Vikan


Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 9

Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 9
Pilla níunda áratugaríns Megrunarpillan U.S. Grape Slim eru megrunartöflurnar sem sigrað hafa heiminn. Stjörnurnar í Hollywood hafa sett traust sitt á þær um nokkurt skeið og nú er Evrópa komin á bragðið. í fyrsta sinn í langan tíma viður- kenna læknar og heilbrigðisyfírvöld töflur á borð við þessar, sem auk þess að minnka matarlyst innihalda bætiefni og hafa engar auka- verkanir. Vikan er fyrst fjölmiðla hér á landi til að kynna U.S. Grape Slim töflurnar en þær eru einmitt þessa dagana að koma á markað hérlendis og munu fást í apótekum. Svona lita megrunarpillurnar góðu út. Hollur megrunarkúr Heiðar Jónsson sér um kynningu á U.S. Grape Slim hér á landi: „Eg hef alla tíð verið á móti megrun sem er eingöngu vatnslosandi því likaminn tekur strax í sig vatn aftur og fólk stendur í sömu sporum og áður. Þegar ég sá umfjöllun um þessar töflur erlendis varð mér Ijóst að þær hafa aðra og raunhæfari verkan. Þessar töflur innihalda greipaldinsafa og hafa hressandi greipaldinbragð en auk þess innihalda þær náttúrulegar trefjar og ýmiss konar bætiefni, eplaedik og þaraefni. Samsetningin er þannig að sum efni draga beint úr matarlöngun, eru mettandi, önnur hafa áhrif á fitubrennslu lík- amans og enn önnur styrkja og gera manni gott. Þetta er því hollur megrunarkúr. Meðal bætiefna má nefna B6 vítamín sem er mikil- vægt i megrun vegna þess að það hefur áhrif á hvernig likaminn vinnur úr sykri, steinefnum og fítu. Með því að taka eingöngu töflurnar er hægt að missa 1 'A til 2 kíló á viku en U.S. Grape Slim er líka tilvalið hjálparmeðal til að breyta um mataræði. Töflunum fylgir megrunarmatseðill sem getur aukið þyngd- artapið upp í.4-6 kíló á viku. Matseðillinn byggist á fáum hitaeiningum og samanstendur meðal annars af ávaxtasafa, salati, skelfiski, kjúklingum, heilkornsbrauði og auðvitað greipaldini, sem er yfírleitt eitt aðalatriðið í góðum megrunarkúrum. Megrunarkúrinn stendur í fjórtán daga í senn og ef svindlað er pínulítið er skaðinn ekki eins mikill og ella því U.S. Grape Slim gerir það að verkum að brennsla líkamans breytist. Töflurnar, sem á að tyggja, eru teknar tvær í senn um hálftíma fyrir máltíð og draga þær verulega úr svengd.“ - Stendur þú alfarið á bak við U.S. Grape Slim á íslandi? „Að litlu leyti bara. Ég er ekki mjög mikill forretningsmaður í mér en þegar ég hafði kynnt mér þessar töflur hafði ég samband við góða kunningja sem hafa áhuga á svona við- skiptaumstangi. Þeir höfðu trú á þessu máli og tóku að sér að flytja inn töflurnar en ég féllst .á að vera eins konar talsmaður til að byrja með. Það er athyglisvert að Lyfjaeftirlit ríkisins hefur ekki leyft megrunartöflur síðan 1981 en þessar töflur hlutu náð og sannar það gæði þeirra. Töflurnar hafa líka óumdeilan- lega sannað ágæti sitt og bandaríska fyrirtæk- ið, sem framleiðir þær, fékk á sínum tíma nokkrar frægar stjörnur til að nota töflumar og vera andlit þeirra út á við. Þessar stjörnur eru meðal annars Joan Collins, Linda Éwans, Linda Grey og Jane Wyman. Hér hefur svip- að verið gert, nokkrir þekktir einstaklingar eru að byrja að nota U.S. Grape Slim og fáum við að fylgjast með árangri er fram í sækir.“ Vikan mun fylgjast spennt með gangi mála því eflaust vilja margir losa sig við aukakíló vetrarins áður en rykið er dustað af léttu sum- arklæðunum. 22. TBL VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.