Vikan


Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 18

Vikan - 05.03.1987, Blaðsíða 18
Gamlir en góðir Margrét Þorláksdóttir, kona Þorsteins Daníelssonar dannibrogsmanns á Skipalóni, var veglega búin á þjóðhátíðinni á Akureyri árið 1874. Skartaði hún þennan dag krínólíni eða svigapilsum er sumir nefndu svo. Nú bar svo við að Margrét átti leið nið- ur stiga og sá þá lítt niður fyrir sig vegna pilsanna. í sömu andrá kemur bóndi nokkur þaðan úr sveit- inni upp stigann og var hann aHdrukkinn. Uggði hann ekki að sér heldur gekk upp undir pilsin og nam ekki staðar fyrr en kollur hans steytti á frúnni á Skipalóni. Varð honum dimmt fyrir augum á þess- um stað en lét sér lítt bregða þótt genginn væri í ófæru. Heyrði Margrét að hann sagði stundarhátt niðri í sjálfheldunni: Hér sé guð. Hér hef ég aldrei komið áður. Guðbrandur Jónsson prófessor var eitt sinn á ferð milli landa á Gullfossi og sat uppi í reyksal með koníaks- glas í hendinni. Farþegi nokkur kemur inn í salinn og spyr um jómfrúna. Þá svarar Guðbrandur: Hún var hér rétt áðan en skrapp niður með manni til að skipta um titil. í skammdegi og miklum snjó bar gest að góðum garði norðanlands. Var þá komið kvöld. Gesturinn var talinn óhóflega latur og svefnpurka mikil. Hann baðst gistingar og bóndi kvað það velkomið. Voru svo dregin af honum vos- klæði, veittur góður beini og síðan fylgt til sængur í gestastofu. Þá sagði bóndi við heimilisfólk sitt: - Nú skulum við sjá hvað hann getur sofið lengi og hafi nú alhr hljótt í bænum. Síðan gekk hann út og byrgði stofuglugga rækilega með snjó. Ekki gerði gesturinn vart við sig næsta dag og forðuðust allir að vekja hann. Svo leið sá dagur og næsta nótt. Þegar gesturinn gerði enn ekki vart við sig daginn eftir fór bónda ekki að lítast á blikuna og hélt að hann kynni að vera dauður. Gekk bóndi því með ljós í gestastofu og bauð góðan dag háum rómi. Þá rumskaði gestur, strauk stírumar úr augirn- um og sagði: - Þetta finnst mér einhver lengsta nótt sem ég hef lifað og gott var að þú vaktir mig. - Jæja, sagði bóndi, ertu á hraðriferð? -Já, blessaður vertu, svaraði gestur. Ég er að sækja yfirsetukonu. 18 VIKAN 10. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.