Vikan


Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 18

Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 18
Lesendur skrifa Úr æviminningum dándismanns efitir Þór Arason Svo bregðast sem sé krosstré sem örnur tré. Það hvarflaði að mér að annar vœri í spilinu en Þura var fljót að leiðréttaþann misskilning. „Það er ekki nóg með að þú bamir hana Dagnýju heldur œtlarþú að neita að gangast viðþvi líka. Þú œttir að skammast þin, kvikindið þitt. “ Hvemig ætli konan verði í kvöld? hugsaði ég með mér þegar ég opnaði dyrnar að her- berginu okkar. Mikið er á manninn lagt, varð mér svo að orði þegar ég sá Þum standa upp og snúa sér frá mér um leið og ég kom inn. Konan var alltaf að versna. Fyrst hlust- aði hún ekki á mig. Svo hætti hún að tala við mig. Núna vildi hún ekki sjá mig. Ofan á allt annað var hún farin að klæðast rauð- um sokkum eins og smákrakki, en það hafði hún ekki gert alla okkar hjúskapartíð. Þetta byijaði allt saman þegar ég sagði henni að Dagný væri komin á spítalann. „Og hvað er að henni?" dæsti þá Þura. „Nú, hún ætlar líklega að skila af sér bam- inu,“ ansaði ég frekar pirraður því ég var margbúinn að tyggja það í hana að Dagný færi ekki einsömul. „ O, sei, sei. Ekki er nú öll vitleysan eins,“ sagði hún þá. Eftir að hafa japlað á þessu um stund bætti hún við: „ Og hver er faðir- inn, mætti ég spyrja?“ „Hvemig á ég svo sem að vita það? Og hvem sjálfan andskotann varðar þig um það?“ Eg gæti bætt því við að lauslætið í þessum konum hefur alltaf verið fyrir ofan minn skilning, nú sem endranær. „Ég bara spurði,“ jarmaði hún þá. „Já, þú spyrð um bameignir. Það er vísl það eina sem þú hefur áhuga og vit á. Ekki er nú hjónabandinu fyrir að fara hjá henni Dagnýju frekar en hjá sumum.“ Við skulum ekkert fara nánar út í það. Þessi stólpi í mér þaggaði niður í henni eða það ætlaði ég að vona. En ekki stóð sú sæla lengi. „ Og hver er faðirinn?" spurði hún upp úr þumj. Eg nennti ekki að svara henni. Kaimski var það þessi þögn mín sem kom öllu af stað. „ O, þú vilt náttúrlega ekki bekenna það,“ sagði hún. „Það var auðvitað." Eg lagði mig ekki frekar eftir rausinu í konunni fyrr en ég vaknaði morguninn eftir. Ég hafði verið að lesa hana Sóleyju kvöldið áður og lagst til svefns með hana opna yfir hausnum. Þegar ég tók hana Sóleyju af mér sá ég opna ferðatösku við rúinið. í því bar hana Þum rnína að með fatahrúgu í fanginu. „Hvert ertu að fara, Þura mín?“ spurði ég sisvona. Hún lét orð mín sem vind um eyru þjóta en ég gerði aðra tilraun. „Þú ætl- ar þó ekki að yfirgefa mig, Þura mín?" „ O, ætli þér rnegi nú ekki standa á sama?“ „Það er nú skemmtilegra að vita það, góðin mín.“ „Úr því þú vilt endilega vita það þá ætla ég til hennar mömmu." 18 VIKAN 22. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.