Vikan


Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 14

Vikan - 28.05.1987, Blaðsíða 14
Tinna Gunnlaugsdóttir leikur Yermu Yerma er nafnið á aðalpersónu verksins en það mun dregið af orðinu yermo sem þýðir ósáinn akur eða hrjóstugt landsvæði. Sú nafngift segir nokkuð til um örlög persónunnar. Tinna var spurð örlítið um efni leikritsins og hlutverkið. „Leikritið fjallar um ástina og ástleys- ast og eiga börn. Yerma er gift en það ið, um samskipti fólks í samfélagi þar hjónaband er fremur ástlítið og hefur sem eina krafan til konunnar er að gift- engan ávöxt borið svo hún fyllist ör- væntingu yfir tilgangsleysi lífs síns. Þráin eftir barni verður að þráhyggju. Eiginmaðurinn veitir henni enga eðlilega svörun og lögmál samfélagsins og henn- ar eigin siðferðisvitund banna henni að leita út fyrir hjónabandið til að fá útrás fyrir ástríður sínar og hugsanlega að geta barn með öðrum manni. Eigin- maður Yermu sættir sig hins vegar við barnleysið og þegar hann í lokin viður- kennir að hann vilji engin börn en vill nálgast hana og girnist sem konu missir hún stjórn á gjörðum sínum. Hún getur ekki hugsað sér líkamlegt samneyti við mann sinn í öðrum tilgangi en þeim að freista þess að geta barn. Það má líta á Yermu sem táknmynd fyrir akur sem þarf að vökva eða móður jörð. Ef við ekki ræktum garðinn okkar eða sinnum náttúrunni verður jörðin þurr og ófrjó. Textinn í þessu leikriti er mjög fallegur og fullur af táknum. Mín fyrsta upplifun, þegar ég las verkið, var mjög sterk. En jafnframt vaknaði spurn- ing um hvernig maður nálgaðist svona leikrit sem inniheldur svo mikinn og fallegan texta en í rauninni litla at- burðarás. Þetta er harmljóð eins og Lorca sagði sjálfur og býður upp á aðr- ar og meiri víddir í túlkun en venjuleg hversdagsleg samtöl. Og það er einmitt sú leið sem Þórhildur leikstjóri hefur valið, allar andstæður eru dregnar mjög skýrt fram og Ijóðrænan látin njóta sín til fulls. Frjósemi lífsins og náttúrunnar flæðir allt í kringum Yermu og einmitt það undirstrikar þjáningar hennar. Ör- lög Yermu og viðbrögð hennar eru harmræna verksins og hennar innri tragedía er drifkraftur þess, því í raun eru allar aðrar persónur sáttar við lif sitt. Þetta er mjög erfitt hlutverk og óvæg- ið en ég fann fljótt að ég gat treyst leikstjóranum fullkomlega. Ég vissi að ég gat gefið mig alla og hún mundi stoppa mig af ef með þyrfti ogjafnframt undirbúa jarðveginn fyrir áframhald. Ég er mjög ánægð með þessa samvinnu og hef trú á að sýningin sé bæði sterk og áhrifamikil en um leið ákaflega fall- Tinna Gunnlaugsdóttir sem Yerma. eg- 14 VIKAN 22 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.