Vikan


Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 60

Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 60
hún til Hawaii þar sem hún dvaldi um tveggja mánaða skeið, síðan var haldið til Hong Kong. „Það var svolítið skrýtið i Hong Kong. Ég furðaði mig á því að það voru rimlar fyr- ir gluggunum, ekki til að halda öpunum úti eins og í Indlandi heldur til að halda fólkinu úti,“ segir Anna og hlær. Anna ferðaðist um Indland og kom loks til hinnar helgu borgar hindúa og búddatrúarmanna, Benares. „Dag- legt líf fólksins í Benares hefur ekki breyst neitt í þúsund ár. Ennþá er eldað á opnum eldstæðum á gólfunum, jafnvel á heimilum ríka fólksins. Eldunaráhöldin eru þrifin með leir og ösku. Maturinn er mikið kryddaður en uppistaðan í hann er alltaf sú sama, hrís- grjón, ávextir og hvítar, þunnar flatkökur, búnar til úr hveiti. Þegar maður kaupir sér jógúrt eða aðra drykki fær maður þá í þunn- um leirbollum sem maður hendir þar sem maður er staddur þegar maður hefur drukkið nægju sína. Þar samsamast bollarnir jörðinni á nýjan leik. Það er ekki sama sóunin og hér á Vesturlöndum. Þeir nota jarðefni og skila þeim til baka til jarðarinnar. Klósettin voru hola niður í jörðina, vanalega staðsett við hliðina á eldhúsinu því þangað lágu vatnspíp- urnar. Klósettpappír var ekki notaður, þeir nota vatnsslöngu og vinstri höndina til að þrífa sig. Þess vegna nota þeir eingöngu fing- ur hægri handar þegar þeir borða. Þeim finnst það mesta ókurteisi sem þeir verða vitni að þegar fólk notar vinstri höndinni við að borða. Það er því ofsalega fyndið að fara á veitinga- hús og sjá ferðamenn, sem ætla að samsama sig siðum innfæddra, sitja og borða með vinstri hendinni. Þá hlæja Indverjarnir og segja: Ha, ha, bjánar sem sitja hér og borða með vinstri hendinni. Ég bjó hjá hástéttar- fólki, stéttaskipting i Indlandi er mjög skýr. Æðstir eru brahmana, það er prestastéttin, næstæðstir eru ksjatrya, því næst eru vaisya og loks paia, þeir óhreinu. Þeir mega ekki hafa nein mök við annað fólk. Þarna býr lika trúhópurinn gangees. Ég var mjög undrandi að sjá þá. Þeir ganga um með hrísvönd sem þeir sópa göturnar á undan sér með til þess að bjarga skordýrunum frá því að þeir stígi á þau og drepi þau. Trúin bann- ar þeim að drepa nokkurt lifandi kvikindi. Éins og ég sagði áðan tilheyrði fólkið, sem ég bjó hjá, efstu stétt. Það átti bæði ísskáp og straujárn, að vísu var straujárnið það frum- stæðasta sem ég hef á ævi minni séð. Það var hitað með heitum kolum. Heimilislífið var i föstum skorðum, bjöllu var hringt þrisvar á dag til að tilkynna máltíðir. Þau voru mjög trúuð og í garðinum hjá þeim var litið líkn- eski af guðinum Sjiva og altari. En það sem kom mér kannski mest á óvart var að gamla konan í húsinu átti lítil guðalíkneski. Einu sinni, þegar ég fór upp á loft að finna hana, kom ég að henni þar sem hún var að baða þau áður en hún fór með þau út að altarinu. Ég komst líka að því að á veturna klæddi hún líkneskin í litrik föt svo þeim yrði ekki kalt en á sumrin hafði hún þau nakin. Benaris stendur á öðrum bakka Ganges. Ganges á upptök sín í Himalyafjöllum, þar trúir fólk að guðirnir búi. Æðstir eru Sjiva, Braham og Ram. Þar sem Benaris stendur rennur Ganges í norður í hálfhring og borgin er byggð í hálfhringnum. Það er táknrænt því guðinn Sjiva ber þennan hálfhring á enninu. Benaris er borg þrepa og hofa. Alls staðar meðfram ánni er búið að leggja þrep niður að vatnsborðinu. Þrepin og hofin eru alla daga þétt setin af pílagrímum sem koma alls staðar af Indlandi, bæði til að deyja og eins til að heimsækja hina helgu borg. Þarna sér maður þúsundir af gömlu fólki sem er komið til Benares til að baða sig í Ganges og deyja. Þetta gamla fólk er hamingjusamt því það trúir því að það boði lausn frá öllum jarðnesk- um vandamálum og frelsun sálarinnar að deyja í Benares. Líkin eru brennd alls staðar meðfram Ganges og öskunni stráð yfir ána. Það er verið að brenna lík allan sólarhring- inn. Stundum furðaði ég mig á því hvaðan í ósköpunum þeir fengju allan viðinn sem þeir nota í bálkestina. Ef maður fór á markaðinn Anna er hláturmild og á auðvelt með að segja skemmtilega frá. I Asíu dvaldi hún í þrjú ár. Upphaf ferðalagsins austur má rekja til Baltimore í Marylandfylki. Þar bjó Anna í tvö og hálft ár, lagði stund á skartgripasmíði í kvöldskóla en gerði „collagemyndir“ á dag- inn og hélt loks sýningu á verkum sínum. Sýningin vakti mikla athygli og hún fékk styrk að launum. Þessi styrkur var mjög hár og gerði henni kleift að fara til Asíu. „Ég gat valið um að kaupa mér hús eða fara út i heim. Ég keypti flugmiða í kringum hnöttinn. Styrknum fylgdu engar kvaðir, ég mátti gera við hann það sem ég vildi.“ Ferðalagið hófst í Los Angeles, þaðan flaug Hraður dans. 60 VIKAN 22. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.