Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 60
r-
Fyrrverandi kaffitinslustúlka, nú ein af tiu bestu hlaupakonum i heiminum á millivegalengdum.
ær konur, sem hafa náð miklum ár-
angri í íþróttum, eru flestar hærri,
herðabreiðari og vöðvastæltari en
gengur og gerist um konur. Og það
er fleira sem þær eiga sameiginlegt. Rann-
sókn, sem framkvæntd var á ólympíuleikun-
um í Montreal 1976, sýndi frarn á að þær
konur, sent lýst er hér að ofan, höfðu fengið
fyrstu blæðingar sínar þegar þær voru 13,5 ára
gamlar - sex mánuðum seinna en meðaltalið
er.
Sá hópur stúlkna, sem bar af á þessum
ólympíuleikum, var fimleikahópurinn rneð
Nadiu Comaneci í broddi fylkingar. í þessunt
hópi hafði einmitt verið tekið meðaltal af
blæðingabyrjun; 13,5 ár. Vísindamenn vtðs
vegar úr heiminum einbeittu sér að þessu fyrir-
bæri.
Að kvöldi dags, við opnun ólympíuleikanna
í Los Angeles, kom brasilískur læknir, Victor
Matsudo, fram nteð kenningu sem gæti að
nokkru leyti skýrt leyndarmál bestu íþrótta-
kvenna heimsins.
- I sumum íþróttum getur fyrsti blæðinga-
dagurinn ákvarðað hver verður meistari, segir
Matsudo.
Matsudo er yfirmaður fullkomnustu
iþróttarannsóknastofnunar Suður-Ameríku.
Hann gerði umfangsmiklar rannsóknir áður
en hann birti þessar niðurstöður.
Þar til þrettán ára aldri er náð eru stúlkur
og drengir svipuð að styrklcika. Eftir að blæð-
ingar hefjast dregur úr vexti stúlkna, unt sjö
til þrjá sentímetra á ári að meðaltali. Jafn-
framt veldur estrógen, kvenhormónið, því að
fitumyndun hefst í líkama konunnar. Þessi
fitumyndun veldur því meðal annars að kven-
líkaminn fær þá lögun sem hann hefur. Fita
er hins vegar ekki góð þegar íþróttir eru ann-
ars vegar. Það gildir einu hversu mikið konur
þjálfa sig, hlutfall fitu í líkamanum verður
aldrei minna en 15%. Karlmenn geta hins
vegar komist niður i 5%. Af þessu leiðir að
því seinna sent konur byrja að fá blæðingar
þeim ntun hæfari verða þær í iþróttum. Þær
verða hærri og minni fita safnast fyrir i líkama
þeirra.
Ég fékk fyrst blæðingar þegar ég var sautj-
án ára, segir Hortensía Marcari, sem er
launahæsti íþróttamaður i Brasilíu og jafn-
framt hugsanlega ein besta körfuknattleiks-
kona í heimi.
Það var ekki fyrr en 1928 að konur fengu
að keppa á ólympíuleikum. Ellefu kvenkepp-
endur tóku þátt í átta hundruð metra hlaupinu
og aðeins ein þeirra komst í mark. Hún féll
síðar í yfirlið í búningsklefanum. í dag hafa
konur hins vegar bæði þol og vöðva til að
standa sig vel í greinum sem lengi vel voru
aðeins taldar hæfa karlmönnum. Þær keppa
í hjólreiðum, skotfimi, fjögur hundruð metra
grindahlaupi, þrjú þúsund metra hlaupi og
fjörutiu og tveggja kilómetra hlaupi, mara-
þonhlaupi það er fimmtíu sinnum sú
vegalengd sent hinir keppendurnir tíu gáfust
upp á 1928.
En þvílíkur árangur hefur auðvitað kostað
miklar fórnir.
Hin 28 ára garnla Conceicao Aparecda
Geremías, sem hefur verið kölluð vanþrosk-
aður ofuríþróttamaður, segir: íþróttir eru
mcr allt. Allt annað kemur á eftir þeirn.
Þegar hún var á unglingsárunum varð hin
gífurlega íþróttaiðkun til þess að hún leið
næringarskort. í dag er þessi blakka Brasilíu-
kona hins vegar meðal tiu bestu millivega-
lengdarhlaupara í heimi. Áður en hún keppti
á Suður-Ameríkuleikunum 1980 hikaði hún
ekki við að láta þurrka brjóstin á sér. þótt
hún yrði þar með að hætta að gefa níu mán-
aða gamalli dóttur sinni brjóstamjólk. Hún
hefur ekki séð eftir því og hún kvartar ekki
í dag. Táfnar er sterk lítil stúlka og velgengni
ntóður hennar hefur farið fram úr því sem
henni hefði nokkurn tíma dottið í hug þeg-
ar hún var að alast upp sent kaffitínslu-
stúlka.
Conceicao og Hortensía eru báðar nteð
langa útlimi, sem er nauðsynlegt ef konur
ætla að komast í flokk ofuríþróttakvenna sem
geta keppt gegn karlmönnum.
Þegar Conceicao Geremías var þrettán ára
sóttu bræður hennar hana oft til að lemja á
drengjum sent þeir áttu í erjum við. Nokkrum
árum síðar var ekki til sá áhugamaður í frjáls-
unt íþróttum sem þorði að skora á hana.
60 VIKAN 10. TBL