Vikan


Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 39

Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 39
- Er fólk ekki undrandi þegar þú segist eiga sex börn? „Jú. það hvá allir. Eg talaði nú samt ailtaf mjög digurbarkalega um það hér áður fyrr að ég ætlaði að eiga mörg börn. Þá var þetta að vísu bara í nösunum á manni en þetta fór svona. Ég hef alltaf verið mjög mikið fyrir börn. Mér fmnst garnan að því iíka hversu börnin mín, þó ég segi sjálfur frá, eru - Hafið þið tekið ykkur sumarfri? „Við höfunt einu sinni farið í sumarfrí. Þá fórum við til Flórída og vorum þar í þrjár vikur. Það hefur venjulega verið það mikið að gera hjá mér að við höfum ekki haft tíma til að fara í frí. Fótboitinn hefur tekið mikinn tíma frá mér og einnig hefur verið erfitt að taka frí frá fyrirtækinu.“ - Þú getur varla haft önnur áhugamál en fótboltann. Eg var fimm ára þegar ég byrjaöi að æfa með Val og var níu ára þegar ég spilaði fyrsta leikinn skemmtilegir einstaklingar og ólíkir. Þetta eru sex mismunandi karaktertýpur. Þau hafa mis- munandi áhugamál ogeru hvert á sínu sviði." Er heimilishaldið ekki dýrt og þarftu ekki bæði að eiga stórt hús og stóran bíl? „Jú, þetta er dýrt núna og verður dýrara þegar þau komast á unglingsárin. Ég á stórt hús og stóran bíl og veitir ekki af." „Fjölskyldan er stórt áhugamál hjá mér og einnig hef ég alltaf verið mikill áhugamaður um hesta, átti hesta hér einu sinni. Ég hef hug á að fara út í hestamennskuna aftur. Síðastlið- ið haust byrjaði ég í skotveiði og bíð nú spenntur eftir að komast í rjúpu aftur. Einnig hef ég gaman af flotholtsveiði. Ég slappa yfir- leitt af með því að hafa eitthvað að gera. Ég kann ekki að vera aðgerðalaus og stara út í loftið í sólbaði eða þvíumlíku.“ - Nú hefur oft verið talað um að allt sem þarf fyrir börn á unga aldri sé hátollavörur. Hefur þú hugsað þér að taka upp málsvörn fyrir þennan hóp? „Ekki bara út frá eiginhagsmunasjónar- miði. Það er stefnuskrármál hjá okkur að lagfæra tollalöggjöfma og þar fellur þetta inn í.“ Við viljum þrengja þá möguleika sem eru tilfóstureyð- inga, þá á ég við félagslega þáttinn. - Nú er einnig á ykkar stefnuskrá að breyta fóstureyðingalöggjöfinni? „Við viljum þrengja þá möguleika sem eru til fóstureyðinga, þá á ég við félagslega þátt- inn. Okkur finnst fullfrjálslega með hann farið. Við viðurkennum að fóstureyðingar geta verið nauðsynlegar og horfum ekkert fram hjá því. En það á engin kona að þurfa að fara í fóstureyðingu til dæmis vegna fjár- hagsvandræða. Það eru svo margir þættir í þessum félagslega vanda sem hafa leitt til fóstureyðinga og það þarf að skoða þetta allt í heild sinni.“ Umræða okkar hefur snúist um eitt og ann- að og Ingi Björn hefur milli þess sem hann hefur svarað spurningum mínum svarað sím- anum því fyrirtækinu er ekki lokað þó for- stjórinn rabbi við blaðamann. Áður en ég læt staðar numið langar mig að vita af hverju þau systkinin, Ingi Björn og Helena, tala ætíð um föður sinn með nafni. „Mér finnst eðlilegra, þegar ég er að tala við ókunnugt fólk, að tala um föður minn sem Albert. Mér finnst líka að það hljóti að hljóma betur fyrir lesandann. En auðvitað kalla ég hann pabba dagsdaglega í samtölum okkar á milli og við vini og kunningja.“ Þegar þetta viðtal var tekið, 11. maí, var lítið farið að gerast í stjórnarmyndunarmál- um. Heldur Ingi Björn að ný stjórn verði fædd þegar þetta viðtai birtist? „Nei, ég hef enga trú á því.“ - Áttu þér óskastjórn? „Ég veit nú ekki hvort ég get svarað þessu. Ætli mér finnist ekki að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ættu að minnsta kosti að vera í þeirri stjórn og glíma við vandann sem þeir skildu eftir,“ sagði Ingi Björn Al- bertsson og við látum það verða hans lokaorð að þessu sinni. Hann á væntanlega eftir að láta að sér kveða á næstu árum ef hann held- ur áfram að feta í spor föður síns. 22. TBL VI KAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.