gagnfræðadeild og framhalds- deild. Ég var ekki einn af þeim tuttugu og 10. TBL VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.