Vikan


Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 11

Vikan - 02.07.1987, Qupperneq 11
NAFN VIKUNNAR: STEINUNN ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR Ekki ég, kannski þú Ung stúlka í níunda bekk grunnskól- ans leiðist út í miður heppilegan félags- skap jafnaldra sinna þar sem áfengi og fiknilyf eru hversdagslegir hlutir í dag- lega lífinu. Til að íjármagna þarfir sinar beita unglingarnir ýmsum brögðum. Um þetta og samskipti unglinganna snýst meginþema kvikmyndarinnar Ekki ég, kannski þú, sem Reykjavíkur- borg hefur látið gera og ætluð er til sýningar í grunnskólum borgarinnar en mun einnig verða sýnd í ríkissjónvarp- inu nú á næstunni. Steinunn ÓlínaÞorsteinsdóttir, 18ára Reykvíkingur, leikur ungu stúlkuna, Björk. Hún er ekki algjör nýgræðingur í leiklistinni, þótt kvikmyndaleikur sé henni ný reynsla, því hún á ófáar sýning- ar að baki á leiksviði. „Það var mjög gaman að taka jmtt í þessari mynd,“ segir Steinunn Ölína, „þetta var ofsalega mikil vinna í einn og hálfan mánuð og unnið myrkranna á milli. Leikstjórinnv Andrés Sigurvins- son, og Margrét Óskarsdóttir fram- kvæmdastjóri héldu okkur vel við efnið og náðu góðum tökum á hópnum. í rauninni má segja að það sé merkilegt hvað allt gekk vel miðað við hvað hóp- urinn var stór og breiður og launin lítil. Myndin var tekin hingað og þangað um bæinn, heima hjá Björk, hjá vinum hennar, í skólanum og úti um allan bæ þar sem unglingar helst halda sig. Björk er ósköp venjuleg fimmtán ára stúlka sem missir sambandið við fyrri félaga sína og leiðist út i fremur óæskilegan félagsskap. Þar er lífið dóp og vin og Björk fer á kaf í þetta en sér að sér í lokin, skulum við vona.“ Steinunn telur að kvikmyndin sé heið- arleg og gefi nokkuð rétta mynd af raunveruleikanum. „Myndin er að sjálf- sögðu ekki gallalaus, enda gerð af vanefnum, en hún er raunsæ og þar er ekki verið að búa neitt til. Þarna eru erfiðleikar og vandamál sem flestir þekkja að einhverju leyti og allir gætu lent í, á hvaða aldri sem er. En þetta er ekki bara fræðslumynd um vandamál heldur er hún líka skemmtileg og fyndin á köflum. Svona myndir er áreiðanlega erfitt að gera svo vel fari og ég held að aðstandendur megi bara nokkuð vel við una. Myndin var mikið til unnin í sam- vinnu leikstjóra og okkar krakkanna. Andrés skrifaði handritið ásamt Vigdísi Grímsdóttur og allir voru mjög sáttir við það en ef upp komu aðrar hugmynd- ir um einhver smáatriði eða samtöl voru þær ræddar og tekið mið af þeim.“ Undanfarna tvo vetur hefur Steinunn leikið aðra unga stúlku, í leikritinu Land míns föður, á sviðinu í Iðnó. Fyrir nokkrum árum lék hún i Litla sótaran- um hjá íslensku óperunni og þar áður í barnaleikriti Þjóðleikhússins, Óvitum. Var kvikmyndaleikur mikið öðruvísi? „Ég veit það eiginlega ekki en held þó að þetta sé raunverulega mikið spurning um það sama. Annars get ég ómögulega dæmt um það eftir þessa einu reynslu. Ég hef lika örugglega verið of vitlaus til að gera mér grein fyrir hvað það væri sem ætti að fara öðru- visi. Eg fékk bara mínar leiðbeiningar og fór eftir þeim eftir bestu getu. Sjálf- sagt er þó myndavélin miskunnar- lausari, minna hægt að bjarga sér fyrir horn framan við hana. Land míns föður lékum við 208 sinn- um og enduðum með að sýna á nor- rænni leiklistarhátíð í Gautaborg í lok mai. Þar sýndum við tvisvar og fengum mjög góðar viðtökur. Nei, það var ekk- ert agalegt að leika verkið svona oft. Fyrri veturinn voru sýningar svo til öll kvöld nema mánudaga og þá var stund- um svolítið erfitt að koma sér af stað niður í leikhús en þegar þangað var komið var bara gaman. Leikhópurinn var mjög samstilltur og það skiptir auð- vitað miklu.“ Eftir grunnskólann fór Steinunn í Menntaskólann við Hamrahlíð en hætti eftir árið og fór i Söngskólann. í haust bíður leiklistarnám í London. „Ég hef alltaf haft gaman af söng og því fór ég að læra, svona mest fyrir sjálfa mig. Fyrst fór ég í einkatíma til Guðmundu Elíasdóttur og síðan í Söng- skólann þar sem Guðmunda er minn aðalkennari. Líklega varð svo þátttaka mín i Landi míns föður endanlega til að kveikja áhugann á að læra leiklist. Annaðhvort var að hætta þessu eða læra almennilega. Mig vantar enn ár upp á að komast inn í Leiklistarskólann hér heima þannig að það kom af sjálfu sér að sækja um úti. En þar fyrir utan hef- ur mig langað til að geta verið erlendis um tíma svo ég er mjög ánægð með þetta. Skólinn, sem ég fer á, heitir Drama Center. Námið tekur þrjú ár og er byggt upp á svipaðan hátt og í skólan- um hér. Ég fór út i inntökupróf fyrir skömmu og var það jafnframt fyrsta ferðin mín til London. Það var svolítið skrýtið að fara beint af flugvellinum í skólann þar sem allt var á fullu og ég þurfti sannarlega ekkert að hafa fyrir því að búa mér til stress, það kom af sjálfu sér um leið og ég kom inn í raf- magnað andrúmsloftið. Við vorum látin fara með kafla úr tveimur verkum sem við höfðum æft og svo var mjög stíft viðtal þar sem maður var aldeilis tekinn á beinið. Meðal annars var ég spurð hvers vegna í ósköpunum ég héldi að ég gæti orðið leikkona. Af hverju þetta og af hverju hitt. Ég þurfti þarna skyndi- lega að gera mér grein fyrir þúsund hlutum sem ég hafði varla hugsað út í. Eftir þessi ósköp var ég nú ekkert of bjartsýn á að komast inn því mér fannst mér ekki ganga mjög vel, en það tókst.“ Steinunn Ölína segir að henm finnist leiklistin spennandi og hún ætli allavega að fara í þetta nám hvað svo sem síðar verði. Og hún ætti nokkurn veginn að vita hvað hún syngur, stúlkan sú, þar eð hún þekkir starfið talsvert, bæði af eigin raun og í gegnum móður sína, Bríeti Héðinsdóttur, leikkonu og leik- stjóra. Viðtal: Guðrún Alfreðsdóttir Mynd: Valdís Úskarsdóttir 27. TBL VIKAN 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.