Vikan


Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 23

Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 23
Stephen Frears. Stephen Frears Enginn breskur leikstjóri hefur vakið jafnmikla athygli að undan- fömu og Stephen Frears. Með síðustu tveimur myndum sínum, My Beautiful Laundrette og Prick up Your Ears, skipar hann sér í hóp fremstu leikstjóra Breta. Þrátt fyrir nýtilkomna frægð er Frears enginn nýgræðingur. Hann er fimmtíu og fimm ára gamall og á að baki farstelan feril í sjónvarpinu auk tveggja annarra kvikmynda. Fyrsta kvikmynd hans sem leik- stjóra var Gumshoe, gerð 1971. Þar leikur Albert Finney bingóstjómanda sem dreymir um að verða leynilög- regla í íindti Bogarts. Draumur hans rætist. Þrátt fyrir góða dóma náði Gumshoe ekki aö trekkja áhorfendur til sín og leið Frears lá í sjónvarpið. Þar gerði hann eftirminnilegar myndir og hefur allavega ein þeirra verið sýnd i íslenska rikissjónvarpinu. Saigon: Year of the Cat. Það er svo ekki fyrr en 1984 að hann leikstýrir sakamálamyndinni The Hit, með John Hurt og Terence SUimp í aðal- hlutverkum. Hlaut sú mynd ágætar viðtökur en samt ekki í líkingu við næstu mynd, My Beautiful Laund- rette, mynd sem nótið hefur mikilla vinsælda báðum megin Atlantsála. Og Frears hefur svo enn styrkt stöðu sína með Prick up Your Ears. HEAVENLY PURSUIT ★ ★ ★ Leikstjóri: Charles Gormley. Aöalleikarar: Tom Conti og Helen Mirren. Sýningartími: 92 mín. - Útgefandi: Tefli hf. Vic Matthews (Tom Conti) er kennari við skóla sem kenndur er við Edith er bað svo heitt fyrir ungri stúlku að hún fékk sjónina. Prestur skól- ans vill að Edith sé tekin í helgra manna tölu en páfagarður telur að það vanti svo sem eitt kraftaverk til viðbótar. Það er eins og við manninn mælt, ýmsir óskýranlegir atburðir fara að gerast og tengjast þeir allir aum- ingja Vic sem til þessa hefur verið trúlaus með öllu. Honum fer ekki að standa á sama þegar plötuspilarinn hans byrjar sjálfur að spila. Hann fellur eina fimmtán metra og sleppurómeiddurog það er alveg sama þótt hann ætli að keyra yfir á rauðu ljósi, alltaf skal vera komið grænt þegar hann fer ylir... Gott handrit ásamt góðum leik Toms Conti og Helen Mirren, er leikur samkennara hans, gerir það að verkum að Heavenly Pursuit er hin besta skemmtun. ★ ★ Leikstjóri: David Holmes. Aðalleikarar: Jacklyn Smith, Nigel Terry og Shelley Winters. Sýningartími: 91 mín. - Útgefandi: Tefli hf. Myndir um endurholdgun eru ekki ný fyrirbrigði enda efni sem hægt er að leika séraðá margan máta. Déja Vu erslík mynd. Jacklyn Smith leik- ur leikkonu sem gift er rithöfundinum Gregory Thomas (Nigel Terry). Þegar þau eru að horfa á gamla ballettmynd tekur Thomas eftir hversu lík eiginkona hans er aðalballerínunni sem fórst í eldsvoða þrjátíu og fimm árum áður. Þessi staðreynd ásækir hann mjög og hann fer að grafast fyrir um ævi ballettdansarans. Um leið fara að sækja á hann hugsanir um at- burði sem hann getur ekki skýrt. Fer hann til rniðils sem upplýsir hann um að i honurn búi persóna sem lést um leið og ballettdansarinn... Hingað til heldur Déja Vu dampi en þegar hér er komið sögu hafa handritshöfund- ar lent í vandræðum því hinn spennandi söguþráður flosnar upp og verður vandræðalegur, svo mynd sem lofaði góðu endar sem miðlungsmynd. HOWARD THE DUCK ★ Leikstjóri: Willard Huyck. Aöalleikarar: Lea Thompson, Jeffrey Jones og Tim Robbins. Sýningartími: 105 mín. -Útgefandi: Laugarásbíó. Með Howard the Duck urðu George Lucas á dýr mistök. Það vantar ekki að tæknibrellur eru geysivel gerðar og oft áhrifamiklar. Málið er bara að handritið er fráhrindandi og leiðinlegt og söguþráðurinn sömuleiðis. Megininntak erað vegna tæknilegra mistaka berst til jarðarinnarönd ein sem lillr á nákvæmlega eins plánetu ogjörðin nema þar eru cndur í hlut- verki mannsins. Önd þessi nefnist Howard, talar með eindæmum mikið og þykir góður bjór. Hann er að sjálfsögðu ekki ánægður með þær við- tökur sem hann fær í mannheimum. Það er rokkstjarna sem tekur hann upp á arma sína og veitir honum húsaskjól. Vísindamennirnir gera enn ein mis- tökin og nú er það ekki gæðablóðið Howard sem kemur heldur hinn myrki yfirdrottnari... Sjálfsagt hefur hugmyndin að talandi önd þótt sniðug á pappírnum en komin á hvíta tjaldið skemmtir Howard the Duck fáum. Myndbönd ÍSLENSKUR TEXT1 DÉJAVU AMERICA 3000 ★ Lelkstjóri: David Engelbach. Aðalleikarar: Chuck Wagner, Laureen Landon og Camilla Sparv. Sýningartími: 84 min. -Utgefandi: Tefli hf. America 3000 er gamansöm framtíðarmynd. Eins og í svo mörgum fram- tíðarmyndum, sem gerast ájörðinni, hefur lifi nánast verið eytt í kjarnorku- styrjöld. Ný þjóðfélög hala risið upp og eru nú konur allsráðandi. Lífið gengur fyrir sig eins og í fornöld, engin skotvopn og klæðnaður fólks fábrot- inn. Kvenfólkið notar karlmennina sem þræla þótt það viðurkenni að til þess að fjölga kvenþjóðinni séu þeir nauðsynlegir. Þetta gengur svona fyíir sig þangað til karlmaður nokkur finnur óvænt kjarnorkubyrgi með íbúð forseta Bandaríkjanna. Þar finnur hann ýmislegt sem breytirstöðunni karl- mönnum i hag... Sem betur fer erekki ætlast til að fólk taki America 3000 alvarlega og því má hafa gaman af allri vitleysunni þótt ekki risti það djúpt. í heild er samt ekkert nýtt hér. Maður hefur á tilfinningunni að hafa séð allt gamanið áður og það oftar en einu sinni. 22 TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.