Vikan


Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 30

Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 30
MADONNA KEMUR Á ÓVÆRT Hið rétta nafn hennar er Louise Ciccone, hún er af ítölsku bergi brotin og hefur ruglað bandarísku þjóðina ærlega í ríminu. Ferill Madonnu hófst í New York, þar sem hún var í danshóp sem dansaði í rokkklúbb- um. Hún hafði heppnina með sér því Mark Kamings kom auga á hana. Madonna fékk hann til að hlusta á nokkur af lögum sínum. Honum féllu lögin vel í geð og stuttu seinna undirritaði hún samning við útgáfufyrirtækið Sire Records. Fjöldinn allur af rokkstjörnum er dæmdur af almenningi vegna tónlistar sinnar, texta, klæðaburðar, sjónvarpsþátta og myndbanda en fáar eru dæmdar vegna þess boðskapar sem þær hafa fram að færa. En boðskapur Ma- donnu hefur svo sannarlega ruglað fólk í ríminu. ,,Ég er mjög sterkur persónuleiki og þeir karlmenn, sem ég hef orðið ástfangin af, hafa hjálpað mér áfram á framabrautinni." Það eru fullyrðingar á borð við þessa sem hafa sett fólk út af laginu. Eftir kvenfrelsisára- tuginn svokallaða kemur Madonna fram með nýja kvenímynd, þokkafullu og kynæsandi týpuna sem er um Ieið sjálfstæð. Boðskapur hennar er að konur eigi að vera kynþokkafull- ar og kynæsandi. „Snertu mig ekki, en eyddu samt peningum i mig,“ segir hún á sinn sér- staka hátt. Aðdáendur hennar láta ekki segja sér það tvisvar. Plötur hennar, Madonna og Like a Virgin, hafa selst í meira en sex milljón eintökum. Auk þess hafa selst í risaupplögum bolir með myndum af henni og ýmsir aðrir hlutir er minna á hana. Það hafa verið hönn- uð föt i Madonnustíl, myndir og plaköt seljast eins og heitar lummur og svo mætti lengi telja. í viðtali sagði Madonna nýlega: „Fyrstu bernskuminningar mínar eru síðan ég var fjögurra eða fimm ára. Mér fannst afskaplega gott að sofa á milli foreldra minna. Þegar ég gat ekki sofnað á kvöldin læddist ég að svefn- herbergishurðinni hjá þeim og opnaði. Ég hlýt að hafa gert þetta oft því að einu sinni man ég eftir því að þau risu upp við dogg og sögðu: Ekki einu sinni enn. Ég sofnaði alltaf um leið og ég var komin upp í til þeirra. Mér fannst ég alltaf svo ein og yfngefm á nóttunni nema ég væri upp í hjá þeim, jafn- vel þó að ég deildi herbergi með systkinum mínum. Þegar ég var barn var ég alltaf viss um að heimurinn væri minn og hann væri fullur af tækifærum fyrir mig. Ég var viss um að þegar ég eltist gæti ég gert allt sem mig langaði til, hvað sem það væri. Ég var uppreisnargjarn unglingur, fannst þjóðfélagið meira en lítið skrýtið og var alltaf að gera grín að því, en um leið var ég að gera grín að sjálfri mér. Það uppgötvaði ég seinna. En ég var mér þess einnig meðvitandi að ég væri að þroskast og öðlast meira sjálf- stæði, en áður en fólk öðlast það verður hver og einn að reyna ýmislegt fyrir sér.“ Madonna hefur lent í útistöðum við hinn siðprúða meirihluta í Bandaríkjunum, þá hina sömu og tókst að stöðva framleiðslu á þáttun- um Löður sem voru sýndir í ríkissjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Madonna lætur sér það þó í léttu rúmi liggja og segir: „Ég veit að ég hef komið við kaunin á siðprúða meirihlutan- um. Hann vill banna opinskáa, berorða texta á borð við þá sem ég syng. Samt eru það börn þessa fólks sem dá lögin mín hvað mest. Það er ákveðin mótsögn í þessu öllu saman. Ég er jákvæð í afstöðu minni til lífsins og það kemur fram í textunum sem ég syng. Ég held að það væri nær fyrir þá sem aðhyllast skoð- anir hins siðprúða meirihluta að athuga það nánar. Ég heid að ég sé langt 'i frá slæm fyrir- mynd fyrir börn og unglinga. Ég var einu sinni lítil stelpa í Michigan sem átti sér drauma, en ég lét mig ekki bara dreyma, ég ákvað að láta draumana rætast. En til að svo mætti verða þurfti ég að leggja ýmislegt á mig. Það er hojlara fyrir börn að leggja eitthvað á sig, hafa eitthvað að stefna að, heldur en að vera stöðugt að velta fyrir sér heimi sem er á heljar- þröm. Það er langt frá því að ég taki sjálfa mig alvarlega. Mér finnst fólk almennt taka sjálft sig alltof hátiðlega. Það verða allir að hlæja, sérstaklega að sjálfum sér. Ég er alltaf að gera grín að sjálfri mér, það sjá allir sem horfa á myndböndin mín eða koma á tónleika hjá mér. Stundum er ég að kafna úr hlátri þegar ég er að syngja opinberlega. í byrjun var hlát- urinn mótleikur minn gagnvart þeim sem gerðu gys að mér. Ef ég lýk til dæmis tónleik- um með Material Girl á ég til að spyrja áhorfendur hvort ég sé „Material Girl“. Auð- vitað æpa þeir „já“. Þá segi ég: „Ég er það ekki.“ Þetta er grín. En það er skemmtilegt og aðdáendurnir eru hrifnir af þessu. Sú tónlist, sem mér finnst mest gaman að hlusta á, er barokk, meistararnir Vivaldi, Bach, Pachelbel og Hándel. Beethoven er þyngri en þeir sem ég hef minnst hér á. Ann- ars hef ég ekki hlustað nógu mikið á Beet- hoven til að ég geti dæmt um tónlistina hans. Ég lærði að meta klassíska tónlist þegar ég var að læra ballett. Um tíma hætti ég raunar að hlusta á hana en nýlega fór ég að hlusta aftur á hana. Síðan hef ég varla hlustað á annað. Ég hef líka mikinn áhuga á bókum. Uppá- haldsskáldið mitt er Rainer Maria Rilke, hann er þýskur. Því næst koma þeir James Agee og Charles Bukowski. Bukowski býr í Kali- forníu, einhver daginn ætla ég að banka upp á hjá honum og segja: „Charles, komdu þér út úr þessu húsi og talaðu við mig.“ Ég held að ég sé svo hrifin af Charles vegna þeirrar ofboðslegu sjálfhæðni sem hann býr yfir. Svo held ég mikið upp á ýmsa sígilda rithöfunda, ég get nefnt James Joyce, Henry James, F. Scott Fitzgerald, Hemingway og J.D. Salin- ger. Ýmsir franskir rithöfundar eru líka í uppáhaldi hjá mér. Francoise Sagan og Marguerite Duras eru þar á meðal. Um málaralist er ég frekar fáfróð en ég vildi óska að ég vissi meira um hana. Mér finnst þó franski málarinn Corot góður. Sumt af því sem Picasso hefur gert finnst mér gott en á öðru sem hann hefur málað hef ég tak- markaðan áhuga. Ella Fitzgerald er uppáhaldssöngkonan mín, ég fæ hreinlega gæsahúð þegar ég heyri sum af lögunum hennar. Hún hefur þá stór- kostlegustu rödd sem ég hef heyrt. Sarah Vaughan, Sinatra og Sam Cooke eru líka söngvarar sem mér þykir gaman að hlusta á. Mér líður mjög vel núna, betur en nokkurn tímann áður. Ég hef stjórn á því sem er að gerast í kringum mig. Það er ekki lengur vandamál að greina hvað eru aðalatriði og hvað aukaatriði í lifinu. Ástin er númer eitt og að gera eitthvað gott fyrir vini og vanda- menn, láta þá finna að mérþyki vænt urn þá. Áður en ég varð fræg reyndi ég stöðugt að láta bera á mér. Ég klæddist ósamstæðum fatnaði, með því var ég að reyna að skapa mér sérstöðu. Mér fannst gaman þegar fólk glápti á mig. í þá daga var ég svo. fátæk að ég varð að notast við neðanjarðarlestir eða ferðast fótgangandi. Ég hafði mikla ánægju af því þegar ég sá að fólk tók eftir mér. Núna vil ég fá frið fyrir fólki, ég hef fengið alla þá athygli sem mig langar til. Eftir að ég varð fræg horfir fólk líka öðruvísi á ntig en það gerði áður fyrr. Núna finnst mér óþægilegt að horfast í augu við ókunnugt fólk. Það horfir ekki á ntig sem sjálfstæða manneskju heldur sem Madonnu, manneskju sem það les um í blöðunum á hverjum degi og það er allt önnur kona sem sagt er frá þar heldur en sú eina sanna Louise Ciccone.“ 30 VIKAN 22. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.