Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 5
Litakort og snyrtivörur í árstíðalitunum. Linda Evans er i sumri en Sara her-
togaynja í haustinu.
Allir litaflokkarnir prófaðir og þá kemur ýmis-
legt í Ijós.
þeim liugmyndina á bak við litagreiningu,
hvað þær geta fengið út úr henni og hvernig
þær geta nýtt sér hana sjálfar. Hver um sig
er svo litgreind eftir húð-. hár- og augnlit og
fundið út hvaða flokki hún tilheyrir. Síðan
er hún snyrt með sínum rétta árstíðarlit. Að
lokum sýni ég niðurstöðuna með því að bera
réttu litina við hverja og eina og sýni einnig
möguleika á að blanda liti og setja þá saman.
Hver og ein fær svo sitt litakort með litapruf-
unt og ýmsum leiðbeiningum. En það er
mikilvægt að hafa í huga að litagreiningin ein
leysir engan vanda, það er undir sjálfri þér
komið að hve miklu leyti hún kemur að
gagni. Þú hefur að vísu þinn ramma til að
fara eftir en þú þarft að gefa þér tíma til að
læra að þekkja þína liti og skipuleggja út frá
því.“
- Er eitthvað fleira sem mælir með lita-
greiningu, annað en betra útlit og betri líðan?
,,Já, til dæntis það að allir eyða svo og svo
miklu í fatakaup árlega og því þá ekki að
gera það á markvissari hátt. Margir kannast
við að eiga kannski tíu pils og tíu peysur en
fátt af því passar almennilega saman eða
klæðir viðkomandi. Það er allt of algengt að
fólk kaupi einhverja flík bara af þ'ví hún er
falleg en athugi ekki hvort hún gefi því eitt-
hvað. geri eitthvað fyrir það. En ef fólk keypti
markvisst væri hægt að spara mikinn pening.“
Ef þessar myndir koma rétt út má sjá greinilegan blæbrigðamun á lit í andlit-
inu - til vinstri gefa hlýju litirnir mýkri tón en þeir köldu til hægri.
10. TBL VIKAN 5