Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 47
Forsætisráðherra á fundi með samstarfsmönnum sínum.
Margir muna sjálfsagt eftir þáttunum
Já, ráðherra sem sýndir voru í Ríkis-
sjónvarpinu á sínum tíma. Þar fengum
við að kynnast tveimur kumpánum úr
bresku stjórnmálalífi
Nú á laugardaginn mun hefjast ný
syrpa í átta þáttum; Sjálfstætt framhald
hinna fyrrnefndu. Nafnið er þó ekki
alveg það sama því nú heita þættirnir
Já, forsætisráðherra. Ástæðan er sú að
hinn góðlátlegi Jim Hackerer orðinn
forsætisráðherra.
Þeir sem fylgdust með þáttunum
þekkja þá persónuleika sem þessar tvær
aðalpersónur sýna. Jim Hacker, sem
var í upphafi þáttanna nýorðinn ráð-
herra, er fremur góð sál og áttar sig
ekki heldur á þeim lævíslegu brögðum
sem höfð voru frammi í ráðuneytinu.
En Sir Humphrey Appleby er andstæða
hans. Hann kann öll þau brögð sem
hægt er að nota í starfi sem þessu og
neytir þeirra óspart. Hann hefur ein-
stakt lag á að orða einföldustu stað-
reyndir á svo flókinn hátt að færustu
mönnum er meinað að skilja. En þrátt
fyrir að Appleby búi yfir þessari þekk-
ingu hefur hann sig ekki opinberlega í
frammi. Ástæðan er sú að hann vill
stjórna bak við tjöldin. Hann hefur lif-
að nokkra forsætisráðherra og fjöldann
allan af ráðherrum. Á sinn lymskulega
hátt hefur hann reynt að stjórna þeim
öllum en þannig að þeir verði sem
minnst varir við það.
Það kom greinilega fram í þeim þátt-
um sem sýndir hafa verið að þótt þeir
kumpánar væru ólíkir báru þeir báðir
mikla virðingu fyrir forsætisráðherran-
um. Nú, þegar Hacker er orðinn
forsætisráðherra, hugsar Appleby sér
hins vegar gott til glóðarinnar. Enda
kemur í ljós að þegar Hacker kemur
til að setjast i ráðherrastólinn er
Appleby þegar orðinn ráðuneytisstjóri
í forsætisráðuneytinu.
Hacker hefur samt sem áður smám
saman gert sér grein fyrir þvi að ef
hann hefur sig ekki allan við tekst
Appleby alltaf að hafa sitt fram. Þess
vegna byggjast þættirnir mikið á þeirri
baráttu sem á sér stað milli þeirra
tveggja. Hacker virðist vilja gera allt
samkvæmt sannfæringu sinni en
Appleby sýnist hins vegar ekki hafa
neina samvisku og vill aðeins gera það
sem er þægilegast fyrir hann sjálfan.
I ljós kemur að forsætisráðherra-
starfið er alls ekki auðvelt viðureignar.
Hacker þarf að takast á við vandamál
sem eru vægast sagt ógnvænleg. For-
sætisráðherrann gerir sér ljóst að það
er hans að segja til um hvort eða
hvenær skuli setja kjarnaoddaeldflaug-
ar af stað. En Hacker er ekki allur þar
sem hann er séður og hann tekur skref
sem enginn bjóst við að hann myndi
taka. Hann setur fram nýja varnaráætl-
un sem enginn þekkir eða hefur heyrt
um áður.
Heilbrigðismálaráðherra hefur kom-
ið fram með hugmyndir um að reyna
að draga úr reykingum í Bretlandi.
Hacker styður þessar hugmyndir en
ýmsir embættismenn eru þeim mót-
fallnir sökum þess að þeir eru hræddir
við að missa þá peninga sem hingað
til hafa fengist af sölu tóbaks.
Þetta er þó aðeins hluti þeirra vanda-
mála sem Jim Hacker og Sir Humphrey
Appleby lenda i. Raunir þeirra eru
ýmsar og margvíslegar.
Þessir þættir hafa notið mikilla vin-
sælda í Bretlandi enda snerta þeir
málefni sem eru mörgum Bretum hug-
leikin.
10. TBL VIKAN 47