Vikan


Vikan - 02.07.1987, Side 9

Vikan - 02.07.1987, Side 9
Birgir M. Barðason og Runóifur Bjömsson Lesa, tefla, spila Birgir og Runólfur lita eftir Landsbankanum. Á vakt í Landsbankahúsinu í Austurstræti hittum við þá Birgi M. Barðason og Runólf Björnsson. Þeir voru tveir á vakt enda þurfa þeir að passa upp á þrjú hús og í afgreiðslu- salnum þarf alltaf annar að vera á verði meðan hinn bregð- ur sér á eftirlitsgöngu. Þeir vinna á tvískiptum vöktum, annars vegar eru kvöldvaktir frá klukkan fimm til miðnættis og hina vikuna vinna þeir síðan frá miðnætti og til átta en eiga frí um helgar. Birgir hefur verið i námi í eðlisfræði við Háskóla íslands og sagðist hann ætla að nota næturnar til að undirbúa kennslu næsta vetur. Runólfur hefur hins vegar haft það fyrir aðalstarf að vakta bankann undanfarin ellefu ár eða svo. Það var ekki laust við að þeir félagar yrðu hálfundrandi þeg- ar við bönkuðum upp á hjá þeim og þegar við spurðum hvort þeir fengju aldrei heim- sóknir á nóttunni svöruðu þeir: „Það bankar aldrei neinn upp á hjá okkur.“ Ekki höfðu þeir mikinn áhuga á að vera í blaða- viðtali og Runólfur hafði mun meiri áhuga á að vita hverju við spáðum um næstu ríkis- stjórn. „Haldið þið að Jón Baldvin hafi það?“ spurði Run- ólfur en frekar varð nú fátt um svör hjá okkur. Við spurðum hins vegar hvað þeir hefðu fyrir stafni á nótt- unni: „Við sitjum og horfum hvor á annan,“ svöruðu þeir kankvisir á svip. - Þið horfið ekki á videó eða lesið? „Við höfum ekkert sjónvarp hérna, það hefur hreinlega aldrei komið til tals að hafa sjónvarp. En við lesum og tefl- um og stundum spilar Birgir á gítar. Svo getum við hlustað á útvarp. Þetta er ágætis starf ef maður passar að hafa nóg fyrir stafni. Svo förum við fjórum sinnum á vakt á eftirlitsgöngu og það tekur svona um 45 mín- útur í hvert skipti, en við segjum ekki hvenær næturinnar við förum í þessar göngur,“ segja þeir. „Það þarf að athuga hvort allt er í lagi með vatn og rafmagn og ýmislegt annað. Við höfum þann öryggisventil að við erum tengdir beint við lögreglustöðina og á klukku- tíma fresti hringir bjalla þar og í afgreiðslusalnum. Ef við slökkvum ekki umsvifalaust á bjöllunni kemur lögreglan á staðinn og ef við svörum ekki dyrabjöllunni brýst lögreglan inn því þá er vitað mál að eitt- hvað amar að. Svo svörum við símanum. Það kemur fyrir að útlendingar hringja og spyrja hvenær bankinn sé opinn. Ann- ars er þetta nú svona frekar rólegt.“ - Ykkur syfjar ekki á vakt- inni? „Það er nú voðalega misjafnt, fer eftir því hvernig maður er upplagður en það kemur fyrir að maður dettur út af. Það gengur svo ágætlega að sofna á morgnana þegar maður kem- ur heim og maður sefur svona fram á miðjan dag,“ segir Birg- ir. - Nú passið þið upp á stórar fjárfúlgur, er það ekki undarleg tilfinning? „Þetta er bara eins og hver önnur vinna sem maður gengur að. Reyndar var miklu meira fjármagn sem við gættum með- an Seðlabankinn var á okkar könnu líka en eftir að hann flutti er ekki eins mikið af pen- ingum í húsinu.“ - En er enginn draugagangur í húsunum? „Nei, nei. Við höfum allavega ekki orðið varir við neina drauga. En eitt sinn var hér starfandi næturvörður sem taldi sig verða varan við eitt- hvað misjafnt. Við heyrum ekki annað en þessi venjulegu næt- urhljóð sem maður lærir að þekkja með timanum. Það er alltaf einhver hreyfíng á loftinu þó að húsið sé mannlaust og stundum skellast hurðir hér. En það er ekkert óhreint hér, það er ég viss um,“ segir Run- ólfur. Klukkan var farin að ganga fimm. Þegar við komum út var sólin að skríða upp fyrir Esjuna og óneitanlega fallegt um að litast. En það var hálffurðulegt að vera á vappi í tómum mið- bænum. Þar voru einungis fuglarnir á ferð og við - og svo ósýnilegu mennirnir sem voru á vakt í stofnunum allt í kring- um okkur. 27. TBL VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.