Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 23
Vinirnir Francis og Dale Turner
(Francois Cluzet og Dexter Gor-
don).
Hefur leikur Dexters Gor-
don vakið aðdáun allra sem
séð hafa og fyrir hlutverk
sitt í Round Midnight hefur
hann nú orðið þess heiðurs
aðnjótandi að vera tilnefnd-
ur til óskarsverðlauna sem
besti karlleikari á síðasta ári.
Til að halda utan um tón-
listina og stjórna upptökum
fékk Bertrand Tavernier til
liðs við sig Herbie Hancock
og ber platan úr myndinni
þess merki að þar sé réttur
maður á réttum stað.
Þótt Round Midnight sé
frönsk kvikmynd er hún að
mestu töluð á enska tungu.
Og nú er bara að bíða og
sjá hvort hún fer ekki að
birtast á hvíta tjaldinu hér-
lendis því víst er að allir
djassáhugamenn biða í of-
væni eftir að sjá goðin sýna
listir sínar.
Myndbönd
V ★ ★
Leikstjórar: Richard Safaran og Kenneth Johnson.
Aðalhlutverk: Mike Donovan, Andrew Prine, Jane Badler og Michael Ironside.
Sýningartími: ca 8 klst. (5 spólur). - Útgefandi: Tefli hf.
V er, eins og flestir vita, tákn um sigur. Sigurinn í þessum myndaflokki
er ekki gegn jarðneskum verum heldur gegn háþróuðum verum utan úr
geimnum sem ætla séryfirráð ájörðinni. I byrjun hrífastjarðarbúaraf
þessum verum í mannsmynd en fljótt kemur í ljós tilgangur þeirra og þegar
að er gáð er eðlulíkami undir mannshúðinni. Andspyrnuflokkar eru skipu-
lagðir og fjallar myndaflokkurinn að mestu um andspyrnu gegn geim-
verunum. Þrátt fyrir mikla lengd má hafa gaman af V. Mörg atriðin eru
ágætlega gerð og spennan er alltaf fyrir hendi. Helsti gallinn er sá að gerðir
og athafnir geimveranna benda síður en svo til að um háþróaðar verur sé
að ræða og vopn þeirra eru langt frá því að vera háþróuð enda er það svo
að venjulegar sprengjur og rifflar duga alveg gegn þeim. Ef hægt er að líta
fram hjá þessum annmörkum er hér um ágætan spennumyndaflokk að ræða.
WARNING SIGN ★ ★
Leikstjóri: Hal Barwood.
Aðalleikarar: Sam Waterstone, Kathleen Quinlan og Yapet Kotto.
Sýningartími: 95 mín. - Útgefandi Steinar hf.
Þær grunsemdir hafa ávallt verið sterkar að þrátt fyrir bann við líffræði-
hernaði vinni stórveldin að tilraunum með líffræðivopn. Warning Sign er
um slíka stofnun. Vegna mistaka sleppur veira laus og sest í vísindamenn
með þeim árangri að þeir virðast fyrst drepast en lifna síðan við og ráðast
á alla, sérstaklega ef um vini er að ræða. Tekist hefur að einangra stofnun-
ina en órólegir ættingjar bíða fyrir utan og fá ekki áreiðaniegar fréttir.
Yfirvöld eru ráðalaus gagnvart þessari ógn enda ekkert móteitur til. Lög-
regluforingi einn, sem á eiginkonu innandyra, nær í vísindamann sem hafði
hætt störfum á stofnuninni og saman eygja þeir lausn á vandanum. Hug-
myndin að myndin er nokkuð góð en úrvinnslan í handriti er slöpp. Sagan
verður ótrúleg og spennan er alltaf í lágmarki. Warning Sign er mynd sem
hefði getað orðið betri með aðra menn við stjórn.
IN THE SHADOW OF KILIMANJARO ★ ★
Leikstjóri: Raju Petel.
Aðalleikarar: John Rhys Davis, Timothy Bottoms og Irene Miracle.
Sýningartími: 105 min. - Útgefandi: Laugarásbíó.
In the Shadow of Kilimanjaro sækir greinilega fyrirmynd sína í hina
þekktu mynd Hitchcocks, Birds. í staðinn fyrir fuglana, sem ráðast á menn-
ina, eru það bavíanar, yfirleitt friðsöm apategund, sem halda sig í hópum
og ráðast gegn mönnum í Kenya. Þrátt fyrir að eftirlitsmaður í þjóðgarði,
Jack Ringtree (Timothy Bottoms), aðvari yfirvöld taka þau ekki mark á
honum þegar hann vill að íbúar héraðs eins verði fluttir á brott. Afleiðing-
in verður að aparnir ráðast á allt sem lifandi er og slátra... In the Shadow
of Kilimanjaro er sæmileg afþreying þó sjá megi að framleiðendur hafi
ekki haft úr of miklum peningum að spila. Aparnir eru ógnvekjandi og
mun betri leikarar en mennskir. Söguþráðurinn er ekki eins fjarlægur og
virðist í fyrstu því að hluta til er myndin byggð á sönnum atburðum er
gerðust í mikilli þurrkatíð í Kenya.
COMMANDO ★ ★
Leikstjóri: Mark Lester.
Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger og Rae Dawn Chong.
Sýningartími: 86 min. - Útgefandi: Steinar hf.
Það er Rambo sem er fyrirmynd að Matrix í Commando sem hinn vöðva-
stælti Schwarzenegger leikur. Enda er Matrix fyrrverandi hermaður sem
mikið er sóst eftir. Hann er sestur í helgan stein þegar myndin hefst. Þegar
dóttur hans er rænt er andskotinn laus og þeir sem hann grunar að eigi þátt
í hvarfi dóttur hans lifa ekki lengi. Áður en hann nær dóttur sinni úr hönd-
um óþokkanna liggur í valnum heil herdeild þrjóta. Söguþráðurinn í
Commando skiptir minnstu máli. Það eru senurnar, þar sem Matrix sýnir
yfirburði sína í vígafimi, sem öllu skipta og af nógu er að taka. Má segja
að Commando sé einn allsherjar bardagi frá upphafi til enda og aðdáendur
slíkra mynda fá hér fullorðinsskammt af slagsmálum og öðru slíku. Það
er kannski eins gott því um leið og Schwarzenegger tekur til máls fer fyrir
honum eins og Stallone, áhorfandinn á bágt með að skella ekki upp úr.
WkRNERHOMEVIDEO
ÍSLENSKUR TEXTI
10. TBL VIKAN 23