Vikan


Vikan - 02.07.1987, Side 8

Vikan - 02.07.1987, Side 8
Jóhann Bjömsson Loka klukkan tíu Um borð í togaranum Ögra RE 72 hittum við Jóhann Björnsson, 87 ára strákling sem síðastliðin fjörutíu ár hefur ver- ið vaktmaður við höfnina. Reyndar vorum við heppnar að hitta á Jóhann því iðulega læsir hann þeim bátum, sem hann vakir yfir, klukkan tíu á kvöldin. Eftir þann tíma vill hann engar óþarfa mannaferð- ir. En nú stóð yfir viðgerð og viðgerðarmenn voru á fartinni að og frá borði svo ekki dugði að læsa. Jóhann hafði mætt á vaktina klukkan sex og henni átti að ljúka klukkan átta. - En getur þú ekki sofíð? Er nauðsynlegt að vaka? „Já, það er alltaf nóg að gera. Nú eru til dæmis öll ljós og vélar í gangi. Það er verið að framleiða ís. I mínum verka- hring er að líta eftir bátnum og sjá um að allt gangi snurðu- laust fyrir sig. Næturnar eru svolítið mislengi að líða en ég er löngu hættur að hafa löngun til að lesa eða horfa á sjónvarp. Ég vinn líka bara þegar þörf er fyrir mig, þetta skip hef ég vaktað síðastliðin fimmtán ár. Ögurvikin gerir út Ögra, Vigra og Frera og þessi skip stoppa yfirleitt ekki lengur en tvo daga í höfn í senn. Það veitir heldur ekki af að halda skipunum á miðunum og halda áfram eins og hægt er.“ í tímans rás hafa orðið mikl- ar breytingar á starfi vaktmans, eitt sinn sváfu skipverjar um borð en fyrir um fimmtán árum lagðist það af. „Þá varð maður að sætta sig við að þeir væru á rápi um borð á nóttunni. Eftir stríðið og fram eftir var líka nokkur ágangur af konum sem vildu komast um borð en það heyrir sögunni til. Það eru öngvar konur sem heimsækja mig núorðið, líklega vegna þess að ég hef ekki verið mikið upp á kvenhöndina,“ segir Jóhann og kímir. „Annars lenti ég eitt sinn í leiðinlegu atviki. Það var á þeim tíma sem sjómennirnir sváfu um borð. Það var einn sem var dálítið gallaður, hann réðst á mig, tók mig hálstaki og hóf mig á loft þannig að ég spriklaði, svo duttum við báð- ir. Hann sigraði og ég hélt að hann léti þar við sitja en þá sparkaði hann í mig og braut í mér tvö rifbein og ég þurfti að leggjast inn á spitala um tíma. Eftir það fengum við samþykkt að það yrði læst klukkan tíu á kvöldin. Ef það kemur fyrir að skipverjar eru eitthvað að angra mig á nótt- unni þá klaga ég þá bara. Mér finnst mikill kostur að geta lok- að bátnum klukkan tíu því þá er maður öruggur. Ég hef líka síma um borð svo ég get alltaf hringt ef eitthvað kemur upp á hjá mér. Maður hefur lítið sem ekkert samband við þá sem eru á vakt hér í kring en ég er í ágætis kunningsskap við þá sem vinna hjá útgerðarfélaginu. Ég þekki líka orðið mjög marga hérna við höfnina eftir þessi fjörutíu ár, en ég hef unnið hjá flestum útgerðarfélögum bæj- arins.“ - Þú ert ekkert myrkfælinn? „Nei, langt því frá. Ég var mjög myrkfælinn þegar ég var krakki en það eltist af mér fyr- ir mörgum árum.“ - Þér hefur aldrei dottið í hug að fá þér annað starf? „Nei, ekki eftir að ég varð svona fullorðinn, en áður en ég byrjaði sem vaktmaður var ég i alls konar verkamanna- vinnu, bæði til sjós og lands. Meðal annars vann ég í tólf ár sem kyndari á Brúarfossi og sigldi í stríðinu. Við sluppum furðanlega vel en það var margt sem fór niður umhverfis okkur, stundum fóru allt að sjö skip niður á nóttu.“ Klukkan var farin að halla í fjögur. Við spurðum Jóhann hvort hann yrði ekki feginn þegar vaktinni lyki. „Tja, mér líkar þetta ágætlega. I fyrra- málið, þegar ég kem heim, halla ég mér og sef svona til hálf- fimm. Það hefur þann kost að maður þarf ekki að taka sér matartíma," segir Jóhann og brosir. „En nú ætla ég að sýna ykkur skipið, minna má það nú ekki vera.“ Jóhann fór léttur í spori og sýndi okkur hvern krók og kima. Margt var þar fróðlegt að sjá sem landkrabb- ar hafa aldrei augum barið. Þegar við höfðum skoðað okk- ur um sveifluðum við okkur frá borði og ákváðum að heilsa upp á einhvern sem væri að vakta banka. Jóhann, vaktmaóur um borð í Ögra. 8 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.