Vikan


Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 20

Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 20
Myndir: Ragnar Sigurjónsson n. E L D H Ú S Gestur í Viku-eldhiisinu er Anna Bjamason blaðamaður Talsvert atriði er að maturinn sé borinn fram á smekklegan hátt. Ffflet Cordon Bleu í gestamatinn ,,Þegar gestum er boðið til máltíðar getur verið gott að bjóða upp á eitthvað sem hægt er að matreiða fyrirfram þann- ig að boðhaldari þurfi ekki að eyða of miklum tíma yfir pottunum. Þess vegna vel ég oft rétt eins og til dæmis Filet Cordon Bleu, sem þar að auki er mjög ljúffengur matur,“ sagði Anna Bjarnason þegar við litum inn og hún fór fimum höndum um hráefnið. Hún sagði að rétt- urinn væri kenndur við einn frægasta matreiðsluskóla í heimi, franska skólann Cordon Bleu. „En til þess að þessi réttur sé góður þarf gott hráefni," sagði Anna. „Best er að nota svínafilet eða sneiðar sem eru um það bil tuttugu sentímetrar á lengd og um það bil átta sentímetrar þar sem þær eru breiðastar þegar búið er að berja sneiðarnar létt. Þær eiga að vera þunnar. Ofan á hverja sneið er látin sneið af góðurn osti. Þar ofan á kemur sneið af reyktri skinku, síðan önnur ost- sneið og loks er svinakjötssneiðin lögð saman og köntunum „lokað“ vel með því að berja þá saman með kjöthamri.“ Stykkjunum er þá velt upp úr þeyttu eggi, dyfið í gott brauðrasp og steikt i smjöri (eða jurtasmjörlíki) á pönnu. Kjötstykkin eru rétt aðeins brúnuð á báðum hliðum. Þeirn er síðan raðað í eldfast mót og látin bakast í heitum ofni Anna Bjarnason, blaðamaður á DV, með ávaxtasalatið. Anna notar gamaldags skál fyrir salatið, en svona skálar voru notaðar undir póstkort á mörgum heimilum í gamla daga. og þá í um það bil 40-45 mínútur eða í 1045 mínútur í örbylgjuofni. Tíminn fer auðvitað eftir því hve mikið magn er verið með. Gott er að bera fram með þessum rétti hvítar soðnar kartöflur, ferskar gulrætur, grænar baunir og brúnað smjör. „Það sem þarf í þennan rétt er ein væn sneið á mann, helmingi færri skinku- sneiðar og jafnmargar ostsneiðar. Þetta er kryddað með salti og pipar sem er mjög farsælt að nota á langflestan mat,“ sagði Anna. En svo sneri hún sér að gerð eftirréttarins. Ávaxtasalat í eftirrétt „Heima hjá mér eru ferskir ávextir á borðum nærri daglega, einnig þegar gestaboð eru. Þá er þó haft meira við og valdir ineð dýrari ávextir eins og melónur, kiwi, ferskjur, nektarínur og vínber. Annars er salatið að uppistöðu epli, appelsínur og bananar. Dags dag- lega bæti ég stundum 2-3 rauðum kirsuberjum út í salatið til þess að tá rauðan lit. Einnig frysti ég á haustin fersk rifsber og nota þau til þess að fá lit í salatið. Ég hef heyrt unr fólk sem stráir sykri eða einhverju öðru sætuefni út á ferska ávexti. Það er eitthvað það vitlausasta sem ég hef heyrt og algjör óþarfi að gera slíkt. Meðávöxtunum er gott að hafa þeytt- an rjóma eða eggja/rjómasósu en það er mesti óþarfi.“ Við þökkum þessum góða gesti kom- una í Viku-eldhúsið. 20 VIKAN 10. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.