Vikan


Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 60

Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 60
 r- Fyrrverandi kaffitinslustúlka, nú ein af tiu bestu hlaupakonum i heiminum á millivegalengdum. ær konur, sem hafa náð miklum ár- angri í íþróttum, eru flestar hærri, herðabreiðari og vöðvastæltari en gengur og gerist um konur. Og það er fleira sem þær eiga sameiginlegt. Rann- sókn, sem framkvæntd var á ólympíuleikun- um í Montreal 1976, sýndi frarn á að þær konur, sent lýst er hér að ofan, höfðu fengið fyrstu blæðingar sínar þegar þær voru 13,5 ára gamlar - sex mánuðum seinna en meðaltalið er. Sá hópur stúlkna, sem bar af á þessum ólympíuleikum, var fimleikahópurinn rneð Nadiu Comaneci í broddi fylkingar. í þessunt hópi hafði einmitt verið tekið meðaltal af blæðingabyrjun; 13,5 ár. Vísindamenn vtðs vegar úr heiminum einbeittu sér að þessu fyrir- bæri. Að kvöldi dags, við opnun ólympíuleikanna í Los Angeles, kom brasilískur læknir, Victor Matsudo, fram nteð kenningu sem gæti að nokkru leyti skýrt leyndarmál bestu íþrótta- kvenna heimsins. - I sumum íþróttum getur fyrsti blæðinga- dagurinn ákvarðað hver verður meistari, segir Matsudo. Matsudo er yfirmaður fullkomnustu iþróttarannsóknastofnunar Suður-Ameríku. Hann gerði umfangsmiklar rannsóknir áður en hann birti þessar niðurstöður. Þar til þrettán ára aldri er náð eru stúlkur og drengir svipuð að styrklcika. Eftir að blæð- ingar hefjast dregur úr vexti stúlkna, unt sjö til þrjá sentímetra á ári að meðaltali. Jafn- framt veldur estrógen, kvenhormónið, því að fitumyndun hefst í líkama konunnar. Þessi fitumyndun veldur því meðal annars að kven- líkaminn fær þá lögun sem hann hefur. Fita er hins vegar ekki góð þegar íþróttir eru ann- ars vegar. Það gildir einu hversu mikið konur þjálfa sig, hlutfall fitu í líkamanum verður aldrei minna en 15%. Karlmenn geta hins vegar komist niður i 5%. Af þessu leiðir að því seinna sent konur byrja að fá blæðingar þeim ntun hæfari verða þær í iþróttum. Þær verða hærri og minni fita safnast fyrir i líkama þeirra. Ég fékk fyrst blæðingar þegar ég var sautj- án ára, segir Hortensía Marcari, sem er launahæsti íþróttamaður i Brasilíu og jafn- framt hugsanlega ein besta körfuknattleiks- kona í heimi. Það var ekki fyrr en 1928 að konur fengu að keppa á ólympíuleikum. Ellefu kvenkepp- endur tóku þátt í átta hundruð metra hlaupinu og aðeins ein þeirra komst í mark. Hún féll síðar í yfirlið í búningsklefanum. í dag hafa konur hins vegar bæði þol og vöðva til að standa sig vel í greinum sem lengi vel voru aðeins taldar hæfa karlmönnum. Þær keppa í hjólreiðum, skotfimi, fjögur hundruð metra grindahlaupi, þrjú þúsund metra hlaupi og fjörutiu og tveggja kilómetra hlaupi, mara- þonhlaupi það er fimmtíu sinnum sú vegalengd sent hinir keppendurnir tíu gáfust upp á 1928. En þvílíkur árangur hefur auðvitað kostað miklar fórnir. Hin 28 ára garnla Conceicao Aparecda Geremías, sem hefur verið kölluð vanþrosk- aður ofuríþróttamaður, segir: íþróttir eru mcr allt. Allt annað kemur á eftir þeirn. Þegar hún var á unglingsárunum varð hin gífurlega íþróttaiðkun til þess að hún leið næringarskort. í dag er þessi blakka Brasilíu- kona hins vegar meðal tiu bestu millivega- lengdarhlaupara í heimi. Áður en hún keppti á Suður-Ameríkuleikunum 1980 hikaði hún ekki við að láta þurrka brjóstin á sér. þótt hún yrði þar með að hætta að gefa níu mán- aða gamalli dóttur sinni brjóstamjólk. Hún hefur ekki séð eftir því og hún kvartar ekki í dag. Táfnar er sterk lítil stúlka og velgengni ntóður hennar hefur farið fram úr því sem henni hefði nokkurn tíma dottið í hug þeg- ar hún var að alast upp sent kaffitínslu- stúlka. Conceicao og Hortensía eru báðar nteð langa útlimi, sem er nauðsynlegt ef konur ætla að komast í flokk ofuríþróttakvenna sem geta keppt gegn karlmönnum. Þegar Conceicao Geremías var þrettán ára sóttu bræður hennar hana oft til að lemja á drengjum sent þeir áttu í erjum við. Nokkrum árum síðar var ekki til sá áhugamaður í frjáls- unt íþróttum sem þorði að skora á hana. 60 VIKAN 10. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.