Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 58
Hvitt pils og hneppt
„kjólkápa" úrbláu
popplinefni. Nokkuð
klassiskir sumarlitir og
hönnun einnig.
Vor- og sumar-
tískan
Það er kominn mars-
mánuður og því ekki
langt í vorið. Birtan
teygir sig í báða
enda hvern dag og
lengir dagana. Nú er
því rétti tíminn til að
hrista af sér vetrardrungann
og líta á vor- og sumartískuna. Það
eru mjúkir, hlýir litir, falleg eðalefni, silki,
létt ullarefni og bómull sem fylgja árstíðinni
fram undan.
Kvenfatatíska verður litrík, falleg og kvenleg. Við
lítum á nokkur sýnishorn frá tískufrömuðum Evr-
ópu orðum okkar til staðfestingar. Ted Lapidus, sá
franski, og Pierre Balmain, sömu þjóðar, Louis Gerar-
dos, grískur, og Michael Sturm, þýskur með aðsetur
í Múnchen, eru þeir fatahönnuðir sem hannað hafa vor-
og sumarfatnaðinn sem við sjáum hér á síðunum.
Hvitir kragar og hvít uppslög á ermum, mittisbelti, slauf-
ir, hattar, stórir skartgripir og axlapúðar eru einkennandi
fyrir það sem fyrir augu ber.
Tvískiptur bómullarkjóll frá Michael Sturm í Munchen.