Vikan


Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 53

Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 53
Án þess að svo mikið sem gjóa augunum á Fen eða Best gekk konan í áttina að líkinu. Hún var um 35 ára gömul að því er Fen sýndist, ómenntuð sveitakona sem bar með sér hæglátan virðuleik. Slétt, dökkt hárið var hnýtt í hnút í hnakkanum. Hún var ómáluð og húðin var með mjúkri filabeinslíkri áferð. Kápan og pilsið voru úr ódýru efni og velkt. Vegna þess hvernig hún var klædd var auð- velt að láta sér sjást yfir það hve vel vaxin hún var. Hún var næstum óeðlilega róleg og svipurinn breyttist ekki þótt lögreglumaður- inn lyfti ábreiðunni af andliti mannsins sem hún hafði gifst. „Það er hann,“ sagði hún, „þetta er Foley.“ Hún sagði þetta ástríðulaust og afgerandi. Lögreglumaðurinn fylgdi henni út eftir að hafa breitt ábreiðuna yfir líkið. Án þess að taka eftir því hafði Fen haldið niðri í sér and- anum og nú blés hann með háværri stunu. „Þetta var athyglisverð kona,“ sagði hann. „Hvernig drukknaði maður hennar? Slys?“ Best hristi höfuðið: „Eftir því sem hún seg- ir þá ýtti fávitinn honum út í. Það var ekkert annað vitni að þessum atburði og fávitinn er mállaus, hann skilur aðeins lítinn hluta af því sem sagt er við hann...“ Best gekk yfir að hjólaborðinu og lyfti ábreiðunni af andliti líksins. Fen kom á hæla honum. „Hann fengi engin fegurðarverðlaun þessi, hvorki dauður né lifandi.“ „Það lítur út fyrir að hann hafi legið í vatni í viku eða lengur,“ sagði Fen. Eitt andartak varð Best undrandi en síðan brosti hann: „Ég gleymdi því að þér hafið þekkingu á þessum málum. Jú, líkið hefur legið í vatni í sex daga.“ „Líkið virðist einnig hafa fengið ýmsa áverka.“ Fen dró ábreiðuna ofan af líkinu og skoðaði það af áhuga. „Af völdum kletta og strauma, ekki satt?“ „Jú, það voru klettanibbur, straumar, hringiður og flúðir ásamt hyljunum sem ollu þessum áverkum.“ „Hringiður; flúðir?“ Fen leit upp. „Gerðist þetta í ánni. Eg hélt að hann hefði drukknað i sjó.“ „Alls ekki, herra minn. Þekkið þér til í Yeopool?“ „Nei, því miður ekki.“ „Það er ekki við því að búast, þetta er smáþorp niðri við mýrina. Foley og kona hans bjuggu í Yeopool og það var þar sem honum var hrint út í ána. Áin er varasöm á þessum slóðum, jafnvel fyrir þá sem eru vel syndir. Foley var ekki syndur þannig að hann hlýtur að hafa drukknað fljótlega. Hann barst síðan niður eftir með straumnum og fannst í gærdag hjá litlu þorpi sem heitir Clapton en það er fimmtán mílur fyrir neðan Yeopool. Straumurinn og iðuköstin höfðu þá rifíð hverja tusku utan af líkinu, það er ekki óal- gengt, eins og þér vitið, herra minn.“ „í straumþungri á er það óhjákvæmilegt nema náttúrlega...“ sagði Fen. í þann mund leit húsvörðurinn inn. „Þetta er allt í lagi, Frank,“ sagði Best. „Við erum búnir. Eru hin farin?“ Frank gaf til kynna að svo væri. „Þá er best að við förum líka.“ Best hagræddi ábreiðunni eins og hún hafði verið. „Þér skul- uð ekki hafa meðaumkun með Foley,“ sagði hann við Fen um leið og þeir gengu út úr herberginu. „Minnist bara hvað hann var að gera við konuna sína þegar fávitinn ýtti hon- um út í.“ „Hvað var hann að gera við konuna sína?“ „Hann var búinn að berja hana til jarðar og var að sparka í hana með járnuðum kloss- unum. Það var svo sem ekki í fyrsta skipti. Hann er þar sem hann á að vera. Það er held- ur ekki hægt að segja að ekkjan sé harmi slegin og hver áfellist hana svo sem?“ Fen steinþagði meðan þeir keyrðu í lög- reglubifreiðinni frá líkhúsinu og að lögreglu- stöðinni. Það var ekki fyrr en þeir stoppuðu fyrir utan að hann sagði: „Sjáið þér um rannsóknina á Foley mál- inu?“ „Nei, stjóri sjálfur hefur það á sinni könnu.“ „Þér eigið við lögreglustjórann?" „Já, það er Bowen lögreglustjóri.“ „Rannsakar hann oft mál sjálfur?“ „Nei, það gerir hann ekki, svo er guði fyrir að þakka." Best lagði bílnum í eitt stæðið, drap á vélinni og hallaði sér aftur á bak. I 1 10. TBL VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.