Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 14
Lesendur skrifa
María stóð við stofugluggann og horfði
út í garðinn sem var hulinn snjó.
Öðru hverju gerði skörp él svo það
dimmdi í stofunni. Hún sá varla grilla í
næsta hús, þó ekki væri langt á milli.
Þulurinn í útvarpinu var að lesa hádeg-
isfréttir. Hún lagði við eyru er hann sagði:
Það hörmulega slys varð síðla nætur
að sumarbústaður utan við borgarmörk-
in brann til kaldra kola og fórust þar
tvær manneskjur. Bústaðurinn hafði ekki
verið notaður um árabil. Er slökkviliðið
í Reykjavík kom á vettvang var hann
alelda. Reykkafarar fóru inn í bústaðinn
og fundu þar karl og konu og voru þau,
eins og fyrr greinir, bæði látin. Þau hétu
Alviðra Jósafatsdóttir og Grímur Móses-
son.
Maria fann að augu hennar fylltust
tárum. Svona hafði þá ævi þeirra endað,
þessara tveggja umkomuleysingja í ver-
aldarinnar volki.
Hún gekk inn i svefnherbergið og
horfði á krossmark sem hékk yfír rúm-
inu. Svo gekk hún aftur fram í stofu og
út að glugganum. Hugurinn hvarflaði sex
ár aftur í tímann. Hún hafði staðið við
þennan sama glugga og nú tóku minning-
arnar völdin í huga hennar.
Þar sem María stóð við stofugluggann
og horfði út var lítt vorlegt um að litast,
þó vorið ætti að vera við bæjardyrnar
samkvæmt dagatalinu.
Henni sýndust hálfbyggð húsin, kúra
sig innan um snjóskaflana, hálfhnuggin.
Það var sem þau hnipruðu sig saman til
að verjast kuldanum og snjókófinu sem
þyrlaðist upp í norðanvindinum.
Glerlausir gluggar voru eins og myrkir
hellar undir stórfenglegum brúnum úr
klaka og það fór ósjálfrátt hrollur um
Maríu þar sem hún stóð.
Þetta hafði verið óvenju kaldur og
snjóþungur vetur. Maríu þótti hann hafa
verið bæði langur og strangur.
Þau höfðu flutt í þetta hverfi síðastlið-
ið haust, hún, maðurinn og börnin. Þau
voru ein af mörgum sem höfðu farið út
í það að byggja og flutt inn strax og
hægt var.
Það greip hana einhver leiðatilfínning
við að horfa á öll þessi hálfbyggðu hús.
Einstaka hús voru íbúðarhæf, eins og
þeirra, og svo voru allir grunnarnir sem
stóðu ekki upp úr snjónum. Þegar snjó-
inn leysti og allt vatnið færi að síga niður
í jörðina yrði svæðið eitt óendanlegt
drulluhaf, mold og vatn - vatn og mold.
Það var laugardagur og klukkan farin
að ganga tvö. María reif sig upp úr þess-
um þönkum og fór að sinna yngsta
barninu, tíu mánaða telpu. Það var kom-
inn timi fyrir miðdegislúrinn hennar.
Eldri börnin voru að leika sér úti í
snjónum. Þeim fannst veturinn hvorki
langur né leiður. Börn hafa yfirleitt þann
dásamlega eiginleika að aðlagast fljótt
og vel, fái þau leikfélaga á nýjum stað,
og af þeim var nóg.
María brosti með sjálfri sér, lyfti litlu
telpunni upp og fór með hana inn á bað-
ið til að skipta á henni. Svo lagði hún
telpuna þurra og ánægða í bólið hennar
og náði í „besta vininn", fullan af volgri
mjólk. Barnið saug, fyrst ákaft og krefj-
andi, síðan hægar. Það varð lengra milli
soghljóðanna, svo hættu þau alveg. Litlu
varirnar lágu í hvíld utan um túttuna.
Andardrátturinn varð léttur og jafn.
María beygði sig yfir rúmið, tók pelann
varlega burtu, breiddi betur yfir telpuna
og.gekk hljóðlega út úr herberginu.
Maðurinn hennar Maríu var að vinna
og hún átti ekki von á honum heim fyrr
en um kvöldmatarleytið. Hún hugsaði
með sér að það væri best að nota tímann
úr því það væri svona rólegt og klára að
saurna sængurfötin barnanna. Hún var
búin með eitt sett, byrjuð á öðru en hið
þriðja var ósnert. Brátt brunaði sauma-
vélarnálin yfir efnið. Þá glumdi dyrabjall-
an.
- Þetta eru krakkarnir, þeim er orðið
kalt, hugsaði María og stóð upp.
En við dyrnar stóðu karl og kona sem
hún hafði ekki séð áður. Þau voru blá-
rauð af kulda og vansæl á svipinn. Við
fætur þeirra voru margir plastpokar
bundnir saman með snæri, en maðurinn
hélt á töskugarmi.
Maðurinn ræskti sig þegar konan gaf
honum olnbogaskot.
Afsakið ónæðið, kæra frú, en við
erum í vandræðum.
- Já, miklum vandræðum, bergmálaði
konan.
- Þú gætir kannski gefið okkur vatns-
sopa að drekka, frú min, hélt maðurinn
áfram og rétti ögn úr sér.
- Megum við ekki koma inn úr þessum
déskotans kulda? spurði konan og sté
um leið inn fyrir. María hörfaði undan.
Hvað er ykkur á höndum? spurði hún.
- Lofaðu okkur að hlýja okkur smá
agnar stund, ljósið mitt, sagði konan og
tók í handlegg mannsins og kippti honum
inn í forstofuna.
Þið getið fengið að drekka og hlýja
ykkur stundarkorn, sagði María, en ég
er óvön að hleypa ókunnugum inn í mín
hús og maðurinn minn verður ábyggilega
ekkert hrifmn af slíku.
Henni þótti vissara að nefna manninn
sinn, eins og hann væri alveg á næstu
grösum. Fólk var flutt inn í húsin beggja
vegna og krakkahópurinn var að leika
sér á hólnum beint á móti. Það var víst
ekkert að óttast.
- Ég skil þig, frú mín, sagði maðurinn
og linnti ekki kurteisinni. - Aliur er var-
inn góður en við erum engir ribbaldar,
svo mikill mannþekkjari ert þú áreiðan-
lega, kæra frú.
Þau klæddu sig í flýti úr skógörmum
og utanyfírflíkum. Konan var í hverri
flíkinni utan yfir annarri, pilsum, kjólum
og peysum. Þetta gerði hana að vonum
allfyrirferðarmikla. En hún var með
dökkt, stuttklippt hár og þegar hún
horfði á Maríu sá hún að augu konunn-
ar voru falleg og flauelsbrún. Maríu
sýndist konan vera komin vel yfir miðjan
aldur og maðurinn enn eldri. Hún fann
sterkan vínþef leggja frá þeim þegar þau
voru komin inn og leist illa á.
- Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vor-
kunnsemin hleypur með þig í gönur,
Maja litla, hugsaði hún með sjálfri sér
og hélt áfram að virða komufólkið fyrir
sér.
Maðurinn var veðurbarinn, með þunn-
ar gráar hártjásur og tanniítill. Augun
voru flóttaleg og skimandi og hann var
verulega illa til reika. Fötin voru skítug
og krumpuð eins og ekki hefði verið far-
ið úr þeim vikum saman.
Önnur höndin var blóðstorkin og um
hana vafið svartri tusku. Berfættur var
hann á öðrum fæti og draghaltur.
- Hvað er að þér í fætinum? spurði
Maria.
Það er andskotans hælsærið sem er
að drepa mig, stundi karlinn og lyfti fæt-
inum aftur undan sér svo María gæti séð
blóðugt fleiðrið.
Þú verður að fá eitthvað um þetta,
sagði María.
- Já, en nú væri gott að fá heitt kaffi,
tautaði karlinn og var búinn að sleppa
frúartitlinum í bili.
Konan var sest í símastólinn en karlinn
skimaði í kringum sig.
- Þú ert búin að fá síma, sagði hann.
Við þyrftum að fá að hringja. Svoleið-
is er að við vorum að skemmta okkur í
nótt, hjónin, það var alveg sérstakt til-
efni, bætti hann við í trúnaðarrómi.
- Við erum að leita að bílstjóraskepn-
unni sem keyrði okkur eitthvað, ég man
bara ekki hvert.
- Já, greip konan fram í. Við eigum
nefnilega hjá honum peninga. Við vorum
með svo mikið á okkur að við báðum
bílstjórann að geyma svo við eyddum
ekki öllu en svo gleymdum við að taka
14 VIKAN 10. TBL