Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 28
Hljómsveitin Living in a Box varð til
fyrir stuttu og það er enn styttra síðan
hún kom fram á sjónarsviðið.
Þetta byrjaði þegar Marcus Vere
heimsótti vin sinn. Verið var að gera
við íbúðina, þar var að sjálfsögðu allt á
hvolfi og hann hafði sáralítið pláss fýrir
sjálfan sig eða eins og hann orðaði það:
„Þetta er eins og að búa í boxi.“ Þá
flaug Marcus í hug að þetta væri nú
ekki svo galið nafn á lagi og samdi eitt
með þessu nafni. Hann og vinur hans,
Antony „Titch“ Critchcow, ákváðu að
slá til og taka þetta upp. í þeim tilgangi
fóru þeir til Manchester. Þar er lítið
vöruhús sem er útbúið sem stúdíó og
þar er hægt að taka upp plötur fyrir
tiltölulega lítinn pening.
Þarna var í sömu erindagjörðum ung-
ur maður sem heitir Richard Darbys-
hire. Þeir þekktust ekki neitt, það eina
sem þeir áttu sameiginlegt var upptöku-
stjórinn. Hann spilaði lagið Living in a
Box fyrir Richard sem varð stórhrifmn
af laginu. Þá voru Marcus og Titch
búnir að fá mann frá hljómplötufyrir-
tæki til að koma og hlusta á sig og
Richard búinn að fá annan mann frá
sama fyrirtæki! Þarna voru þeir í sitt
hvoru herberginu og spiluðu verk sín,
Marcus og Titch Living in a Box með
söng Richards og Richard að spila sóló-
efni sitt. Þetta hefði nú ekki verið í
frásögur færandi ef ekki hefði verið
hægt að heyra á milli. Áheyrandi Ric-
hards varð nokkuð forvitin um hvað
væri að gerast hinum megin við þilið.
Að þeirra sögn var þetta nokkuð bros-
leg aðstaða svo ekki sé meira sagt.
Þetta endaði þó með þvi að hljóm-
sveitin Living in a Box fékk hljómplötu-
samning út á lagið Living in a Box og
hljómsveitarmeðlimirnir voru þessir þrír
félagar okkar. Meðan lagið var að vinna
sér sess veittu þeir engin viðtöl. Það var
ákveðið að láta músíkina vinna á, ekki
láta útlit þeirra koma nálægt vinsældum
lagsins. Þegar blaðamenn höfðu sam-
band við hljómplötufyrirtækið fengu
þeir að vísu að vita hver söngvarinn
væri en nafnið Richard Darbyshire
sagði þeim ekki mikið svo þeir báðu um
viðtal. Það var víst ekki til umræðu svo
það var ekki laust við að nokkur dulúð
ríkti í kringum þá. Enginn vissi hvort
þeir voru svartir eða hvítir og menn
vissu jafnvel ekki hvað þeir voru margir.
Stuttu seinna var lagið komið inn á
topp 10 í Bretlandi og þá fékk almenn-
ingur að vita hverjir þeir eru og blaða-
menn þau viðtöl sem þeir vildu.
Nú er komin út breiðskífa sem ber
nafnið Living in a Box (hvað annað?).
Á henni mun vera sambland af þvi efni
sem Marcus og Titch voru með og sóló-
el'ni Richards. Framhaldið kemur brátt
i Ijós, ekki síst ef næsta smáskífa fetar
í fótspor lagsins Living in a Box.
\
28 VIKAN 22. TBL