Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 26
Judith Krantz
malar gull
Fyrir ellefu árum gekk
óþekktur rithöfundur inn á
teppið hjá forstjóra stærsta
bókaútgáfufyrirtækis Banda-
ríkjanna með sína fyrstu bók
upp á vasann. Forstjóranum
leist ekki á frumsmíðina og
afþakkaði. Flann er síðan
heimsfrægur fyrir að vera út-
gefandinn sem hafnaði
söluhæstu bók áttunda ára-
tugarins í Bandaríkjunum.
Næsti bókaútgefandi beit á
agnið og hefur aldrei séð eftir
því, aðra eins gullnámu hefur
ekki rekið á fjörur hans fyrr
né síðar. Rithöfundurinn var
hin fjörutíu og átta ára Judith
Krantz.
í tuttugu og fimm ár hafði
Judith verið blaðamaður við
ýmis viku- og mánaðarrit og
langhæstu launin sem hún
hafði séð voru hundrað og
þrjátiu þúsund krónur (ís-
lenskar) fyrir viðamikla grein
sem tók nokkurra mánaða
vinnu. Þrátt fyrir margra ára
hvatningu frá eiginmanninum
um að skrifa bók hafði hún
litla trú á sér til þess og
þrjóskaðist við. Loks þegar
hún byrjaði að skrifa fannst
henni hún vera að sóa tíma
sínum og það eina sem hún
hefði upp úr krafsinu væri
26 VI KAN 10. TBL
launatapið. Eftir níu mánuði
lauk hún þó við bókina, sem
hlaut nafnið Scruples, og hjá
útgefandanum hugrakka fékk
hún greiddar tvær milljónir
við undirskrift. En það var
bara byrjunin því eftir örfáar
vikur hafði bókin skilað inn
tuttugu milljónum.
Fyrir næstu bók sína, Prins-
ess Daisy, sló Judith öll met
í sölu á handriti heilar
hundrað þrjátíu og fimm
milljónir fékk hún í sinn hlut,
fyrir kiljuréttinn. Hún gerði
sér enga grein fyrir þessari
upphæð og jafnvel þótt um
það bil helmingur fyki í
skatta, umboðslaun og fleira
var summan stærri en hún
botnaði í. Judith var skyndi-
lega orðin margmilljónari og
áfram streymdu peningarnir
inn því bækurnar tvær rok-
seldust um allan heim, sér-
staklega hin síðari. Það fyrsta
sem hún keypti sér af því til-
efni var rándýrt demants-
hálsmen og síðan hefur hún
bætt tveimur nýjum við, eftir
síðustu bækurnar. Fljótlega
voru og gerðir sjónvarps-
þættir eftir sögunum og hafa
þeir notið mikilla vinsælda.
í Bandaríkjunum reis upp
reiði- og gagnrýnisalda,
bókaútgefendur sögðu að
Judith Krantz væri að leggja
bókaútgáfu í rúst og jafnvel
móðir hennar ásakaði hana
fyrir að þéna rneira en faðir
hennar gerði allt sitt líf. „En
sannleikurinn er sá,“ segir
Judith Krantz, „að bækur
mínar hafa rakað seðlum til
Crown bókaútgáfunnar
þannig að þar hafa menn get-
að tekið áhættu og gefið út
bækureftir nýja rithöfunda
eins og til dæmis Jcan Auel."
(Þjóð bjarnarins mikla.)
Þriðja bókin var Mistral’s
daughter og seldist hún enn
betur en hinar fyrri svo við
skulum sleppa stjarnfræðileg-
um upphæðum. Einnig voru
gerðir sjónvarpsþættir eftir
þeirri sögu og voru þeir ný-
lega sýndir í íslenska sjón-
varpinu. Nýjasta bók Judith,
hin fjórða í röðinni, kom út
á síðasta ári og ber hún heitið
ril take Manhattan. Þegarer
talið að sú bók muni slá öll
fyrri met í sölu. Hingað til
hafa þessar fjórar bækur
hennar selst í um það bil
hundrað milljón eintökum
um allan heim og verið þýdd-
ar á yfir tuttugu tungumál.
Hver skyldi svo vera leynd-
ardómurinn á bak við þessa
ótrúlegu velgengni? Það hafa
ýmsir reynt að upplýsa hann
og er útkoman æði misjöfn.
Ein algeng skýring er að
kvensöguhetjurnar í bókum
Juditheru sterkarogsjálf-
stæðar konur á framabraut;
þær hafa ýmsa eiginlcika sem
í bókmenntum fram til þessa
hafa nær eingöngu verið eign-
aðir karlmönnum. Þetta eru
konur sem eru óragar að taka
stjórnina í sínar hendur, í
starfinu, á heimilinu og í ást-
arlífinu. Þær hafa sigrast á
fordómum og ekki síst á sjálf-
um sér, eru „hetjur“ sein
margar kynsystur þeirra vildu
gjarnan taka sér til fyrir-
myndar eða eiga þcgar
samleið með. Bækurnar hafa
óneitanlega góða blöndu af
öllu því helsta sem óskafor-
múlan segir til um: fjörugan
söguþráð, spennu, dramatík
og rómantík. Sjálf segir Juo-
ith Krantz: „Fólk elskar að
lesa góða frásögn vegna þess
að það víkkar sjóndeildar-
hring þcss. Sögupersónur
mínareru meira spennandi
og meira hvetjandi fyrir
ímyndunaraflið en nágrann-
inn og atburðarásin er
hraðari en í raunveruleikan-
um. Allir upplifa á ævinni