Vikan


Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 37

Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 37
Ingi Björn og kona hans, Magdalena Kristinsdóttir. Hann segir að hún sé hörkudugleg að sjá um heimilið en sjálfur sé hann skammarlega lítið heima við. Við erum þessa dagana með mikil'fundarhöld til að byggja upp flokkinn fyrir framtíðina, innra skipulag hans og hvernig hann á að verða. „Ég er óhræddur að takast á við stjórnmálin," segir Ingi Björn og segir ennfremur að af nógu sé af taka af málum í sinu kjördæmi sem hann vilji vinna að. lagfæringar þar eins og annars staðar, hús- hitunarmál eru stórt mál. svo og kvótakerfi í sjávarútvegi, einnig atvinnumál. Þarna eru sem sagt ærin verkefni.“ Gafstu þessi fólki einhver kosningalof- orð? ,,Nei, ég lofaði einungis að gera mitt besta og það ætla ég að standa við.“ Heldur þú að þú sért kominn inn á þing- ið til að vera? „Ætli það fari ekki eftir þvi starfi sem ég skila al' mér á þinginu og svo hvort fólkið treystir mér til áframhaldandi starfa í fram- haldi af því." Stendur þú þá í þeirri trú að Borgara- flokkurinn sé llokkur sem eigi eftir að starfa ál’ram? „Ég er ekki í neinum vafa um það, enda voru slagorð okkar, „Flokkur með framtíð" ekki orðin tóm." Fyrir þessar kosningar töluðuð þið um að fara í borgarstjórnarkosningar næst. „Það er náttúrlega möguleiki sem alltaf er fyrir hendi. Það liggur ekkert fyrir hjá okkur um það en þó er cngan veginn hægt að loka fyrir þann mögúleika." Áttu skýringu á því hvers vegna Borgara- flokkurinn fékk slíkt atkvæðamagn? „Flokkurinn var með mjög góða stefnuskrá sem fólki líkaði. Hins vegar var löngu orðin þörf á valkosti hérna út frá þessu tjórfiokka- kerfi sem hér hefur verið við lýði. Það voru víða óánægðir tlokksmenn sem þráðu þennan valkost og þeir sáu hann í Borgarafiokknum. Eins og við höfum hamrað á er Borgarafiokk- urinn fiokkur fólksins en sú hefur ekki verið raunin hjá hinum fiokkunum." Voru það þá lleiri en óánægðir sjálfstæð- ismenn sem kusu Borgaraflokkinn? „Það er alveg greinilegt. Því til staðfesting- ar getum við litið á Austurland þar sem Sverrir Hermannsson, sá málglaði maður, er, en þar vorum við með litið fylgi. Hins vegar stórtap- aði Sjálfstæðisfiokkurinn. Ég held að það sé alveg Ijóst að viö fengum okkar atkvæði miklu víðar en frá Sjálfstæðisfiokknum, þó við höf- um náttúrlega fengið mikið fylgi þaðan." Nú varð þessi tlokkur til á mjög skömm- um tíma. Er ekki mikið starf eftir sem þarf að vinna núna? „Jú, þessa dagana erum við með mikil fund- arhöld til að byggja upp og skipuleggja flokkinn fyrir framtíðina, innra skipulag hans og hvernig hann á að verða. Það fer mikill tími í það. Við viljum að þetta verði lýðræðis- flokkur með valddreifingu. Við höfum fengið mikið af ábendingum frá fólkinu og tökum tillit til þeirra. Við vorum einmitt að koma af fundi núna um helgina þar sem allir fram- bjóðendur og þeir sem unnu með flokknum fyrir kosningarnar voru mættir og komu með sínar skoðanir. Þær þarf að skoða og það er því alveg Ijóst að það fer mikill tími í að ganga frá skipulagi fiokksins. Við viljum einmitt vanda vel það verk því við viljum að þetta verði flokkur til framtíðar." - Varekki Helena, systir þín, aðaldriftjöðr- in í að koma þessum fiokki á laggirnar? „Hún hefur verið aðalframkvæmdastjóri flokksins en hún hefur minna verið í innri skipulagningu, það eru aðallega þingfiokkur- inn og þær nefndir, sem hann skipar út frá sér, sem sjá um það." Var það ekki henni að þakka að hægt var að koma þessum flokki upp á svo skömm- um tíma? „Jú. jú, hún átti stóran þátt í því. Hún býr 22. TBL VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.